Greinar / Articles

Hér í þessum flokki er að finna greinar sem ég hef skrifað, eða viðtöl sem hafa verið tekin við mig og ræður sem ég hef flutt við ýmis tækifæri. Til að lesa er bara að skrolla niður. :)

# Ræða haldin í Iðnó, mánudagskvöld 12.september 2011
# Þakkarræða til Siðmenntar 4. nóv.2010
# Ræða haldin á Ingólfstorgi Laugardaginn 11. september 2010.
# Ræða haldin við skólaslit Hringsjár miðvikudaginn 12. mai 2010.
# Spurt og svarað.Viðtal. Miðjan.is - 26. febrúar 2010 
# Heiðurstónlæeikar -Viðtalí Morgunblaðið 10 sept. 2008.
# Gamalt Manifesto
# Að vera söngvaskáld - Hugleiðing í júni 1998
# Hver er Hörður Torfa? - Hugleiðing. Mai 2002
# Kirkjan - Hugleiðing í nóvember 2005
# Sagan um fuglinn - 2000
# Opið bréf til Þorgerðar Katrínar - 2004
# Vajont - Samantekt um spillingu 

-------------

Ræða haldin á borgarafundi um nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrársfélagsins í Iðnó, mánudagskvöld 12.september 2011

 

Komiði sæl. 

 

Ég þakka ykkur, sem að þessum fundi standið, fyrir að hafa boðið mér hingað.Ég vil taka fram og undirstrika að ég mæti hér sem einstaklingur óháður stjórnmála og trúarflokkum. Ég hef í meira en 4 áratugi starfað á meðal ykkar sem listamaður og mannréttindasinni og hef þá sýn að mér beri að gagnrýna alla misnotkun á valdi. Ég hef beitt mér í aðkallandi málefnum gegn ríkjandi valdhöfum og hugsunarleysi þegar mér hefur þótt þörf á og getað.  Það sem ég vil segja við ykkur hérna er þetta:

 

Ég á mér engan draum, heldur sýn hins vakandi manns. 

Vakandi, um eigin velferð vel meðvitaður um að ég er ekki einn í þessum heimi. 

Vakandi, og vitandi að einstaklingur eða hópur sem fær vald mun fyrr eða síðar misnota það ef hann hefur það of lengi og gagnrýnislaust.

Vakandi, því á meðan ég lifi vil ég eiga gott líf og deila samskonar kjörum með öðrum mönnum. 

Vakandi til að rísa upp gegn miskunarlausum áróðri og yfirtöku fárra á auði allra.

Vakandi til að ræða við aðrar manneskjur um það sem okkur er öllum fyrir bestu.

Vakandi til að skilja að hver og einn einasti einstaklingur á sinn hluta í því kerfi sem við höfum komið okkur á fót  og eigum og okkur ber skylda til að nota til góðs en ekki eyðileggja. 

Vakandi og vel vitandi að þegar það kerfi sem við lifum við er komið að fótum fram og gerir ekkert annað en að hneppa okkur í þrældóm þeirra fáu sem hafa náð kerfinu á sitt vald – þá ber mér skylda að taka þátt í að skapa eitthvað betra.

Vakandi til að brýna fyrir mönnum að sá sem aðhyllist frelsi og jöfnuð verður að þora að sýna andlit sitt, rísa á fætur og  andmæla ofríki með friðsamlegum rökföstum aðgerðum og orðum.  

Vakandi og vitandi að á stundum verð ég að gera hlutina einn. Því reynslan hefur kennt mér að ég verð aldrei einn mjög lengi.

 

Ég á mér engan draum, heldur vilja þess manns sem er tilbúinn að taka þátt í verkefnum sem skapa jöfnuð og verja rétt hvers og eins. 

Ég á mér engan draum, heldur þá sýn að hverju samfélagi ber ótvíræð skylda til að umfaðma alla en ekki aðeins fáa. 

Ég á mér engan draum, heldur sýn þess manns sem vill taka fulla ábyrgð á orðum sínum og athöfnum og þorir að fara með vald og skila því aftur þegar sameiginlegu og settu marki er náð. 

 

Takk fyrir mig.

Hörður Torfa

 

--------

Þakkarræða til Siðmenntar 4. nóv.2010

 

Ágæta samkoma.

 

Ég vil þakka þennan heiður og þá viðurkenningu sem mér er veitt hér í dag. Hún er vel þegin og er meira en klapp á kollinn því hún kemur frá samtökum sem ég ber mikla virðingu fyrir og þyki vænt um. 

 

Á þeim 40 árum sem ég hef starfað sem listamaður hef ég nokkrum sinnum blandað mér í þjóðfélagsmál á opinberum vettfangi einfaldlega vegna þess að réttlætikennd minni hefur verið misboðið í þau sinn. Sem einstaklingur, hluti af heild sem verið er að misnota og beita valdníðslu, hef ég risið upp og skorið mig úr daglegri værukærð og umræðu með framkvæmd. Sett mér markmið og unnið að þeim ákveðið og linnulaust og þegar þeim hefur verið náð hef ég kvatt. Í öllum tillfellum hef ég reynt að virkja annað fólk og skilja eftir hóp héldi sem starfinu áfram. Það hefur þó ekki alltaf tekist, því miður. Ég hef lagt áherslu á málefnalegt starf og hef ekki sóst eftir valdastöðu. Ég álít að starf listamanna sé öðrum þræði að veita öllu valdi viðnám og heilbrigða gagnrýni og halda vöku um réttindi almennings, svo einfalt er það mál..

 

Við menn verðum á stundum að þora meiru en okkur langar til einfaldlega vegna þessa að sjálfsvirðing okkar og réttlætiskennd krefst þess og líf okkar í húfi. Þessvegna erum við t.d. stödd hér í dag. 

 

Tilgangur minn hefur alltaf verið að stuðla að opnu og víðsýnu samfélagi manna þar sem sanngirni, samstaða og gagnkvæm virðing ræður ríkjum og þannig hef ég og Siðmennt  verið samstíga.  

 

Margir vilja kalla mig mótmælanda en ég hef bent fólki á að slíkt sé af og frá því ég er einfaldlega meðmælandi um betra líf okkur öllum til handa og slíkt verður ekki gert þegjandi og átakalaust.

 

Laun fyrir baráttu, frelsis, ástar og réttlætis eru betri lífsskilyrði fyrir allar manneskjur. 

Slík barátta verður að vera vel undirbúin og fylgin sér. Að hún nái settu marki og án alls ofbeldis. Því mér er það staðreynd að ofbeldi kallar á ofbeldi og ofbeldi leysir aldrei vanda heldur eykur hann. 

 

Ég get hjartanlega tekið undir þar sem stendur í stefnuskrá Húmanista þar sem segir:

Við veljum bjartsýni en ekki svartsýni, von en ekki örvæntingu, lærdóm en ekki kreddur, sannleika en ekki fáfræði, gleði en ekki sekt eða synd, umburðarlyndi en ekki ótta, ást en ekki hatur, samúð en ekki eigingirni, fegurð en ekki ljótleika og skynsemi en ekki blinda trú eða afneitun rökréttrar hugsunar.

 

Siðareglur okkar manna eru oftast óskráður sáttmáli á meðal og á milli okkar því þær liggja í vitund okkar sem mannleg reynsla gegnum árþúsundin. Á þeim byggjum við síðan að mörgu leyti lagareglur okkar. Undir öllum kringumstæðum verðum við menn að virða þann ósýnilega sáttmála. Því ef ekki, hvað yrði þá  um réttlætið, ástina og frelsið? 

Ástina sem er kjölfesta okkar manna í vellíðan og skilvirkni.

Frelsið sem er að geta tekið ábyrgð á athöfnum okkar og orðum og lifað án ótta.

Réttlætið sem er jafnvægið manna á milli.Virðing fyrir hver öðrum og samvinna.

 

Lífsskoðunarfélagið Siðmennt er tvítugt á þessu ári og full ástæða að óska félagsskapnum til hamingju og langra lífdaga. Takk fyrir mig.

 

-------- 

Ræða haldin á Ingólfstorgi Laugardaginn 11 september 2010.

Komiði sæl. Ég vil byrja á að þakka þeim sem að þessari göngu og þessum útifundi standa. Þetta er lofsvert og nauðsynlega framtak.

Við erum hér samankomin til að mótmæla ofbeldi og fordómum.

Fordómar hafa alltaf verið til og munu halda áfram að vera til. Við höfum þá öll í mismunandi ríkum mæli og mismunandi lengi. Flest okkar vinna bug á þeim þegar við við verðum vör við þá í okkar fari. Fæst okkar leyfa þeim að stjórna lífi okkar. Áhrifaríkasta leið okkar til að sigrast á fordómum er í gegnum umræðu, skoðanaskipti, upplýsingu og þekkingu. Fólk sem lætur stjórnast af fordómum tekur gjarna upp á því að nota ofbeldi gegn þeim sem fordómar þeirra beinast að. Þeir ógna öðru fólki leynt og ljóst.

Þess er krafist að þeir sem fyrir ógnunum verða beri sönnunarbyrðina. En það geta þeir sjaldnast því þeir sem stunda það að ógna fólki eru oft mjög útsmognir. Og sá sem verður fyrir barðinu á ofbeldismanninum veit aldrei hvar eða hvenær hann leggur til atlögu. Og oft á tíðum veit hann ekki hver ofbeldismaðurinn er. Slík staða veldur miklu óöryggi og kvíða.

Hvernig á maður til dæmis að vita hvað ein símhringing inniheldur. Þú svarar þegar síminn hringir og þú heyrir rödd sem umsvifalaust tilkynnir þér að þú sért hér eftir hvergi óhultur neinsstaðar á landinu. Á þig muni verða ráðist einn dag og þú barinn til óbóta, eða eitthvað verra. Eða jafnvel fjöldskyldumeðlimi þína og þeim misþyrmt svo illilega að þeir munu aldrei bera þess bætur. Síðan fylgja venjulega viðbjóðslegar haturslýsingar á útliti þínu, litarhætti eða kynhneigð eða hverju einu sem stjórnar geðsveiflum ógnandans. 

Um miðja nótt er ráðist á húsið þitt og það stórskemmt á mjög fagmannlegan hátt. Allar rúður brotnar, skorið á sjónvarpskapal og dyrabjalla mölbrotin, jafnvel málningarslettur um allt. Blóm troðin niður og tré og garðhúsgögn brotin.

Það er aftur og aftur ráðist á bílinn þinn hann rispaður og jafnvel dældaður og það er hleypt ítrekað úr dekkjunum. 

Slík tjón veldur skaða uppá hundruðir þúsunda sem er reyndar lítið miðað við það tilfinningalega álag og áfall sem slíkar ofsóknir valda.

Ekkert hægt að sanna, engar tryggingar borga slíkt. Þú verður að bera tjón þitt í hljóði. Og það sem kannski er allra verst er að fólk í kringum þig á erfitt með að trúa að þetta gerist. Gefur jafnvel í skyn að þú getir sjálfum sér um kennt. Sennilega hefurðu gefið einhverjum aðilum ástæðu til að haga sér svona.

Fólk hirðir lítið um að ræða slík mál og fer undan í flæmingi og segist ekki hafa tíma til að tala um svona hluti. Slíkt fólk þekkir ekki né skilur þann djúpstæða ótta og óöryggi og  sársauka sem fylgir áfalli þeirra sem fyrir ofbeldi verða. Sá sem verður fyrir ógninni getur í hæsta lagi beðið lögregluna um að koma og taka skýrslu. En hvað hjálpar það að láta gera skýrslu þegar ekkert annað er gert?  

Það sem gerist eftir slíkar langvarandi ofsóknir er að sá ofsótti getur hvergi slakað á. Hann er fullur af ótta og óöryggi um sig og sína. Honum er jafnvel ýtt út í horn og gerður að hornreku af því að hann er kominn með ofsóknirnar á heilann, segja aðrir menn yppta öxlum og segja að hann sé með fóbíu.

Fórnarlömb ofbeldis vita að svarið liggur ekki í að svara fyrir sig með ofbeldi. Fordómar beinast að útliti, uppruna, kynhegðun, tungumáli eða menningu og trúarbrögðum. Við getum flokkað þá í tvo megin hópa:

Sýnilegir fordómar;

Líkamlegt og andlegt ofbeldi. Þeas. barsmíðar og ljótt orðbragð 
Opinber andúð í riti og tali.
Greinileg mismunun í lögum eða stjórnsýslu.

Ósýnilegir fordómar;

Þegar fólk meðvitað eða ómeðvitað sniðgengur þann ofsótta.

Við getum spurt; hvað veldur því að ofbeldishneigðir einstaklingar upphefja sjálfa sig á kostnað annarra? Þessu skulum við velta fyri rokkur en við skyldum fyrst og fremst vera ákveðin í að taka slíkri hegðun aldrei þegjandi.

Frjáls er aðeins sú manneskja sem tekur fulla ábyrgð á orðum sínum og hegðun. – Og frjáls viljum við öll vera.

