Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Plötuverð

hordursjalfur's picture
Reykjavík 6. desember 2003.
Við sem stöndum í plötuútgáfu erum að kveinka okkur yfir því að fólk afriti diskana okkar! Skífan er ekki að hika neitt frekar en fyrri daginn og spennir upp verð geisladiska svo margir þeirra kosta vel á þriðja þúsund krónur. Nota bene spenna ólöglega  upp verð verð geisladiska hjá þeim sem þeir líta á sem samkeppnisaðila, það er að segja sjálfstæðra útgefanda. 
Ég stend í baráttu við söluaðila með nýja diskinn minn, Eldssaga. því þeir virðast nota einkenilega aðferð og hafa ákveðið með sjálfum sér að selja diskinn minn á kr. 2.399 og ég fæ því alls ekki breytt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Diskurinn kostar þó ekki meira út af lager en svo að með réttri álagningu á hann að kosta 1.990 út úr búð.  
Lengi megum við sjálfstæðir útgefendur berjast við við þessar ómaklegu kúgunaraðferðir dreifingar og söluaðila  Skífunnar. Ég sé að Skífan hefur lækkað í verði marga nýja geisladiska sína. Lækkað þá úr 2.399 niður í 1.699! Svona á að fara að því að láta kúnnann halda að hann sé að spara mikið. Og mikið rétt kúnninn sparar mikið á svona kaupum og kaupir því ekki diska sem kosta 2.399! 
Þrautargangan virðist aldrei ætla að enda í Skífulandi.
Kveðja, Hörður Torfa