• 03. Dec - 06:05 Haldið til haga

  Sagt er að þeir sem ekki læra af sögunni séu neyddir til að endurtaka hana. En það má líka benda á að sumt fók sem taka að sér að endurskrifa söguna stjórnist oft af hatri, heift og undarlegum vilja til að sveigja hana að eigin þótta, þvert á allar staðreyndir. Oft hefur líka verið bent á að það sé verulegur kostnaður fyrir samfélög að leiðrétta sögu sína.

  Það er ekki fyrr en í 30 ára afmælisblaði S´78 sem ég sá að Veturliði Guðnason (VG) heldur því fram að aðstandendur Iceland Hospirality (IH) hafi myndað með sér samtök. Þetta kom mér og öðrum eftirlifandi stofnfélögum Samtakanna ´78 (S´78) mjög á óvart, vægast sagt. Samkvæmt okkar bestu vitund var IH pósthólf sem olli talsverðum skjálfta á meðal homma í Reykjavík.

   

 • 05. Nov - 12:46 Það kemur nótt

   

  veröldin er margslungin og mönnum flókið stef
  hver morgun reynist flestum vera upphaf og nýtt skref
  en sumum erfið afleiðing því vani er sú vá
  sem vegur að þeim fyrir að fylgja sínu eðli ...
 • 05. Sep - 08:14 þú

  þú

   

  um heimsins ástand þú skilaboð þín skrifar

  til að skerpa lífs þíns ...

 • 03. Aug - 12:03 1 ágúst 1975

  Í dag 1 ágúst 2019 eru liðin nákvæmlega 44 ár frá því að örlagaríkt viðtal birtist við mig í tímaritinu Samúel. Viðtal sem hóf djúpristandi hugarfarsbreytingar hjá heilli þjóð...

 • 27. Nov - 19:26 Nokkrar veigamiklar dagsetningar úr lífi mínu sem aðgerðarlistamaður.

  Sagan skilur eftir sig spor, staðreyndir sem við verðum að kunna að lesa rétt í. Samhengi hlutanna skýrir söguna, augnablikið, ástandið, gjörninginn, framvinduna, breytingarnar. Á námsárum mínum í leiklist (1966-1970) velti ég mikið fyrir mér tilgangi listamannsins í samfélaginu og komst...