Það er hlutverk okkar allra að tryggja það að hver og ein einasta manneskja njóti öryggis í því umhverfi sem hún býr í. Hvert þjóðfélag samanstendur af mörgum ólíkum minnihlutahópum og þeir verða að standa saman um jafnan rétt allra, ekki aðeins sumra.Þá fyrst er það samfélag. 

Þeir einstaklingar sem ég hef rætt við, og vitað er að hafa beitt ofbeldi, eiga allir það sameiginlegt að fara oftast leynt með það og vilja ekki ekki gangast við gerðum sínum og þverneita fyrir að vera ofbeldisfullir eða kynþáttahatarar. En þegar gengið er á þá í samræðum þá veltur uppúr þeim órökstutt bull fullt af hatri, reiði og mannfyrirlitningu í garð þeirra sem óánægja þeirra beinist að. - Sameinumst um að leyfa slíkum manneskjum ekki að vera í friði og ræðum við þær.

Það eru til fjölda góðra fyrirmyndaborga um allan heim þar sem fólk af ólíkum uppruna og með ólík lífsviðhorf lifir góðu lífi saman af því að fólkið og yfirvöld eru ákveðið í því – bætum Reykjavík í þann borgarhóp – og það gerum við með sameiginlegu átaki og ásetningi um að virða hvert annað en fyrst og fremst okkur sjálf. Og við erum á góðri leið.

Leiðin til þess er í gegnum opna og heiðarlega umræðu.  

Takk fyrir mig. 

--------- 

Ræða haldin við skólaslit Hringsjár miðvikudaginn 12 mai 2010. (hringsja.is):

Sundurlaus orð og hugsanir.

Komiði sæl.

Þakka ykkur hjartanlega þann heiður að bjóða mér hingað til að ávarpa ykkur á þessum mikilvægu tímamótum í lífi ykkar.
Jú, ég er oft kenndur við baráttu og það er satt, líf mitt hefur einkennst af opinberri baráttu fyrir réttindum mínum og þá um leið annarra. Ég vinn útfrá samvisku minni og réttlætiskennd. Ég segi það satt að ef það er hugrekki að skjálfa og svitna, vera fullur af efa um eigið ágæti, kvíðaköstum, andvökunóttum og stöðugt þurfa að vera að stappa stálinu í sjálfan sig til að halda áfram gegn ranglætinu og heyra í sífellu úrtöluraddir sem vilja meina að ég sé fyrst og fremst að kalla eftir athygli fyrir sjálfan mig, þá skil ég hvað meint er með orðinu. En að lifa þegjandi við óréttlæti er að sættast við það og slíkt er mér óbærilegt. 

Ég hef aldrei barist fyrir því að taka eitthvað af öðrum heldur gegn þeim sem hafa viljað taka eitthvað frá mér. Ég vil einfaldlega fá að vera sá sem ég er og njóta lífsins í fullri samvinnu við aðra, án ofbeldis og yfirgangs, og ég ætlast til þess sama af öðrum. Og það hefur ekki alltaf verið auðvelt. En staðreyndin er samt sú að það eru fleiri ánægjustundir í lífinu vegna þess að maður hefur fyrir því og því á maður aldrei að gleyma.

Ég glaður og stoltur að fá að vera hérna á meðal ykkar. Ykkar sem sækið gegn stormum tilverunnar. Ykkar sem réttið úr bakinu og takist á við lífið. Aukið þekkingu ykkar og styrkið eigin mátt og getu. Það er leiðin til betra lífs. Það er ekkert til sem heitir fyrirhafnarlaust líf. 

Áföll fylgja lífinu. Nokkrum sinnum hef ég glatað aleigunni, ofsóttur leynt og ljóst, verið svikinn af öðru fólki, og oftar fengið að heyra úrtölur en hrós og hvatningu, svo sannarlega hef ég þurft að hafa fyrir lífinu. En það hefur ekkki svipt mig ekki trúnni á lífið heldur þvert ámóti. mótlæti gefur lífi mínu gildi. Þeirri vissu má ég ekki og vil ekki glata. Og þessvegna geri ég mér far um að hugsa jákvætt, skoða stöðu mína vel, taka afstöðu og framkvæma. 

Hver hefur sagt að lífið eigi að vera fyrirhafnarlaust? Ég er nokkurveginn viss um að fyrirhafnarlaust líf er leiðinlegt líf. Það eru einmitt átökin, glíman við lífið sem gefur því gildi, glíman við eigið líf. Mynda sér verkefni og framkvæma þau. Eitt á dag er sigur.

Skrifa niður lista verkefna. Hvað maður þarf og vill gera. Síðan er að vinna eftir listanum, ekki nauðsynlega í þeirri röð sem maður skrifar þau niður heldur þau sem liggja best fyrir hverju sinni að leysa. Láta ekki lengd eða magn listans slá sig út af laginu heldur strika yfir hvert afgreitt atriði og taka á því næsta.   
Það er veigamest að ræða málin við aðra og leita útgönguleiða, upplýsinga. Skapa samstöðu til að styrkja sjálfan sig og um leið aðra. Með því að hjálpa sjálfum sér þá hjálpar maður öðru fólki. Og að hjálpa öðrum gefur manni kraft. 
Ég tala jafnt til ykkar allra sem hér eru; nemendur, kennarar og annað starfsfólk. Samkenndin og samhjálpin eru ein öflugasta leiðin sem við menn eigum á leið okkar til betra lífs. Þar er leiðin frá óhamingju og örvæntingu. Leiðin til sigurs og góðs árangur. Og sú leið er full af átökum, samtölum, skoðanaskiptum og þekkingarleit. Og leiðarljósið á þeirri ferð er alltaf að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann sjálfan. 

Þegar við hættum að kenna öðrum um ófarir okkar þá fyrst verður okkur ágengt með eigin hamingju vegna þess að þá förum við að taka ábyrgð á eigin lífi, orðum og athöfnum okkar.  Sá einn er frjáls sem tekur fulla ábyrgð á orðum sínum og athöfnum. Og munum að það er ósköp mannlegt og eðlilegt að gera mistök og það er um að gera að bæta fyrir þau um leið og maður gerir sé grein fyrir þeim. 

Það er oft erfitt að vera bjartsýnn og taka mótlæti, erfitt að heyra háðsglósur og niðurlægjandi athugasemdir. En illkvittnar athugasemdir lýsa þeim sem bera þær fram fremur en þeim sem er verið að lýsa.

Við erum ekki frjáls nema taka ábyrgð. Við upphefjum okkur ekki með því að niðurlægja aðra.  Við eigum aðeins eitt líf og því ekki að fara eins vel með það og maður getur? Og það sem er svo mikilvægt; að hjálpast að, deila.

Ég var um margra ára skeið alinn upp í húsi sem var kallað Lúsaborg og það kom fyrir að einhver krakkinn var að niðurlægja mig og sagði að ég ætti heima í Lúsaborg og væri lúsugur aumingi. Mamma kenndi mér það að brosa á móti og svara glaðlega; já ég veit það og ég er prinsinn af Lúsaborg,

Úrtölur annarra fylgja manni stanslaust eins og nótt og dagur. Það eru raddir annarra og það er um að gera að hlusta á þær, vega og meta. En að hugsa með hjartanum, leyfa sér að finna til, bæla ekki tilfinningar sínar og láta ekki skap sitt bitna á saklausum og þora að leita álits annarra er nauðsyn vilji maður standa í á eigin fótum.  

Maður  getur ekki verið neitt annað en það sem maður er. Hafiði velt því fyrir ykkur hverslags manneskja það er sem er ekki hún sjálf?  Að sættast við sjálfan sig og haga lífi sínu samkvæmt því er grunnurinn að góðu lífi. Hver sem þú ert þá ertu ekkert annað. Og svo lengi sem þú beitir ekki annað fólk ofbeldi og samþykkir ekki ofbeldi frá öðrum gagnvart þér né öðrum þá ertu á réttri leið.

Við erum hér í dag til að fagna mikilvægum áfanga í lífi ykkar og ég er þakklátur fyrir að fá að vera hér með ykkur og deila þessari ósviknu gleði með ykkur og óska ykkur innilega til hamingju og hvet ykkur til að halda ótrauð áfram.  

Takk fyrir mig. 

------------------ 

Þetta er viðtal sem birtast við mig á vefmiðlinum Miðjunni.is. Viðtalið tók Þórdís Gísladóttir. 

Hvernig er hefbundinn vinnudagur hjá þér?

Frá því að ég vakna og þangað til að ég sofna. Sem sjálfstæður listamaður er afkoma mín háð framlagi mínu og  útsjónarsemi og það leiðir til þess að ég er sívinnandi. Og ég geri vinnu mína skemmtilega, nærandi og hvetjandi. Gæti þess vel að festast ekki of lengi í einu yfir einhverju, heldur ríf mig frá því og sinni öðru inn á milli.  

Hvert tímabil eða auðvitað sterklega litað af verkefni mínu hverju sinni. Tónlistar og textasköpun. Upptökutímabil. Mótmælastímabil. Leikstjóratímabil... osfrv.   

Ég skrifa sem mest snemma á morgnana á hverjum degi. Eftir morgumat fer ég í leiðréttingar á texta. Síðan eru fram til hádegis gítaræfingar og/eða semja og ganga frá laglínum við söngtexta. Svo er að svara síma og netskeytum. Hádegismatur. Heimsæki eða hringi í aldraðan föður minn. Bréfaskriftir, húsþrif, fataþvottur matarinnkaup og fundarhöld venjulega fram eftir  degi og síðan ræktin í ca. tvo tíma amk. 4 daga í viku. Kvöldmatur. Ef engin sérstaklega aðkallandi verkefni liggja fyrir eyði ég kvöldinu í uppbyggjandi félagsskap, bæði innan og utandyra og oftast og auðvitað með sambýlismanni mínum.

Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill strákur?

Ég hef aldrei séð mig í hillingum sem eitt eða annað, hvorki þegar ég var barn eða eftir að ég varð fullorðinn. Draumar mínir súast meira um verkefni mín, hverju sinni, heldur en mig sjálfan. Vinir mínir skamma mig stundum fyrir að sinna ferli mínum og ímynd ekki nóg. En ég svara því til að það verði nægur  tími til að horfa í baksýnisspegilinn þegar ég verð kominn í ruggustólinn. Ég er jarðbundinn maður, eins og sagt er, fylgi og aðlagast verkefni mínu hverju sinni í takt við þróun þess. Og þegar einu líkur tekur það næsta við. Óneitanlega hefur eðli mitt hneigst að listsköpun, endurnýjun og áhuga fyrir umhverfi mínu.    

Hvað er listamannalíf og hvernig starfar þú?

Þar sem ég er listamaður að mennt í fullu starfi sem slíkur hlýtur líf mitt að teljast listamannalíf. Það er þó all fjarri draumkenndum goðsögum um villt og ábyrgðarlaust skemmtanalíf listamanna eða slæpingjahátt. Listamannalíf, eins og ég upplifi það, er kröfumikið og ábyrgðarfullt starf. 

En það má skipta starfi listamanna niður í margvíslegar deildir. Mest áberandi deildin er vafalaust sú sem sækist eftir vinsældum og kallar mikið eftir allri athygli. Sú deild er líka að mestu háð umboðsmönnum og fjársterkum fyrirtækjum og auðvitað tísku hverju sinni. 

En ég tilheyri hljóðlátu deildinni sem kemur stundum í fréttirnar en sækist ekki sérstaklega eftir því. Verkefni mín eru oft mjög lengi í vinnslu og þau eru laus við alla sýndar og auglýsingamennsku eða samkeppni og sanna gildi sitt oftast löngu eftir að ég hef kvatt þau. Ég nota tiltölulega litla peninga í auglýsingar. Ég hef rekið heimasíðu hordurtorfa.com síðan 1995 og í gegnum hana er ég í sambandi við fólk um allan heim og kem verkum mínum þar á framfæri.

Mitt líf hefur einkennst af einbeittri og agaðri vinnu. Vinnu sem kallar á mikla þolinmæði og markvissa framsetningu. Það er oft á tíðum misskilið og vanþakklátt starf en það er nauðsynlegt fyrir heildina. Mitt viðhorf er að listamenn eiga að vera gagnrýnir á umhverfi sitt og valdastofnanir og beita sér fyrir því að gera heiminn ögn skárri í dag en hann var í gær. Og ég er ekki að tala um orðaflaum því án verknaðar reynast orðin innihaldsrýr.

Ég set mér markmið, undirbý þau vel og vinn skipulega að þeim og þegar þau hafa náðst hefst ég handa við að móta ný. Sum fara leynt önnur vekja athygli. 

Sem listamaður hef ég unnið sjálfstætt í nærri 4 áratugi og ekki verið á framfærslu fyrirtækja. Í mínu tilfelli er það ákaflega veigamikið að ég haldi sjálfstæði mínu í hvívetna og starfi ekki fyrir stjórnmála- né trúarflokka né neina hagsmunaaðila nema almenning. 

