1961-1970

1970

# Ég lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. 
# Ég teiknaði og smíðaði leiktjöld og valdi búninga í útskriftarverkefnin ásamt að leika í tveimur þeirra; Eitt pund borðiðSælustaður sjúklinganna ( Rauði Trefill ) og Helreiðin ( Bartley). 
# Ég lék í söngleiknum Fiðlaranum á þakinu fram eftir sumri.
# Kom oft fram í Þjóðlagaklúbbnum Vikivaki í Tónabæ. 
# Um sumarið tók ég upp mína fyrstu hljómplötu hjá SG hljómplötum: Hörður Torfason syngur eigin lög
#  Íslenska sjónvarpið gerði 25 mínútna þátt þar sem ég flutti lög af væntanlegri plötu. 
# Um sumarið vann ég hjá " Light nights " leikhúsinu á ensku. Þar sá ég um alla tónlistarhlið sýningarinnar og stofnaði tríóið „Þrír undir sama hatti ". Í því voru auk mín Sverrir Ólafsson og Moody Magnússon. Tríó þetta kom einnig fram á ýmsum skemmtunum víða um landið það sumar.
# Þetta ár starfaði ég líka sem ljósmyndafyrirsæta. 
# Ég lék hjá Þjóðleikhúsinu um haustið fram í desember.

1967 - 1968 - 1969

# Ég var farinn að spila söngva mína annaðhvort einn míns liðs eða ég fékk aðra með mér. Ég kom oft fram í Þjóðlagaklúbbnum Vikivaki í Tónabæ. 
# Allt sumarið 1967 undirbjó Ævar mig fyrir inntökupróf fyrir leiklistarskóla Þjóðleikhússsins og um haustið komst ég þar inn. 

# Ég lék og dansaði í eftirtöldum leiksýningum Þjóðleikhússins frá 1967 til 1973: 
Þrettándakvöld. ( Hirðmaður. ) Íslandsklukkan. ( Hrossastrákur á þingvöllum.) Brosandi Land. ( Dansari o.fl.) Síglaðir söngvarar. ( Glaður gestur,nautið Napóleon o.fl.) Fiðlarinn Þakinu. ( Fyedka.) Mörður Valgarðsson. ( Ýmis smá hlutverk ) Höfuðsmaðurinn frá Köpernik. ( Deltzeit + hermaður+dansari) Oþelló. ( Farmaður og hljóðfæraleikari ) Túskildingsóperan. ( Betlari og lögreglumaður.) Glókollur. ( Prinsinn af Hóenhó ) Indjánar ( Jesse James og indjánadansari ) Kabarett ( Dansari ) Hafið bláa hafið ( Diegó.) 
# Ég vann í sjálfboðastarfi ýmis störf hjá Leikfélaginu Grímu í Tjarnarbíói á námsárunum. 
# Á námsárunum vann ég á auglýsingateiknistofu hjá Sverri og Heiðu á Laugarvegi 87. 

1966 

#   Ég vann hjá Silla og Valda á Rauðarárstíg. Haustið 1966 skráði ég mig á vetrarlangt framsagnarnámskeið í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran.  Rétt eftir áramótin hvatti Ævar mig óspart til að sækja um í leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem ég og gerði. 

1961 – 1965

# Næstu ár vann ég sem verkamaður, einkabílstjóri, málaranemi, verslunarmaður, lyftaramaður, þjónn, háseti og á síldarplani á Breiðdalsvík. Ég var byrjaður á þessum árum að troða upp með söngva mína hér og þar sem ég fór um. Stundaði dansnám hjá Dansskóla Hermanns Ragnars og Djassballettskóla Báru.

1961

# Ég lauk gagnfræðaprófi frá verslunarsviði Gagnfræðaskóla Austurbæjar.