Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Dæmisaga

hordursjalfur's picture
Það er áhugavert að fylgjast með netspjallinu í Færeyjum um samkynhneigð. Mikið hægt að læra þar. Margt fólk virðist hafa Gamla Testamentið sem leiðarljós og vitnar í það í tíma og ótíma og þá sérstaklega það sem þar segir um samkynhneigð. En svo sleppir það öllu hinu sem stendur í Gamla Testamentinu, skrýtið. Kannski er það vegna þess að að þá þarf fólkið að fara að líta í eigin barm og gera ýmislegt sem ekki er skemmtilegt. Í minni heimabyggð var og er slíkt kallað hentistefna og eitthvað þaðan af verra sem ég ætla ekki að týna til hérna.

Jákvæð tímamót

hordursjalfur's picture
að er gaman að standa á merkum jákvæðum tímamótum. Þannig tímamót voru í mínu lífi síðastliðinn þriðjudag 27 júni þegar blásið var til fagnaðar í Hafnarhúsinu í Reykjavík og ástæðan var að ný lög um réttarstöðu okkar samkynhneigðra tóku gildi. Og það var dáldið einkennilegt að vera þarna viðstaddur því að Samtökin´78 sýndu fæst merki um að vera samkynhneigð. Þarna voru pólitíkusar að segja hvað þeir væru góðir og þessvegna líka góðir við okkur og formaðurinn tók undir það. Þetta var semsagt allt voða gagnkynhneigt og pínulítið stíft.

Umgengni í Austurbæjarbíói

hordursjalfur's picture
Austurbæjarbíó er merkileg bygging og nauðsynleg öllum, flytjendum og áheyrendum, að hafa til marvíslegs flutnings tónlistar og leiklistar.

Plötuverð

hordursjalfur's picture
Reykjavík 6. desember 2003.

Söngvaskáld - Geisladiskur

hordursjalfur's picture
Þann 4 apríl 2002 sendi Hörður Torfa frá sér disk sem kallast SÖNGVASKÁLD og hefur að geyma 12 lög hans við ljóð Halldórs Laxness auk eins erlends lags. Söngvarnir voru hljóðritaðir í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar á tímabilinu 17. janúar til 16. febrúar 2002 og sá Vilhjálmur einnig um útsetningar.
Allir þessir söngvar, og fleiri til, voru fyrst fluttir opinberlega á hausttónleikum Harðar sem hann hélt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1982 en þá tónleika tileinkaði hann Halldóri.

Hausttónleikar 2002

hordursjalfur's picture

Hinir árlegu hausttónleikar mínir verða haldnir í GAMLA BÍÓ ( Íslensku Óperunni ) eins og undanfarin ár. Þetta er 26. árið í röð sem ég held þessa tónleika og eru þeir orðnir fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur og víða í bæjarfélögum í kringum landið. Aðsókn að þessum tónleikum er orðin mikil og hægt verður að panta sér miða á tónleikana hér á heimasíðunni frá og með 8.ágúst. Því miður er ekki hægt að hafa númeraða miða.

Takk :)

hordursjalfur's picture

Þakka ykkur öllum sem senduð inn tillögur um söngva á væntanlegan geisladisk. Þetta hefur verið vinna mín undanfarið að velja og hafna og raða saman á diskinn. Þessari undirbúningvinnu er lokið og nú er unnið í hljóðveri að koma herlegheitunum saman og hanna umbúðir. Yfirumsjón hljóðvinnslu er í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Hönnuður hefur ennþá ekki verið ráðinn, en nokkrir koma til greina, og er verið að vinna í þeim málum þessa daga.Það verður EDDA miðlun og útgáfa, sem gefur út diskinn í samvinnu við mig.

Bergmál 71/02 - Undirbúningur

hordursjalfur's picture
Nú er öllum undirbúningi lokið við frágang safnplötu með úrvali söngva Harðar Torfa. Platan kallast BERGMÁL 71/02 og inniheldur sextán söngva. Platan mun koma út seinnihluta október mánaðar og mun Hörður tengja árlega tónleikaför sína um landið útkomu þessa disks. Fyrsti söngurinn á disknum er Bergmál og er að hluta endurunninn, Hörður söng hann að nýju. Síðan er röð söngvanna svona: Litli fugl, Blómið, Ég leitaði blárra blóma,Brekkan, Þú ert sjálfur Guðjón, Krútt og kroppar, Englaakur, Um hina heittelskuðu, Tveir sokkar, Bjössi, Lítil og saklaus, Við gröf Vatnsenda Rósu, Karl R.

Vortónleikar 2003

hordursjalfur's picture

Nú í apríllok 2003 hef ég lokið velheppnaðri tónleikaferð um land allt. Því miður komst ég ekki á alla þá staði þar sem fólk bað mig um að koma á með tónleikana. Ástæðan er að ég var aðeins einn mánuð hérlendis. En 28 tónleikar á 26 dögum telst ágætt.

Bergmál 71/02

hordursjalfur's picture

Þá er hún loksins komin á markaðinn platan sem margir hafa beðið eftir. BERGMÁL heitir platan með úrvali söngva Harðar Torfa. Á þessari plötu er að finna 14. af þekktari söngvum hans auk tveggja nýrra. Það gefur auga leið að eftir jafn langan og gæfuríkan feril þá rúmast ekki allir bestu söngvar Harðar Torfa á einni plötu og þessi því aðeins sú fyrsta af þremur. Þessi plata er kjörin fyrir þá sem lítt eða ekkert þekkja til verka Harðar því hún gefur góða innsýn inn í hugarheim hans, lífsviðhorf, efnistök og stíl.

Syndicate content