Tekjur mínar koma eingöngu fra sölu tónlistar minnar og af tónleikahaldi. Ég hef rekið mig sem skuldlaust ábyrgðarfullt fyrirtæki. Þar sem vinna mín sem listamaður snýst að mestu um mannréttindi og að skapa heildinni betri lífsskilyrði hef ég aðeins sóst eftir styrkjum frá ríki eða borg til að styðja við verkefni mín. Tvisvar fengið hálfsárs listamannalaun og einu sinni hálfsárs styrk frá Reykjavíkurborg á mínum 40 ára ferli. 

Tekst þér að lifa eingöngu af listinni?

Já, í dag lifi ég eingöngu af list minni. Þar er oft flóð og fjara svo aðgætni í fjármálaum er mjög sterk hjá mér. Hvað peningana varðar þá hef ég aldrei haft öðruvísi auaráð en þau að ég hef alltaf safnað í  verkefnin sem ég er að vinna að áður en ég hefst handa og ekki skuldað neinum neitt þegar ég hef lokið þeim. Stundum hef ég þurft að fara í verkamannavinnu eða skúringardjobb til að greiða upp skuldir en það hefur aðeins aukið á fjölbreytni lífs míns og gefið mér efni í söngva. Líf listamanna tengist oft millilliðum sem taka að sér að miðla og selja verk okkar. Þessir aðilar geta oft brugðist og tap listamannsins getur þá numið milljónum. En síðastliðin 20 ár hef ég eingöngu lifað á list minni.

Ef þú hefðir allann þann tíma og allan þá aura sem þú teldir þig þurfahvernig bók myndirðu skrifa/leikverk myndirðu setja upp/plötu myndirðu gera?

Mér er meinilla við draumóra og svara spurningunni frekar með þvi að benda á hvað ég hef gert.  

Lífið er tími og litið til baka þá hef ég nýtt mér tíma minn eftir bestu getu hverju sinni og samið tónlist og texta á tveim tugum hljómplatna sem ég hef gefið út sjálfur og á öll réttindi á. Unnið að nokkrum kvikmyndum, skrifað nokkur leikrit, komið að gerð nokkurra bóka, staðið fyrir óteljandi tónleikum víðsvegar hérlendis sem erlendis, hannað, málað og smíðað leiktjöld fyrir leikhús, samið ósköpin öll af tónlist og textum fyrir leikhús, málað óteljandi vatnslitamyndir, hannað lýsingar og búninga, skipulagt og staðið fyrir nokkrum mótmælum, skipulagt og staðið að stofnun félagssamtaka. Og gert nokkur hundruð útvarpsþátta tengda tónlist og þróun hennar.   

Er einhver tónlist sem þú hlustar á í laumi?

Nei. Mér er meinilla við allt laumuspil og geri mér far um að ganga hreint til verks.Öll tónlist er í eðli sínu áhugaverð og fjölbreytt en maður verður líka að vera upplagður fyrir hana hverju sinni.  

Hvaða fólk finnst þér vera að gera góða hluti á Íslandi í dag?

Hin sístækkandi hópur íslendinga sem er að átta sig á að til að reisa þjóðina úr rústum fjárhagslegrar gjöreyðingarstefnu siðleysingja þarf að taka til hendinni og það verður aðeins gert án politísks skotgrafahernaðar. Eftir sundrungina er loks að rofa til og fólk að byrja að skilja nauðsyn samstöðunnar ef við eigum að lifa þetta af með reisn sem þjóð. Þetta er fólkið sem kallar eftir heiðarlegu uppgjöri við fortíðina og nýjum samfélagssáttmála, nýrri stjórnarskrá.

Og að lokum: Langaði þig aldrei að gefast upp í búsáhaldabyltingunni? Féllust þér aldrei hendur í baráttunni og datt þér aldrei í hug að pakka bara saman og stinga af til útlanda?

Það hvarflaði aldrei eitt andartak að mér að gefast upp né að stinga af til útlanda. Oft var ég útkeyrður af þreytu og sú þreyta skilaði sér seinna í talsverðum veikindum eftir að mótmælunum lauk. Allan þann tíma sem ég stóð fyrir baráttufundunum á Austuvelli frá 11 okt. ´08 til 14 mars´09 var ég sívinnandi í kringum þá frá morgni til kvölds og alveg launalaust. Óneitanlega voru tímabil þar sem næddi um mig og reyndi verulega á mig og úrtöluraddirnar voru háværar. Átök fylgja slíkri vinnu og komu mér ekki á óvart. Ég hef áður lent í mótvindi í lífinu vegna baráttu minnar og er orðinn ansi sjóaður á ýmsum sviðum. Ég væri aumur og gagnslaus leiðtogi ef ég flýði og leiddi ekki málin til lykta eða léti bugast vegna meinfýsni og illgirni siðleysingjanna.  

Búsáhaldbyltingin svokallaða er alls ekki yfirstaðin. Hún skilaði miklum og jákvæðum áhrifum inn í samfélag okkar og víðar og gaf fólki von og fyllti það hugrekki. Núna ári seinna eru áhrif hennar að fjara út og þá er að koma að töku tvö sem mun fjalla um uppgjör og jákvæða uppbyggingu. Það er farið að sjóða í pottunum og steikingarfeitin á pönnunum er komin á suðustig líka. Eldhúsáhöldin hafa verið endurnýjuð með notkunareynslu þeirra fyrri í huga.  

Föstudagur 26,feb.2010 
Kær kveðja, Hörður Torfa

---------------

HEIÐURSTÓNLEIKAR

Hér birti ég óstytt viðtal sem Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður hjá Morgunblaðinu tók við mig10. september 2005.

Segðu mér fyrst af öllu frá hausttónleikunum þínum

Þeir verða að þessu sinni haldnir í 29. sinn í stóra sal Borgarleikhússins 16. september og núna verða haldnir tvennir tónleikar sama kvöldið þar sem árlega hefur alltaf verið stór hópur sem hefur ekki getað sótt þá vegna þess að það hefur verið uppselt. Þeir fyrri verða klukka 19.30 og þeir seinni klukkan 22.00. Í gegnum árin hafa þessir tónleikar undið upp á sig ekki með auglýsingaflóði heldur sjálfskapaðri aðsókn. Þarna  kem ég fram og tengist fólkinu í gegnum söngva mína og sögur og við skemmtum okkur saman. Oftast er ég einn á sviðinu allan tímann en svo hef ég stunduð haft með mér hljómsveitir eða nokkra hljóðfæraleikara til að krydda tónleikana. En margt fólk hefur bent mér á að það vilji helst hafa mig einan. Þannig sé ég bestur og eiginlega er ég sammála því enda hlýtur áratuga reynslan að ferðast um og troða upp einn að skila sér í gegn og allir söngvar mínir hafa orðið til í einveru.

Ég er forvitin að vita um samband þitt við aðdáendur þína, sem bíða eftir þessum tónleikum á hverju ári.

Margir virðast halda að ég sé að leika fyrir einhvern 500 manna hóp hér í Reykjavík sem mætir árlega á tónleikana mína en svo er ekki. Sama er að segja um fólk umhverfis landið. Auðvitað eru margir sem koma aftur en það er sífelld endurnýjun og hópurinn fer sístækkandi. Starfsfólk mitt fylgist vel með slíku og sagði mér frá því t.d. að í fyrrahaust hafi um helmingur áhorfanda verið nýtt fólk og það í yngra kantinum. Samband mitt við þetta fólk er gott og margt af því leitar eftir upplýsingum í gegnum heimasíðuna í ágústbyrjun til að vita hvenær tónleikarnir verði. Fólk drífur að víða bæði erlendis frá og utan að landi. Ég er með klúbb á heimasíðunni minni sem ég hef starfrækt í 10 ár, www.hordurtorfa.com. Þar hafa hundruðir skráð sig og fá alltaf upplýsingar sendar um hvað ég er að gera hverju sinni. Þetta fólk fær einnig forgang að miðakaupum talsvert áður en byrjað er að auglýsa tónleikana. Mín reynsla af því fólki sem sækir tónleikana mína er að það er opið og sjálfstætt hugsandi fólk með góðan skammt af kímni og glaðværð. Fólk sem getur hallað sér aftur og hlegið innilega að sjálfu sér. Áratugum saman hef ég líka farið umhverfis landið og haldið tónleika og þar er ég mun nær fólkinu þar sem ég stend oftast sjálfur í dyrum og sel inn og sel plöturnar mínar í hléi og eftir tónleikana. Þannig hef ég kynnst mörgu fólki og mér finnst notalegt að geta rætt við þetta fólk og heyrt skoðanir þess, hugmyndir og viðhorf. Ég hef eignast stóran hóp vina og kunningja umhverfis allt landið í gegnum tónlist og leiklist. Og svo þakka ég öllum þeim innilega fyrir öll bréfin og skeytin sem innihalda vangaveltur tónleika mína og einstaka söngva. Það skiptir mig miklu að fá viðbrögð á vinnu mína.       

Semurðu sérstaklega með þessa árlegu tónleika í huga, eða kemur tónlistin til þín eins og hún sjálf vill?

Mér er ógerlegt að semja eftir pöntunum. Hjá mér er það hjartað sem ræður för en ekki hausinn í þessum málum. Starf mitt byggir á djúpri nauðsyn þess að tjá mig og öll verkefni leita þannig á mig og til mín. Ég hef aldrei samið sérstaklega fyrir tónleika en eðlilega flutt á hausttónleikunum söngva sem hafa orðið til á árinu sem hefur liðið. Og árin mín eru eðlilega miskrefjandi. Það hafa komið fyrir ár þar sem brauðstritið hefur tekið yfirhöndina og fáir söngvar orðið til. En fleiri eru árin sem alið hafa af sér söngva.  Megiþema mitt hefur alltaf verið átökin við sjálfan mig og svo speglun á umhverfi mitt og áhersla á sáttfýsi og umburðarlyndi.
Ég hef aldrei skapað neitt í þeim tilgangi að öðlast vinsældir. Ég er sögumaður. Söngvar mínir eru niðurstöður og vangaveltur manns sem er á ferðalagi í gegnum lífið. Á stundum fær hann meðbyr á stundum andbyr. Leitandi, undrandi, skoðandi, hugsandi, hlustandi, hlæjandi, en umfram allt þáttakandi sem neitar að beygja sig undir lög skammsýni og heimsku. Maður sem vill tilheyra hópnum og vinna með honum og skapa betri lífsskilyrði. Ég á aðeins eitt líf og því vil ég deila með öðrum sem frjáls maður og það geri ég best í gegnum söngva. Það má segja að efni í söngva festist við mig þar sem ég ferðast um.

Hvernig sérð þú sjálfur þróun þína sem söngvaskálds, frá því þú byrjaðir?

Ég stóð í fyrsta skipti fyrir framan mannfjölda þegar ég var 12 ára gamall og flutti söng eftir sjálfan mig og texta sem ég hafði gert við útlend lag. Þetta hefur alla tíð verið sterkt og knýjandi afl innra með mér að tjá mig í söng. Söngur hefur mig upp yfir taut og tafs. Orð söngsins eru hugleiðing og oft niðurstaða. Söngur er oft eins og vasaljós í myrkri og vasaljósið er jafn gott og rafhlaðan og peran sem þú setur í það. Það er hægt að fara nokkrar leiðir sem söngvahöfundur. Flestir fara alfaraleiðina og vinna í poppinu en sú leið krefst þess að þú sért að geðjast fólki og endurtaka tuggur og halda þig við klisjur. Ég sé ekkert athugunarvert við það í sjálfu sér því þetta er stór hluti menningar okkar og bráðnauðsynlegur þáttur tilverunnar. Margir sem í slíkri sköpun standa eru einfaldlega að afla sér tekna og nota til þess allar aðferðir sem þeim hugnast. Við höfum skýr dæmi um  einstaklinga t.d. sem nota sér alla hugsanlega málsstaði til að semja lög og texta um til að auka sölu platna sinna, svo eitthvað sé nefnt. 
Mín leið hefur verið önnur. Ekki vegna þess að ég telji mig eitthvað betri eða verri en aðrir heldur hefur sú leið rutt sig sjálf af minni innri þörf og minni lífssýn sem hefur aldrei verið til sölu. Þegar ég hóf að leika söngva mína fyrir annað fólk, rétt undir tvítugu þá þorði ég sjaldan að viðurkenna að ég hefði samið þá heldur sagði þá vera eftir vin minn sem héti Blær, því ég hef alltaf haft gaman að orðaleik. Í þá daga var ég auðvitað mjög leitandi og óviss og þegar ég stóð á sviði þá flutti ég líka söngva eftir aðra t.d. Donovan, Bob Dylan, Ray Charles og ýmis þjóðlög og skutlaði inn einum og einum söng eftir Blæ. Flestir þessara söngva voru lög mín við ljóð annarra því ég kunni tæplega að koma orði að því sem mig langaði að segja. En þar kom að ég varð að nota mína texta við lögin einfaldlega vegna þess að viðhorf annarra textahöfunda voru ekki mín. Rödd mín varð að heyrast því ég var orðinn vel sýnilegur í þessu samfélagi og ég var ásakaður um viðhorf sem ekki voru mín og menn reyndu að gera mig að einhverjum glæpamanni sem ég ekki var. Mitt vopn og svar fólst í söngvunum mínum. Góð sungin eða sögð saga smitar frá sér, skilur eftir hugleiðingu og jafnvel bros og lausn fyrir marga. Spor útí bláinn fyrir suma. Smám saman tók ég að samtvinna leikhúsáhrifin í söngva mína og nýta mér betur leiklistarmenntun mína. Það var rétt ákvörðun því ég hef alltaf litið á starf mitt sem eins manns leikhús. Þar fær hver og einn söngur fær notið sinna sérkenna. Í dag get ég litið til baka yfir áratuga starf og langan feril sem söngvaskáld og ég bý yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu en efinn er alltaf til staðar. Að skapa söngva er ekki fyrirhafnarlaust og að túlka þá er ekki auðgert mál. Ég hef samið fleiri hundruð söngva og þeir segja allir sögur og það er saga á bakvið þá alla. Eitt sinn átti ég 35 söngva og þeir hentuðu vel sem dagskrá á eina tónleika, málið var auðvelt ég spilaði alla söngvana mína og suma tvisvar ef ég klappaður oft upp. Þá hugsaði ég oft sem svo að gott væri að eiga fleiri söngva. Í dag á ég fleiri hundruð söngva og kvalræði mitt liggur í að velja söngva fyrir tónleikana og ég óska þess stundum að ég hefði bara samið 40 söngva og þyrfti ekki að velja.

Hvert sækirðu þér innblástur í ljóðin þín og tónlistina?

Í umhverfi mitt. Hegðun mína og annarra, viðbrögð og ástand þjóðfélagsins svo og ástand heimsins. Ég gæti þess alltaf að vera áhorfandi, skoðandi, einskonar spegill. Leiklistaráhuginn og menntunin hefur hjálpað mér mikið. Að setja sig inn í hugsunarferli og ástand annarrar manneskju er árátta. En ég þekki kosti og galla annarra í gegnum mína eigin.
Gott dæmi um slíka söngva eru Ælandssöngvarnir mínir. Þetta eru allt karaktersöngvar þar sem einstaklingur hugsar upphátt. Kveikjuna að þessum söngvum fæ ég í gegnum lestur blaða og viðtöl við ýmist fólk og því sem ég sé og heyri. Þar er ég einfaldlega að fást við mannseðlið og margbreytileika þess og oftar en ekki beiti ég fyndninni sem yfirborði alvarlegri hluta sem krauma undir. Í heimi Ælendinga er ekkert sem sýnist. Til dæmis er söngurinn Kerlinginn um heimilisofbeldi. Laufey er um siðblindu. Nágranninn um meifýsni. Karl R. Emba um kynþáttafordóma. Styttan fjallar um einstrengisleg trúarviðhorf og  svo mætti lengi telja.
Niðurstaðan er að hálfu leyti tilbúningur og að hálfu leyti reynsla. Í Jóga er sagt að andardrátturinn sé eina tengingin á milli sálar á líkama. Þannig eru söngvarnir mínir tengingin á milli veruleikans og hugmyndaflugsins, eða mín og annarra einstaklinga eða mín og samfélagsins. Það sem skiptir mestu eru áhrifin sem söngurinn skilur eftir hjá þeim sem nenna að hlusta.
Ég hef gert nokkra söngva til dæmis um atburði í sögu okkar. Ég vinn þá á þann hátt að ég les allt efni sem ég kemst yfir um atburðinn, ræði við annað fólk um efnið og heimsæki staðina þar sem þeir gerðust. Ég nefni sem dæmi söng minn Hefndin, sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og Við Sjöundá sem fjallar um morðmál frá árinu 1801 mál Steinunnar og Bjarna og Við Beinahól sem fjallar um afdrif Reynistaðabræðra.
Starf söngvaskáldsins er krefjandi en um leið ákaflega gefandi vinna. Mín aðferð er að semja ljóðið og slíkt tekur venjuleg vikur jafnvel mánuði og þegar ljóðið er tilbúið þá er laglínan það líka. Ósjálfrátt sem ég lagið þegar ég sem textann. Afgangurinn er svo að finna rétta leið til að túlka sönginn. Slíkir söngvar og sögurnar sem fylgja vekja áhuga hlustandans og margir þeirra fara síðan og kynna sér málið. Lesa meira og ferðast.

Slík vinna er eigingjörn í eðli sínu og gagntekur mann og gerir þá kröfu að maður einbeiti sér að henni og engu öðru. Útkoman er oftast allt öðru vísi en maður stefndi að í upphafi. Þannig er með alla hugmyndavinnu þú leggur af stað með hugmynd og stjórnar henni framan af en einn dag tekur hún yfir og leiðir þig áfram og þú verður að hlýða. Ef þú hefur ekki tíma til að sinna hugmyndinni og fylgja henni fer hún frá þér og kemur aldrei aftur. Verður aðeins kveljandi minning.

Þetta fyrirbæri "maður með gítar" - er það orðið ódauðlegt að þínu mati?

Já, það hefur fest sig í sessi í gegnum útvarp og sjónvarp. En mannkynssagan er full af fólki sem lék og söng og ferðaðist um. Orfeus er ódauðlegur. Það er mikil ögrun að standa undir nafni sem “einn maður með gítar”. Ég hef í mörg ár talað um þá ögrun sem liggur í að vera “ein rödd og eitt hljóðfæri”. Þetta er listform sem fáir hafa stundað hérlendis af einhverri alvöru.
Við eigum hinsvegar marga frábæra gítarleikara sem ekki stunda söng hvað þá yrkingar. Það birtast á hverju ári einstaklingar sem vilja takast á við þetta listform “ein rödd og eitt hljóðfæri”. En flestir þeirra hverfa fljótlega að einhverju öðru því starfið á bakvið þetta er ótrúlega krefjandi og margir vinna síðan við þetta í frítíma sínum og árangurinn eftir því. Síðan hefur alhæfingin oft tekið yfir og allir sem leika á gítar og syngja eru settir undir einn og sama hatt og kallaðir trúbbar. En mér finnst vera regin munur á manni sem situr á krá og flytur vinsæla söngva annarra eða þeim sem hefur að starfi að skapa söngva og ræða við fólk í gegnum þá. Krársöngvari, götusöngvari, farandsöngvari er ekki sama og söngvaskáld.

Hvaða merkingu finnst þér það fyrirbæri hafa haft í okkar tónlistarsögu?

Það er erfitt að gera sér grein fyrir því þar sem fyrirbærið er tiltölulega ungt í okkar sögu. Ég er talinn vera frumkvöðullinn og vissulega er það satt að ég er sá fyrsti sem fer fram aleinn með gítarinn og geri það að atvinnu. Síðan hefur þetta smám saman undið upp á sig og fjöldinn sem vill þetta starf er orðinn mikill. Tilgangur manna er einnig jafn misjafn og þeir eru margir. En þeir sem hafa farið um og talað til fólks í gegnum eigin söngva hafa haft mikil áhrif. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem þorir og getur og hefur eitthvað að segja og ferðast víða án mikillar fyrirhafnar hann nær til margra. Ég veit aðeins að í mínu tilfelli hef ég komið róti á viðhorf margra og rofið ýmsa einangrun.
Einstaklingur með skýra lífssýn og þrek til að fara á milli staða og segja og syngja sögur líkt og ég hef gert í árartugi hefur meiri áhrif en einhver opinber stofnun sem væri t.d. ætlað er að sinna svipuðu hlutverki. Ég hef oft hugsað til þess anda sem einkenndi tíma hér áður fyrr þegar fjöldskyldur söfnuðust saman við útvarpstækin og hlustuðu spennt á framhaldsleikritin og þau voru efni í umræður í heila viku á milli þátta. Eða einhver las upp úr bók eða einhver lék á hljóðfæri og allir sungu saman. Ég held ég hafi alltaf starfað í þeim anda.

Hvert hefur þú sótt þér fyrirmyndir?

Allsstaðar þar sem ég heyri einn mann eða fleiri flytja söngva með eða án hljóðfæris.

Í lokin langar mig að biðja þig að segja mér frá tónleikunum sem verða haldnir þér til heiðurs.

Þessir tónleikar eru búnir að vera í undirbúningi síðan snemmsumars hjá þeim Halla Reynis, Valla í Fræbblunum og Hirti Howser. Í vor báðu þeir um leyfi mitt til að halda þessa tónleika og aðstoð til að hafa greiðan aðgang að söngvasafni mínu, sem auðvitað var ekki nema sjálfsagt mál. Ég spurði hvort einhver skilyrði væru og fékk það svar að eina sem væri farið fram á væri að ég ásamt eiginmanni yrðum í salnum og það þáðum við. Ég bauð þeim síðan að vera þeim til aðstoðar, vera ráðgjafi, því það er roknavinna á bakvið slíkt tónleikahald en ég hef áratuga reynslu í slíku starfi. Það hefur lítið sem ekkert reynt á það því þetta eru knáir menn og reyndir. Útkoman varð sú að þeir gátu aðeins fengið sal 10. september og það meira að segja stóra salinn í Borgarleikhúsinu þar sem ég mun halda mína árlegu hausttónleika viku seinna, þann 16 september. Þarna er stutt stórra högga á milli og mikil markaðsleg áhætta en annaðhvort er að gera hlutina eða ekki og við ákváðum að láta slag standa. Báðir þessir tónleikar, heiðurstónleikarnir og hausttónleikarnir mínir, eru haldnir á frjálsum markaði, það er að segja, þeir eru ekki seldir fyrirfram til einhvers stórfyrirtækis líkt og algengt er orðið í dag heldur er treyst á áhuga almennings. Þessvegna er mikið í húfi í báðum tilfellum.
Gjöfin er stór og höfðingleg því tónleikar þessir verða hljóðritaðir og er ætlunin að gefa þá út á plötu fyrir jólin.  Það er stór hópur listamanna sem koma þarna fram og flytja söngvana mína. Um leið og ég er mjög kvíðinn fyrir að vera viðstaddur þá hlakka ég líka óstjórnlega mikið til. Það er stórt stökk fyrir einfarann sem ferðast hefur vel á fjórða áratuginn með einn gítar að vopni að vera skyndilega staddur í fjölmenni söngva sinna þar sem aðrir flytja þá. Hver söngur er spor frá langri leið svo þessi kvöldstund verður stórkostlegt ferðalag fyrir mig. Orðið takk, hljómar stutt en inniheldur þakklæti mitt af heilum hug til allra sem þarna koma fram og standa að þessu.
Þegar ég var heiðraður í Stockholmi fyrir 10 árum fyrir mannréttindabaráttu mína kom ég ekki upp orði fyrir geðshræringu eftir ræðuna  sem spannaði starf mitt og feril. Ég stóð bara á sviðinu skælandi fyrir framan 500 manns og mér tókst loks að tauta takk og settist í sætið mitt á fyrsta bekk. Um leið voru ljósin kveikt í salnum því komið var hlé á athöfninni og ég skælandi í sæti mínu. Ég mun aldrei gleyma þeiri löngu röð fólks sem kom og tók utan um mig og þakkaði mér fyrir og óskaði mér til hamingju. Margt af því var skælandi líka.  

____________ 

Gamalt Manifesto.
( Stefna listamanns)  

Ég eitt sinn að grufla í gömlu dóti niðri í kjallara heima hjá pabba og fann þar ýmsar heimildir t.d. frá þeim tíma þegar ég vann að stofnun Samtakanna ´78 og riss skólabækur frá námsárunum í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Eftirfarandi stefnuyfirlýsingu hef ég skrifað á síðasta námsárinu þar, veturinn 1969/70. Ég fæ ekki betur séð en að ég hafi meira og minna starfað í anda hennar öll mín ár.

1. Gera markttækt hugtakið menning.
2. Lyfta sér upp úr soranum.
3. Gera fyrst og fremst kröfur á sjálfan sig.
4. Listamaður á aldrei að geðjast öðrum - síst af öllu markaði.
5. Rífa sig út úr stofnanaleikhúsi og starfa sjálfstætt.
6. Leikari með áherslu á að starfa undir eigin nafni. Það er líka leikhús.
7. Ekki berja bumbur og blekkja, heldur vinna rökfast.
8. Frekar að deyja standandi og brosandi en skríðandi og froðufellandi.
9. Taka alltaf upp hanskann fyrir minnimáttar.
10. Þora, þó hnjáliðir skjálfi, sviti buni og andardráttur sé ör.  

_______________ 

Að vera söngvaskáld

Ég rekst stundum á fólk sem heldur að ég sé "trúbbi" eins og vinsælt er að kalla þá sem ættu í raun að kallast kráarsöngvarar. En ég er ekki kráarsöngvari og hef aldrei verið og verð aldrei. Til að fólk átti sig á þessari staðhæfingu minni skrifa ég hérna smá hugleiðingar um starf mitt sem ég stundað í rúma 4 áratugi. Fyrst sem áhugamaður en síðan sem fagmaður og ekki af neitt minni áhuga, nema síður væri.
Það var síðan í kringum 1985 sem ég ákvað að nota starfsheitið Söngvaskáld til að greina mig frá poppheiminum og markaðshyggjufólki það gekk vel í nokkur ár en svo tók sjónvarpið það í notkun á þáttaröð 1991 og þá var ekki að sökum að spyrja að útjöskunin hófst. Byrjað var að nota orðið Söngvaskáld næstum yfir alla sem komu nálægt tónlist. Nú kalla ég mig Söngvasmið. Sjáum til hversu lengi ég fæ að hafa það í friði.

Svo eitt sé alveg á hreinu þá stundaði ég leiklistarnám í 4 ár og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í mai 1970 og starf leikarans eða leikhúsmanneskjunnar hefur verið mitt lifibrauð síðan. Fólki hættir til að álíta að engin sé leikari í starfi nema hann sé t.d. í bíómynd, sjónvarpsleikriti eða á leiksviði í viðurkenndu leikhúsi. Þessu er ég ekki sammála, en bæti því við að ég hef unnið á öllum fyrrgreindum starfssviðum. Eðli leiklistarinnar verður ekki njörvað niður í slíka bása, til þess er það of fjölbreytt. Starf mitt, að ferðast um og flytja sungnar og sagðar sögur, er starf leikara. Farandssöngvari þarf ekki endilega að vera lærður leikari en það hjálpar mikið að þekkja leikhúsið og geta hagnýtt sér þá þekkingu. Eðli starfsins samkvæmt þarf leikarinn að fá athygli og hans er að skapa þá aðstöðu og fá fólk til að hlusta, njóta og taka þátt í þessvegna tók ég snemma þá ákvörðun að halda eingöngu tónleika og það í leikhúsum og ég hef haldið þeirri stefnu ótrauður. Flestir aðrir sem hafa reynt að fara þessa leið hafa fallið i þá gildru að koma fram þar sem fólk situr að drykkju.  Allir vita að athygli drukkinna einstaklinga er eins og vindurinn enda er hinn drukkni ekki að meðtaka heldur að moka út. Hinn drukkni (dópaði, þessvegna) dæmir sig sjálfkrafa úr leik. Þetta veit atvinnuleikari og skáld sem eitthvað vill ræða við fólk og fer því ekki inn á þessar slóðir. Sem ungur óreyndur maður féllst ég á að vinna við slík skilyrði, en það gerði ég aðeins einu sinni, þetta var síðsumars 1971. Það var á sveitaballi á suðurlandi og ég fór með hljómsveit þar sem Pétur Kristjánsson var söngvari. Við fórum allur hópurinn með rútu austur. Stillt var upp og ballið hófst síðan kom hlé og ég fór fram á sviðið. Mér blöskraði ástandið. Liðið var á skallanum, öskrandi og veinandi. Mér kom ekki til hugar að leika fyrir þennan hóp. Ég tilkynnti fólkinu ef einhverjir væru með meðvitund og hefðu áhuga á að hlusta á mig þá var herbergi á bakvið þar sem ég myndi flytja söngva mína fyrir þá sem nenntu að hlusta og jafnvel syngja með. Síðan yfirgaf ég sviðið. Herbergið fylltist og ég sat lengi með fólkinu sem steingleymdi ballinu. Það var ánægjuleg kvöldstund.
Annað skipti þar sem ég neitaði að troða upp fyrir drukkið fólk var á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sennilega sumarið 1971 eða 1972. Ég lenti í Eyjum seinnihluta dags og átti að troða upp á stóra sviðinu kvöldið eftir. Auðvitað fór ég inn í dal til að kynna mér aðstöðuna og tók gítarinn með mér. Það fóru pallbílar um bæinn og óku fólki inn í dal og á bílnum voru eftirleitsmenn. Ég gleymi því aldrei að eftirlitsmennirnir tóku af mér loforð að ef ég færi með gítarinn inn í dal mætti ég ekki undir neinum kringumstæðum lána Árna Johnsen gítarinn minn. Ég spurði aldrei hversvegna en sagði þeim að mér kæmi ekki til hugar að lána neinum atvinnuhljóðfæri mitt. 

Síðan fór ég inn í dal og satt best að segja þá missti ég andlitið. Þarna sá ég vinkonu mína Guðrúnu Á. Símonar syngja á sviðinu fyrir stóran hóp kófdrukkinna manna. Á sama andartaki vissi ég að ég myndi aldrei troða upp við slík skilyrði. Ég rölti þarna um og fór í tjaldborg heimamanna sem tóku mér einstaklega vel og af mikilli rausn. Ég borðaði þar lunda og ýmsa góða rétti og spjallaði við heimafólk og spilaði fyrir það að launum fyrir getsrisnina og átti mjög ánægjulegt kvöld með því fólki. Það fólk var ekki drukkið þó það væri að staupa sig. Síðan fór ég heim til systur minnar þar sem ég gisti og morguninn eftir gekk ég frá uppgjöri mínu við skemmtinefndina sem var mjög ósátt við ákvörðun mína. En ég endurgreiddi þeim flugfarið sem þeir höfðu lagt út fyrir og tók næstu vél til baka til Reykjavíkur. 
Síðan hef ég haldið þessari reglu; ég spila aldrei á fyllerísskemmtunum og ég spila aldrei sjálfur undir áhrifum. Mínir tónleikar hefjast snemma kvölds og þeim lýkur yfirleitt þegar barir eru að opna. Uppfrá þessu tók ég ákveðna stefnu og hef fylgt henni síðan. Ég tók algjörlega öll mín mál í mínar hendur og sleppti umboðsmönnum og hef ekki séð eftir því.

Áratugum saman hef ég því leigt félagsheimili og sali undir starfssemi mína. Tekið alla fjárhagslega áhættu. Auðvitað breytast tímar, sem betur fer, og í dag er það orðið þannig að hægt er að fá veitingar, vín, bjór,te, kaffi og meðlæti á mörgum þessara staða á meðan á tónleikahaldi stendur og það er af hinu góða. En við slík skilyrði gætir fólk almennt hófs og temur sér skikkanlega siði og mætir til að hlusta. Þá er líka kominn upp hin ákjósanlegasta staða fyrir listamanninn og veitingamanninn; samvinna. Veiingamaðurinn selur veitingar og listamaðurinn fær aðgangeyrinn. Menn mega ekki gleyma að í mínu tilfelli legg ég á mig ýmsan kostnað eins og gistingu og ferðakostnað, auk allra tækja og tóla þeas. hljóðfæri og söngkerfi og bíl. Allt þetta kostar sitt.  Þetta er starf getur verið mjög þreytandi enda hefur það sýnt sig að mjög margir hafa reynt að stunda það en gefist upp á að halda því reglulega úti eins og ég. Sumir hafa tekið spretti einstaka sinnum, með aðstoðarfólk sér til hjálpar í flest öll skiptin, meira hefur það ekki verið.

Ég hef farið þessar ferðir mínar í kringum landið einn, áratugum saman, án aðstoðarfólks. Á stundum hef ég ráðið til mín miðasöluufólk á staðnum ef álagið er mikið eða ég er orðinn mjög þreyttur. En oft er ég við dyrnar og sel inn og síðan plötur í hléi og eftir tónleika. Þessum þætti sleppa flestir listamenn og telja slíkt starf ekki samboðið virðingu sinni og ræða ekki við gesti sína. Ég hef gaman að því að spjalla við gesti mína og hef þannig hitt margt bráðskemmtilegt fólk í gegnum tíðina.

Svo ég víki aðeins að háttalagi sumra sem hafa verið að stunda þetta starf þá telja margir þeirra að þeir séu að halda tónleika þegar þeir byrja klukkan ellefu að kvöldi og það um helgar. Klukkan ellefu að kvöldi eru þeir sem mæta orðnir vel drukknir og eru með hávaða og læti. Slíkt má svo sem kalla tónleika þó það sé fyrst og fremst kráarstuð. Gallinn er bara sá að hinn drýldni og drambsami maður sem vill kalla sig listamann og er fyrst og fremst að safna saman sem flestum svo hann græði sem mest á tiltækinu, er með kjaft og læti og hendir jafnvel fólki út! Og fólk lætur sig hafa þennan yfirgang!  Mörg dæmi eru lika til um hrokabyttur og ósvífna drjóla sem segjast ætla að halda tónleika og auglýsa þá og fá til sín fólk, að þeir mæta ekki einu sinni!  Svo eru líka til þeir sem fyllast reiði og drambi ef þeim þykja ekki nógu margir mæta, þeir telja í sal og neita að spila og rjúka burt í fússi.
Ég er semsagt leikari og hef alla tíð starfað sem slíkur. Ég hef aldrei og mun aldrei sitja á krá og spila og syngja fyrir fólk sem er þar eingöngu til að drekka og spjalla. Þeir sem stunda slíkt starf eru ekki að segja neitt en fyrst og fremst að hafa ofanaf fyrir gestunum og leika vinsæla söngva annarra og væntanlega sjálfum sér og öðrum til ánægju. Oft eru þetta ungir stákar sem kunna "3oo söngva og 300 grip" og þeir eru að skemmta sér og taka laun sín út á barnum. Fylla í eigið tóm. Alveg ágætis iðja fyrir þá sem það vilja en lífdagar þeirra eru stuttir. Oft hafa þetta verið hljómborðs eða píanóleikarar en líka gítarleikarar sem syngja.  Þetta eru semsagt kráarsöngvarar og allt gott um það að segja. En ég er ekki kráarsöngvari og hef aldrei verið. 

Markmið mitt og tilgangur hefur aldrei verið að keppa eftir einhverjum vinsældum og "verða bestur" eða" númer eitt" heldur hef ég unnið útfrá allt öðrum grunni. Mitt starf hefur verið að ferðast um og fjalla um mannlífið og allan þann fjölbreytileika sem það hefur upp á að bjóða. Semsagt að ræða í gegnum sögur og söngva við annað fólk um lífið og tilveruna og ljá þeim ósýnilega og varnarlausa rödd mína.Ögra ofbeldinu sem er svo grunnt á í samfélagi okkar og ég hef þurft að verða svo oft fyrir. Skapa samhug og hlýju og fá fólk til að syngja með. Draga inn í nútímann þá baðstofustemninguna sem er margra aldagömul íslensk hefð. Ég er fyrsti einstaklingurinn sem tók upp á að gera þetta að atvinnu hér á landi og ég er enn að, meira en 35 árum seinna, án þess nokkru sinni að hafa stefnt í poppheiminn. Og ég vil taka það fram hér að ég hef ekkert á móti poppheiminum, það er bara ekki minn vettvangur.

Áhugi minn á starfi söngvaskáldsins/trúbadúrsins hefur alltaf verið til staðar frá því að ég var smábarn og ég stóð fyrst á "sviði" sem slíkur í kirkju Óháða safnaðarins þegar ég var tólf ára gamall, haustið 1957 og flutti einn söng eftir sjálfan mig og svo texta sem ég gerði við þekkt lag. Og auðvitað spilaði ég undir á gítar foreldra minna. Á þessum æskuárum var aðaláhugi minn leikhús og fengum við krakkarnir á Berþórugötunni og Barónsstígnum að vera mikið upp í litlum sal undir risi í Austurbæjarbarnaskólanum. Þar skrifaði ég og sviðsetti mín fyrstu leikrit og flutti mína fyrstu söngva og á þeim árum lærðist mér að skilja mátt og áhrif þess einstaklings sem nær valdi á að segja og syngja sögur.

Þessi vissa að viðbættri leikaramenntun minni var svo eina leiðin sem ég sá út úr því ástandi sem skapaðist í kringum mig eftir að ég hóf að berjast fyrir réttindum samkynhneigðrar á Íslandi árið 1975. Þá var ég orðinn þjóðþekktur listamaður og til að rjúfa þá skelfilegu ástand þöggunar, ofbeldis og kúgunar sem ríkti í þeim málum á öllum sviðum þurfti þekktan einstakling. Það var alfarið mín ákvörðun því í slíkri baráttu fann ég lífsfyllingu og tilgang fyrir hæfileika mína og ég er enn að því það má aldrei slaka á í baráttunni fyrir betra og upplýstara lífi. Því þó svo allt líti vel út á yfirborðinu þá má ekki mikið útaf bera. Og ég hef aldrei lagt megináherslu á baráttuna fyrir samkynhneigð heldur á réttindi og skyldur okkar allra sem manneskjur. Við erum þegar allt kemur til alls einn hópur og eigum að hafa óskoraðan rétt til að vera þeir einstaklingar sem við erum svo framarlega sem við notum ekki andlegt né líkamlegt ofbeldi í einni eða annarri mynd.

Ég hef samt aldrei staðið með puttann á lofti og prédikað eitt eða neitt, það þekkja allar þær tugþúsindir sem hafa verið á tónleikum mínum í gegnum áratugina. Ég hef heldur aldrei beint spjótum mínum að einstaklingum. Ég hef fyrst og fremst verið að fjalla um þann margbreytileika sem mannlífið er og að hér sé pláss fyrir okkur öll og við eigum að ræða málin saman. Því þegar upp er staðið kemur okkur við hvernig okkur, sem heild, reiðir af og við megum aldrei samþykkja ofbeldi í einni eða annarri mynd. Við eigum að vera vakandi sem heild. Vakandi um velferð allra. Til gamans bendi ég fólki á að lesa Manifesto mitt hér á heimasíðunni, það skrifaði ég um tvítugt og kjarni þess er enn í fullu gildi fyrir mig.

Svo ég látið einhverjar upplýsingar/staðreyndir fylgja hér þá er orðið Troubadour komið úr tungumálinu "langue do´c" sem var talað í suður frakklandi, norður italíu og norður spáni í kringum aldamótin 1000. Troubadour er samansett úr orðinu trobaire sem þýðir skáld og orðinu trouvére sem þýðir "að finna upp" eða " að finna". Vísar til þess að á þessu tímabili kepptust skáldin við að finna upp nýja braghætti. Mörg þessara skálda voru aðalsættar og var skáldskapur þeirra þægileg, kurteis og upphafin ástarljóð. Þau voru flest fyrst og fremst ljóðskáld þó vissulega sé til dæmi um að mörg þeirra hafi einnig verið tónskáld. Sennilega er frægasti skáldsöngvari þessara tíma Ríkharður Ljónshjarta, konungur Englands.

Kirkjan var voldug og allur söngur innan hennar veggja var á latínu, tungumáli sem fæstir skildu. Um þetta leiti í mannkynssögunni reis ákveðinn hópur aðalsmanna í suður frakklandi upp gegn páfanum í Róm og hóf að yrkja ljóð á eigin tungu og það sem meira er ljóðin voru sungin. Og tónlistin er vængir orða og væntinga manna og náðu þessi ljóð því mjög fljótt vinsældum.  Þessi siður breiddist mjög hratt út og naut mikillla vinsælda meðak akmennings vegna þess að loks gat fólk tjáð hugsanir sínar í söngvum. Trúbadúrarnir voru einnig nefnd ástarskáld þar sem þeir tóku upp á að yrkja og finna upp ýmis stílbrigði í ástarsöngvum sem fluttir voru eiginkonum aðalsmannanna. Eiginkonur þessar, gyrtar skírlífsbeltum, sátu einar heima og stjórnuðu búum eiginmanna sinna sem voru önnum kafnir að kristna arabísku  "heiðingjana" í krossferðum þessa tíma.

Götufjöllistamenn sem ferðuðust um fengu strax áhuga á ljóðum trúbadúranna og sungu þau og þannig bárust þau víða og urðu vinsæl. Götufjöllistamenn þessir voru kallaðir Jongleurs og voru t.d. fimleikafólk, línudansarar og söngvarar og fleira og þóttu oft vera í meira lagi grófir og ósvífnir og  því ekki til borðs hafandi meðal aðalsmanna. Jongleurs höfðu með sér árlega samkomu sem kallaðist Gildi, þar skiptust þeir á að flytja söngva.  Í þessum félagsskap hefur vafalasu margt verið látið flakka sem ekki hæfði viðkvæmum sálum.  

Nú ef litið er nær okkur þá nægir að benda Eddukvæði og Dróttkvæði sem öll hafa líklega verið sungin. Hvort Egill Skallagrímsson og fleiri hafil leikið undir á hörpu, simfoníu,organa eða salterium, þegar þeir fluttu drápur sínar forðum skal ég ekki segja um, en það er ekki ólíklegt.
En allt er þetta löng og merkileg saga sem enginn tími er til að segja frá hér að sinni. Áhugasömum bendi ég á að lesa t.d. Tónlistarsögu eftir Pál H. Pálsson, Sögu vestrænnar tónlistar, eftir Christopher Headington, nú síðan er hægt að fletta í Encyclopedi Britannica eða flakka um á netinu og leita.

Reykjavík í júni 1998

Bestu kveðjur, Hörður Torfa.

----------

Hver er Hörður Torfa?

Svona, fyrir það fólk sem áhuga á starfi mínu bregð ég hér upp smá mynd, portrettu, af starfi mínu og þeirri lífssýn sem hefur knúð mig áfram þennan árafjölda. Fyrirsögn þessarar portretrtu hefur eiginlega fylgt mér frá uppahfi ferils míns því hún var notuð í fyrstu auglýsinguna um fyrstu plötuna mína. Persónulega á hún  ágætlega við því ég hef aldrei lagt áherslu á að fólk þekki mig sem einstakling heldur það sem bergmálar í verkum mínum. 

Ég byrjaði ansi ungur að fást við að tjá mig í söngvum. Þetta hefur verið mér árátta frá því að ég var barn og er enn. Í fyrsta skipti sem ég stóð á sviði og flutti eigin söngva var ég tólf ára gamall. Þetta var haustið 1957 í kirkju Óháðasafnaðarins. Árátta þessi var framanað aldri aðeins mér og öðrum til gamans heima við og aldrei hafði ég uppi plön um að gera þetta að atvinnu.

Ég útskrifaðist sem leikari í mai 1970 frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins á þeim tíma og fyrir leiklistarnámið var ég byrjaður að fást við að leika hina og þessa söngva eftir ýmsa höfunda en ég hafði einnig samið lög við mörg ljóð ýmissa þekktra íslenskra skálda. Ég er feiminn að eðlisfari og í þá daga var það lítt þekkt að menn væru einir troða upp og flytja tónlist eftir sjálfa sig. Lengi vel var ég eini einstaklingurinn sem það gerði. Þegar ég flutti lög eftir sjálfan mig og fólk vildi vita hver hafði samið lögin svaraði ég því alltaf til að ég ætti vin sem semdi þau en hann væri of feiminn til að gangast við þeim. Þegar fólk spurði hver þessi vinur minn væri og hvað hann héti svaraði ég því til að hann vildi vera óþekktur en héti Blær.

Það var þessi árátta mín að syngja og spila sem vakti athygli Svavars Gests á mér og hann bauð mér tveggja breiðskífa samning sem ég gat svo farið að uppfylla um leið og ég útskrifaðist sem leikari. Ekki fyrr því að leikaranemendum voru í þá daga settar strangar reglur og við máttum t.d. ekki koma fram opinberlega nema með leyfi skólayfirvalda sem voru ekki liðleg í slíkum samskiptum. Hvað þá að syngja inn á hljómplötu.

Ég lauk við að hljóðrita mína fyrstu breiðskífu haustið 1970 og fór strax eftir það til Kaupmannahafnar til að kynna mér pólitísk leikhús. En þar kynntist ég líka óvænt starfsemi og réttindabaráttu samkynhneigðra. Það var mér opinberun. Þegar ég kom svo til Íslands til að standa við gerð seinni plötu minnar, sumarið 1971, gerði ég mér grein fyrir þeim miklu áhrifum sem fyrsta platan mín hafði haft og ég sannfærðist enn betur um það sem ég þá þegar vissi að áhrifamáttur söngva er mikill. Fyrir mér er vel flutt og gerð dagskrá sem samanstóð af sungnum og sögðum sögum, leikhús. Ég varð var við mikinn áhuga fólks á söngvum mínum þegar ég tók að ferðast um landið sem leikstjóri. Framan til gerði ég mér það til gamans og lærdóms að troða upp víða um land við ýmisskonar tækifæri og flytja söngva mína og segja sögur. Í kringum þetta uppátæki mitt spunnust oft skemmtilegar umræður og ég varð sannfærðari um hæfileika mína og getu til að starfa í gegnum söngva mína sem sjálfstæður leikari og gerðist því einsmanns leikhús. Ég leit þó ekki á þetta tónleikahald mitt sem tekjulind miklu fremur sem samskiptaform og leikhús.

Á þessum árum var ég að móta stíl minn og stefnu og var mjög leitandi. Eitt sem sótti mikið á mig á þessum árum, þegar ég vann víða um land sem leikstjóri, var hvernig ég gæti nýtt mér söngva mína sem best. Ég leit mikið í áttina til Brechts og Weill en einnig til ýmissa vísnasöngvara svo sem eins og  Jaques Brel, Evert Taube, Bellmans, Wreesvik og fleiri. Á þessum árum var ég einnig mikið í að skoða stöðu samkynhneigðra hér á landi. Grunntóninn í tónleikahaldi mínu sótti ég í anda íslensku baðstofunnar.

Þegar ég svo opinberaði samkynhneigð mína í blaðaviðtali í ágústbyrjum 1975 og tók við margvíslegum viðbrögðum samfélagsins fékk ég skýrari sýn á gagnsemi söngva og tengsl þeirra við leiklistina. Á nokkrum árum hafð ég sannað og sýnt hæfileika mína hjá ýmsum leikfélögum víða um landið og það var aðeins í gegnum þau sem mér tókst að fá vinnu sem leikstjóri allsstaðar annarsstaðar var mér hafnað og öll aðstaða mín var orðin þannig að ég var oft í bráðri lífshættu. Ekki vegna þess að ég ætti von á að óður múgur myndi taka mig af lífi án dóms og laga heldur vegna þeirra ógna og hótana sem mér bárust að mestu leynt. Slíkur skæruhernaður og slíkt einelti er óhugnalegt og niðurdrepandi. Ég óttaðist ekki fjöldan heldur þann einstakling sem myndi birtast óvænt þegar ég ætti síst von á ( eins og sýndi sig seinna ). Ég varð því að flýja land og gerði það en þó með þeim ásetningi og stefnu að koma hingað á veturna og ferðast um, leikstýra og halda tónleika. Lengi vel sótti fólk ekki tónleika mína en leikstjórastarfið fjármagnaði starfs söngvaskáldsins. Ég leigði samkomuhús og auglýsti tónleika, allt á eigin ábyrgð. Í fyrstu voru tónleikar mínir mjög illa sóttir og var þar um að kenna vanþekkingu fólks og hræðslu þess við samkynhneigða.

Oft voru það aðeins húsverðir og umsjónarfólk þeirra samkomuhúsa sem ég leigði svo og leikhúsfólk sem ég spilaði fyrir. Smám saman tók að spyrjast út hvað ég var að gera og fólki fjölgaði á tónleikum mínum. Viðhorf flestra var tengt mér sem “homma” og því þekkingarleysi sem ríkti í garð okkar samkynhneigðra. Þjóðsagan var eitthvað á þá leið að “kynvillingar” væru stórhættulegir nauðgarar og  kynferðisglæpamenn og allt þaðan af verra og við vorum látnir bera ábyrgð á öllu því sem viðbjóðslegt þótti í kynhegðun. Og manni átti að skiljast að viðbjóðslegt væri allt nema "trúboðastellingin" svokallaða. Ég var því gangandi auglýsing fyrir samkynhneigða allsstaðar þar sem ég kom á þessu landi og ég setti mér strangar reglur um hegðun og framkomu og ég minntist aldrei á samkynhneigð á tónleikunum mínum. Viðfangsefni mitt var mannleg hegðan og hátterni og notaði ég mér leikhúsþekkingu mína til að byggja upp dagskrána og flytja. Ýmislegt kom upp á víða um landið þar sem ég fór og fólk talaði eins og gengur og gerist og sumir ásökuðu mig um ósæmilega hegðun en gátu svo ekki staðið við þær ásakanir þegar ég gerði kröfu um sannanir einfaldlega vegna þess að slíkt var uppspuni og ég hafði alltaf hreinan skjöld.

Þekking mín var ekki mikil á málefnum okkar samkynhneigðra en einhversstaðar varð að byrja. Ég gat ekki né vildi gangast við þeim glæpamannsstimpli sem sumt fólk vildi klessa á mig og samkynhneigt fólk almennt. Ég ákvað líka að mæta allri ógn og ofbeldi með ró og yfirvegun. Ofbeldi er að mínu mati sterklega ofið inní íslenska menningu svo mikið að í áratugi þótti ekkert að því að talka niðrandi um mig sem einstakling og reyna að bregða fæti fyrir mig í starfi og í daglegu lífi. Þessvegna varð ég að flýja land. Vonandi kemur sá dagur að menn geri sér grein fyrir öllu ofbeldinu i íslenskri menningu. 

En það var oft og iðulega sem fólk ræddi við mig eftir tónleika um samkynhneigð og önnur mál sem því lá á hjarta og þetta voru samtöl og umræður sem voru gefandi á báða bóga. Þetta hlutverk “hins fullkomna” varð mér fjötur um fót þegar fram liðu stundir og einangraði mig sterklega. En starf mitt bar árangur. Söngvar mínir fjölluðu um margbreytileika mannlífsins og umburðarlyndi var mitt mottó. Ég kryddaði tónleika mína með kímnisögum. Þannig fór mín réttindabarátta fram í áratugi. En ég tek það fram að áhersla mín var ekki sérstaklega á réttindabaráttu samkynhneigðra heldur á mennsku og samskipti án vímugjafa og ofbeldis og undirstrikun á því sem mér er staðreynd; að gleðin er veigameiri í lífinu en sorgin og að við, sem einstaklingar, eða heild, verðum að leggja talsvert á okkur til að rækta með okkur jákvætt og gleðiríkt lífsviðhorf.

Á árunum 1975 til 1978 ræddi ég mikið við aðra samkynhneigða á íslandi um að stofna baráttufélag um réttindi okkar. Ég var þjóðfrægur einstaklingur sem bar alltof miklar skyldur á herðum mér og þessi fórn mín kostaði mig frama minn og mér var ljóst að ég yrði að fá fleiri til að axla ábyrgðina með mér. Ég eyddi miklum tíma í að pæla og skoða hvernig þetta yrði best gert. Í þessu skyni flutti ég til íslands haustið 1977 og vann ötullega alla undirbúningsvinnuna þann vetur og tókst loks vorið 1978 að koma saman hópi manna til að stofna Samtökin ´78 og ganga þannig frá hnútunum að þeir röknuðu ekki upp um leið og ég hyrfi af landi brott. En það er önnur saga og flóknari. En það segir sína sögu um ástandið að almennt fóru aðrir menn ekki að gangast við samkynhneigð sinni á opinberum vettfangi fyrr en upp úr 1983 -3 af ótta við atvinnu og húsnæðismissi og álóka afleiðingar.

Ég hef alla daga átt erfitt uppdráttar sem plötuframleiðandi og er það kannski skiljanlegt þar sem ég hef aldrei verið poppari eða leitast við að gera vinsæla söngva.

Í mörg ár gaf ég út verk mín á plötum með því viðhorfi að þetta væru einskonar nafnspjöld eða bergmál tónleika minna, til sölu fyrir þá sem vildu kynnast söngvum mínum betur. Ég hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til auglýsinga og hirti ekki um að laga söngva mína að einhverju söluvænu umhverfi né gera markaðskannanir til að semja söngva fyrir ákveðna þjóðfélagshópa. Einnig hafði ég lítin sem engan áhuga að ganga til samninga við aðra plötuútgefendur þar sem slíkt þýddi að ég yrði að afsala mér öllum helstu réttindum mínum til þeirra.

Með þessu smá greinarkorni ættu þeir sem vilja að vita meira um stefnu mína, starf og tilgang sem leikari, umbótasinni og söngvaskáld að vera aðeins betur upplýstari. Sé eitthvað óljóst eða á huldu er mér það sönn ánægja að upplýsa fólk og hvet það til að hafa samband við mig. Menn hafa þá eðlisgáfu að gleyma og ég hef mátt upplifa það sterklega undanfarin ár að það virðist ekki skipta lengur máli hvað ég gerði hér áður fyrr. En rétt skal vera rétt. Ég er enn ofan moldar og starf mitt hefur eðlilega breyst með þróun mála.

Það er í undirbúningi lengri og ýtarlegri saga af ferli mínum og starfi en þessi úrdráttur verður að duga á meðan ekki er annað til.

Mai 2002

Með kærri kveðju, Hörður Torfa.

---------------------------

Kirkjan 

Mönnum er tíðrætt um kirkjuna og afstöðu hennar í ýmsum málum sem skipta okkur mannfólkið miklu. Undanfarið hefur fólk rætt afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar. Ég sem einstaklingur og samkynhneigður hef hætt að hneykslast á þessari afstöðu kirkjunnar fyrir áratugum. Hneykslan er merki þess að maður verður að gera eitthvað í málefnum sem ganga fram af siðferðisvitund manns líkt og hnerri gerir mér aðvart um kulda. Hættu að hneykslast sagði ég við sjálfan mig, lífið er oft stutt til að eyða tíma sínum í ergilegheit, kirkjan er of voldug stofnun til að ég breyti henni innan frá. Breytingarnar koma með einlægni og djörfung.  Og til að sýna afstöðu mína og andstöðu í verki fór ég og sagði mig úr þjóðkirkjunni. Því ég er á móti stofnun sem brýtur landslög og sáir eitri í huga fólks til þess eins að halda völdum. Kirkjan ætti að sameina manneskjur og vera þeim styrkur í lífinu en ekki sundra þeim með einstrengislegum og úreltum hugsunarhætti. Hugsunarhætti manna sem lifðu fyrir tvö þúsund árum. Þessi framkoma kirkjunnar gagnvart okkur samkynhneigðum er jafn fáránleg og að krefjast þess að öll skip sigldu eftir sjókortum sem voru gerð á sama tíma og biblían var skrifuð. Íhaldssemi ríkisstofnana getur verið góð en þegar hún er farin að bera merki skærrar heimsku og stöðnunar er hún orðin hættuleg öllum, ekki aðeins okkur samkynhneigðum. Ég er alinn upp sem kristinn maður og þau áhrif verða seint eða aldrei fjarlægð, en ég þekki líka til almennrar siðfræði og tel kirkjuna rugla fólk í ríminu. Í mínum huga hefur kærleikur engin skilyrði og ég trúi á hann og lifi í hans anda. Ástin verður að hafa skilyrði en ekki kærleikurinn. Kirkjan setur alltof mörg skilyrði og sendir þar með röng skilaboð til samfélagsins. Verst eru þau skilaboð um samkynhneigt fólk. Það er umhugsunarvert hversvegna kirkjan velur okkur samkynhneigða sem óvini. 

Ég vil taka það fram að ég sem leikmaður og tel mig langt frá því að búa yfir einhverri fræðilegri þekkingu og að ég aðskila trú einstaklings sem eitt en boðskap trúarstofnunnar sem annað. Þetta er sem sagt hugleiðing byggð á reynslu minni. Reynslu sem segir mér að til að ná völdum, sem er það svo nauðsynleg, beita margir þeim aðferðum að upphefja sig á kostnað annarra. Þetta sé ég bæði hjá einstaklingum og stofnunum. 

Réttindabarátta okkar samkynhneigðra hér á landi hófst fyrst opinberlega í ágústbyrjun 1975 þegar undirritaður steig fram og hóf baráttuna. Eftir það tók við talsverð vinna við að stofna samtök um málstað okkar og það tókst loks 9 mai árið 1978. Það var ekki átakalaust því ég þurfti að fást við marga drauga á mörgum sviðum og skipti þá ekki máli hvort ég tókst á við sam- eða gangkynhneigða manneskju.  Síðan þá hef ég stanslaust unnið að þessum málum leynt og ljóst. Það hefur svo sannarlega reynt á þolinmæði mína í gegnum árafjöldann. Andstaðan var veruleg í byrjun og mér bölvað, hrækt á mig, mér hótað og ógnað, vísað á dyr á skemmtistöðum, fékk ekki vinnu né húsnæði og jafnvel var reynt að drepa mig. Allt það segir talsverða sögu og hún hljómar ótrúverðug í eyrum yngri kynslóða í dag. En sönn er hún engu að síður.

Þann 27 júní árið 1996 gengu í gildi hér á landi lög sem tóku loksins á réttindum samkynhneigðra og var þar löngu tímabært. Lög þessi tóku samt ekki á öllum málaflokkum sem snéru að okkur. Það er að segja okkur var ekki veitt fullt frelsi til jafns við aðra menn í þessu landi. Við erum þó nógu góð til að greiða okkar skatta og eigum að standa við okkar skyldur. Alveg frá byrjun hefur það verið mér ljóst að sigur okkar verður aðeins unnin í áföngum. Árið 1996 var skrefið ekki stigð til fulls vegna ótta stjórnmálamanna við kirkjuna og aðra trúarhópa. Kirkjan þurfti sitt aðlögunar og umhugsunartímabil. Eins og hún hafi ekki haft tíma til að skoða stöðu sína fram til þessa dags! Samkvæmt minni reynslu mun kirkjan aldrei taka okkur samkynhneigt fólk fyllilega í sátt. Forsvarsmenn kirkjunnar tala um okkur á þann hátt að þeir vilji umbera okkur og benda á nýja siði og viðhorf samtímans sem þeir taki tillit til. En kirkjan vill aðeins tefja málið með umburðarlyndishjali sínu og bíður eftir færi á að ná sínum fyrri völdum aftur.

Með boðskap sínum hefur kirkjan og henni tengdir trúarhópar veitt margri sómamanneskjunni sem ég hef kynnst um ævina óbærilegum kvölum og sálarangist, sundrað fjöldskyldum og vinahópum og beinlínis hrakið fólk í dauðann. Margur virðist ekki geta séð að kirkjan er einfaldlega stofnun um trúarbrögð, verslun, sem telur sig hafa eitthvað "umboð að ofan" þeas að þeirra vilji sé vilji guðs. Guð sem er skapaður af mönnunum. Trú er manninum meðfædd og maðurinn þekkir þessa hvöt sína og hefur reynt að efla hana og þann kraft sem henni fylgir til að láta gott af sér leiða. Siðferði höfum við skapað til að aðgreina okkur frá hinum dýrunum, ná valdi á lægstu og ómerkilegustu hvötum okkar. Og ég get ekki séð kynhvötina sem ómerkilega og ósiðlega. Ég held að hún sé þeim aðeins fjötur um fót sem ráða ekki við hana og þyrnir í augum þeirra sem hafa hana ekki, einhverra hluta vegna, eða reyna að afneita henni í viðurvist annarra en láta undan henni þegar þeir halda að engin sjái til. Kynhvötin er alltof  stór þáttur í lífi hvers einstaklings til að henni sé hafnað eða hún sé bæld niður. Að ég tala ekki um að einstaklingur skammist sín fyrir hana vegna viðhorfa trúarbragða eða flokka. Líkt og öllum hvötum mannsins fylgir kynhvötinni ábyrgð.  Fyrir áratugum tók ég yfirvegaða ákvörðun, sem ekki var létt, en hún var að eignast ekki börn. Það var ekki vegna þess að ég gæti það ekki, eða langaði ekki til þess, heldur vegna þess að ég kaus að lifa í sátt við sjálfan mig sem samkynhneigður maður. Það þýddi um leið að ég fór gegn heimsku og mannskemmandi ægivaldi kirkjunnar.

Ég álít að trú sé einkamál hvers og eins. Fyrir mér þýðir orðið kirkja, staður þar sem margir koma saman til að sýna samstöðu um trú. Og samstaða þýðir að veita jafnt þeim veikasta sem hinum sterkasta styrk á erfiðum stundum. Í minni kirkju er engin manneskja né lifandi vera undanskilin. Mín reynsla af íslendingum er að meirihluti þeirra er hlýtt og vel meinandi fólk. Eins og staðan hefur verið, og er, þá geri ég þá einföldu kröfu fyrir mína hönd og annarra samkynhneigðra að mannréttindi okkar verði virt til fulls við aðrar manneskjur. Allt annað er kúgun sem líkja má við þrælahald. Og þessari kröfu minni hef ég alla tíð beint til Alþingis.

Þegar litið er til trúarbragða, t.d. hér á landi, þá eru þar eilífar deilur um túlkun mála. Það líður varla það ár að ekki blossi upp  einhverjar deilur innan safnaða hér og þar um landið. Enda kirkjan í mörgum deildum. Margur trúarleiðtoginn hefur valdið gríðarlegum harmi innan margra fjöldskyldna með því að leyfa sér að kveða upp harðneskjulega dóma  yfir okkur samkynhneigðum og þar með gera sitt ítrasta til að sundra okkur, fjöldskyldum okkar og vinahópum. Afleiðingarnar eru oft skelfilegri en orð fá lýst. Menn verða að gera það upp við sig hvort og hversvegna þeir vilja tilheyra einhverjum trúarflokki en þeir verða þá líka að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Mín skoðun er að viðhorf margra trúmanna skapaði hér áður neikvæða  aðstöðu okkar samkynhneigðra og á meðal þeirra verðum við alltaf umdeild og jafnvel bannfærð og ber okkur því skylda að snúa baki við þeim og leggja áherslu á lög og rétt hiðs veraldlega valds. En það þýðir ekki að við eigum að slá á útrétta sáttarhönd skyldi hún birtast. En trúarbrögð eru að mínu viti mesta eitrið í mannlegum samskiptum.

Ég er orðinn sextugur maður og hef eytt meiri hluta ævi minnar í að berjast fyrir mínum sjálfsögðu réttindum. Þessi barátta hefur kostað mig mikið, alltof mikið. Mín eina huggun er að baráttan hefur skilað árangri. Og skammt er í land. Það eina sem kemur í veg fyrir að landa baráttu okkar endanlega er afstaða kirkjunnar. En íslenska kirkjan er stofnun innan ríkisvaldsins og verður að fara að lögum þess. Og íslenska kirkjan nýtur valds í gegnum meðlimafjölda sinn. Ég hvet því alla samkynhneigða, aðstandendur þeirra, vini og samherja til að segja sig úr kirkjunni og draga þannig úr mætti hennar og krefjast aðskilnaðar hennar frá ríkinu. Það duga ekki þau rök að fullyrða að maður eigi að vera í kirkjunni og breyta henni innanfrá slíkt mun ekki gerast, breytingin kemur aðeins utan frá þegar tréhestaviðhorfa æðstu ráðamanna lúffar fyrir einmanaleika sínum. Tómar kirkjur; breytt stefna.
Kirkjan hefur ekkert að gera með mína trúarþörf og ég vil halda minni trú fyrir sjálfan mig en um leið deila henni með fjöldanum án skilyrða kreddumanna. Ég þarf ekki að fara í kirkju til að rækta með mér þá vissu að andlegu lífi mínu sé best borgið með að halda því lifandi og vakandi. Heimspekin er mun skemmtilegri heimur. Einmitt sú þörf að vera andlega vakandi gerir mig gagnrýninn og sjálfstæðan en um leið skil ég nauðsyn þess að sýna meðbræðrum mínum skilning, umhyggju og kærleika af því að þetta eru sterkir meðfæddir eðlisþættir mínir. Fyrir mér er kærleikur hugarafstaða og þar er ekki skugga að finna. Mér finnst ekki að stofnun eigi að fá að ráðskast með þá eiginleika mína né annarra. Engin stofnun skal fá að troða því inn í hausinn á mér og skapa mér það lífsviðhorf að ég megi niðurlægja aðra manneskju vegna geðþótta míns. Auk þess hefur heimurinn upp á mörg trúarbrögð að bjóða og lífsviðhorf. Hversvegna að velja aðeins það sem í mann var troðið og uppá mann neytt? 

Mér gengur illa að skilja samkynhneigt fólk sem vill fá kirkjulega blessun þegar að sambúð kemur. Sambúðin mun ekki ganga betur fyrir það. Barátta okkar samkynhneigðra hefur ekki miðast að því að breyta veraldlegu valdi staðnaðra trúarstofnanna. Heldur að standa að fullu á þeim rétti okkar (sem og annarra)að hafa rétt til lífs okkar. Veraldlegar hugmyndir um tilvist,lög og rétt manna, eiga að hafa forgang umfram boðskap kirkjunnar. 

Nú hef ég lifað í ö ár í staðfestri sambúð og það var stórt skref að stíga. En eftir að þetta skref var stigið framkallaði það miklar breytingar á högum okkar beggja. Líf okkar fékk enn meira tilfinningalegt gildi og dýpt. Auk þess sem það veitti okkur félagslegt og fjárhagslegt öryggi sem ekki var fyrir. Við höfðum enga þörf fyrir kirkjubrúðkaup, hvorki með hrísgrjón eða blessun. Öryggi okkar byggir á gagnkvæmri virðingu, ást og heillindum gagnvart vinum, fjöldskyldum og umheiminum. Og af því að við erum raunsæir menn þá áskiljum við okkur þann rétt að skilja ef leiðir okkar munu ekki lengur eiga saman. Líf er stöðug breyting en ekki stöðnun. Veraldleg lög umfram trúarlög. 

Nóvember 2005

Hörður Torfa

------------------

Sagan um fuglinn.

Einu sinni var fugl sem fæddist á norðurhjara veraldarinnar. Og þegar sagt er á norðurhjara veraldarinnar er átt við að þar sé kalt. En það vissi fuglinn ekki og andaði að sér sama loftinu og hinir ungarnir í hreiðrinu og borðaði þann mat sem mamma hans færði honum og naut umhyggju hennar og svo lærði hann að syngja eins og pabbi sinn og sækja skjól í hreiðrið þegar rigndi og blés og að teygja sig í sólargeislana þegar þeir birtust. Þannig ólst hann upp í túnfæti í hrjóstugu landi ásamt systrum sínum og bræðrum og honum þótti gaman að lifa og leika sér. Hann fylgdist fullur aðdáunar með vængjataki foreldra sinna. Dag einn þegar hann og systkyni hans voru orðin nægilega stór sagði pabbi þeirra að nú ættu þau að fylgjast vel með hvernig hann bæri sig að við að fljúga. Og við mikinn fögnuð ungana sýndi pabbinn þeim allar þær aðferðir sem hann kunni og það gerði mamman líka. Og nú hófst stórskemmtilegt tímbil í ævi unganna en það var þegar þau þurftu sjálf að fljúga. Það var mikið tíst og kvakað í hreiðrinu þá daga. Öll duttu þau fram úr og lágu ringluð smá stund á meðan þau voru að átta sig og hefja leikinn á ný. En öll náðu þau smám saman tökum á því að fljúga og um leið að hlusta á ráð foreldra sinn um gleði og hættur lífsins. Svo hófust nær endalausar flugæfingar því allur hópurinn þurfti að búa sig undir langt flug til fjarlægs lands. Fuglinn skyldi ekki allan þennan boðskap enda var hann of upptekinn af þessum nýja þætti tilveru sinnar; að fljúga.

Sumarið leið hratt og haustið kom og allir farfuglarnir hópuðust saman og hófu langflug sitt yfir hafið. Meðal þeirra var fuglinn. Hann fór alla leið til afríku og honum fannst ótrúlega gaman að koma þangað og honum leið bara ansi vel þarna í ylnum. En hann saknaði alltaf æskustöðvanna og varð ákaflega glaður þegar hann frétti einn daginn að hann ætti að fljúga til baka. Eiginlega fannst honum það skylda sín. Og í gleði sinni flaug hann af stað á undan öllum  hinum, þaut með ofsa hraða í gegnum Evrópu og rataði auðveldlega. Það var eins og leiðinn væri stimpluð inn í hann. Hann lenti á norðurströnd Skotlands og hvíldi sig í nokkra daga áður en langflugið yfir Atlandshafið hófst. Fullur orku og eftirvæntingar lagði hann af stað, klauf loftið syngjandi af gleði og heimþrá sem varð næsta óbærileg þegar landið nálgaðist. Hann var kominn vel upp að strönd landsins þegar hann gleymdi sér og snarhækkaði flugið til að geta séð til heimabyggðar sinnar sem fyrst. Í þessum hvatvísu gleðilátum gleymdi hann öllum þeim reglum sem foreldrar hans höfðu kennt honum og hann flaug einfaldlega allt of hátt og lenti í ísingu. Samstundis varð hann að ísklumpi. Hann fylltist skelfingu þegar hann fann að hann gat ekki hreyft sig lengur og steyptist ósjálfbjarga niður á ofsahraða og jörðin kom nánast öskrandi á móti honum. En sem betur fór þá var núningur loftsins svo mikill að ísinn tók að bráðna og við það þiðnaði hluti stélsins, vængjanna og haussins. Þetta varð til þess að fuglinum tókst með herkjum að lenda magalendingu í túnfætinum þar sem hann hafði fæðst. Lendingin var svo harkalega að fuglinn rotaðist.

Ísklumpurinn þaut rétt ofan við haus belju einnar sem var þarna á beit. Hún fylgdist forviða með ísklumpnum skoppa eftir túninu og stansa. Beljan tók að velta því fyrir sér hvort himnaguðir væru farnir að senda rigninguna niður í fernum svona eins og mannfólkið var farið að senda mjólkina úr henni á markaðinn. Það leist henni ekki vel á. En þó henni væri meinilla við allar framfarir og gat ekki sætt sig við neinar breytingar sem höfðu átt sér stað í heiminum eftir að júgursmyrslið var fundið upp, varð forvitnin skoðunum hennar yfirsterkari og hún ákvað að kanna málið. Auk þess var hún ekki alveg viss um hver þremillinn þetta væri. Hún rölti þessvegna að þessu fyrirbrigði og hnusaði að því þó í þeirri stellingu að hún yrði fljót að hlaupa frá því ef þetta reyndist, til dæmis, taka upp á því að gelta. Hún treysti nefnilega ekki hundum.

Henni til mikillar undrunar sá beljan að þetta var fugl sem lá ósjálfbjarga í ísklumpi. Og það sem meira var, beljan kannaðist við fuglinn og mundi eftir honum frá árinu áður. Sérstaklega hafði hún tekið eftir lífsgleði hans og ákafa í að fljúga. Henni var ekkert sérlega vel við verur sem höfðu vængi. Stór eyru voru að hennar mati miklu veigameiri og já, fallegri. Það lá við að henni sundlaði þegar henni var hugsað til síðastliðins sumars og hún varð að svara heimskulegri spurningu einmitt þessa fugls sem lá rotaður fyrir framan hana um hversvegna beljur hefðu ekki vængi. Slík fjarstæða hafði aldrei getað hvarflað að henni sjálfri. Enda hafði beljuguðin skapað allar verur í sinni mynd, vængjalausar með stór eyru, tilkomumikinn hala og júgur. Það gat hver sem vildi sé það í hvaða polli sem var ef viðkomandi kærði sig á annað borð um staðreyndir.  Hún þakkaði af alhug tilverunni og guði sínum fyrir að hafa ekki fæðst sem fugl, því ljótir voru þeir. En þeir áttu víst sinn tilverurétt og þessvegna umbar hún þá. Þeir voru heldur ekki svo slæmir greyin þegar öllu var á botninn hvolft. 

Hún gekk að fuglinum og hnusaði að honum og vakti hann úr rotinu með því að sleikja hann með heitri tungunni. Þetta þótti litla fuglinum ógeðslegt og óvirðulegt og mótmælti kröftuglega svona framkomu með háu tísti og notaði allr þær svívirðingar sem hann kunni um beljur. Hann var sárlega móðgaður yfir svona framkomu. Beljan leit pollróleg á hann og hristi höfuðið og dæsti. Þú ert nú ekki í neinni aðstöðu til að vera að rífa kjaft, litli fugl, fastur í klakastykki af því að þú varst svo mikill kjáni að fljúga of hátt. Það er vor hérna og allra veðra von. Það er ekki of hlýtt hérna ennþá og við eigum meira að segja von á næturfrosti svo þér veitir ekki af allri þeirri hlýju sem þú getur fengið ef þú ætlar að losna úr þessum vanda.
Góða besta haltu kjafti með þína slímugu og ógeðlegu tungu, svaraði fuglinn. Ég get alveg bjargað mér sjálfur úr þessum vanda.
Ó nei, góurinn, svarði beljan. Það geturðu ekki því sólin er að setjast og við beljurnar að fara heim í fjós og þú munt frjós í hel í nótt ef ég hjálpa þér ekki. Svo snéri beljan rassinum í fuglinn skeit á hann og labbaði heim í fjós.

Fuglinn sleppti sér algjörlega við svona ósvífni og öskraði allar þær mögnuðustu svívirðingar um skítlegt eðli beljunnar og allra hennar ættingja sem voru aumingjar af verstu sort. Hann veitti því ekki athygli í hamslausri reiði sinni að ísinn þiðnaði og líkami hans hitnaði. Hann veitti heldur ekki athygli ketti einum sem hafði heyrt hávaðann í honum og nálgaðist á miklum hraða með stýrið upp í loftið. Það var ekki fyrr en kötturinn var alveg kominn upp a honum og hafði spurt hann ísmeygilega fjórum sinnum hversvegna hann hefði svona hátt að fuglinn áttaði sig á nærveru hans og svaraði honum og útskýrði sárhneykslaður framkomu beljunnar í sinn garð.
Þú átt alla samúð mína, sagði kötturinn. Svona framkoma á ekki að líðast. Ég skal hjálpa þér, vinur og draga þig upp úr skítnum.
Þakka þér hjartanlega fyrir svaraði fuglinn, gráti nær yfir þessum elskulegheitum. Það er alltaf gott að eiga sanna vini.
Þetta var það síðasta sem hann sagði í lífinu, því kötturinn glennti upp ginið, beit hann í hausinn og dró hann upp ú klessunni og át hann.

Þeir reynast manni ekki alltaf góðir vinir sem draga mann upp úr skítnum.

2000
Hörður Torfa 

-------------------

Opið bréf til Þorgerðar Katrínar.

Komdu sæl, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Menntamálaráðsstýra.

Ef lífið er hálftími þá hef ég beðið í korter og nú er mig að bresta þolinmæði og því tek ég til þess ráðs að skrifa þér opið bréf og spyrja þig ráða. Hvernig beðið í korter? Jú, eftir að fólk skilji tilgang minn sem listamanns. Með starfi mínu og framlagi tel ég mig hafa haft áhrif á samtíma minn á ýmsan hátt og slíkt starf kostar peninga. Þeir peningar sem ég hef aflað hef ég umsvifalaust sett strax inn í starfið aftur. En það þarf meira til og áratugum saman hef ég sótt um starfslaun listamanna og alltaf fengið höfnun án nokkurra skýringa.

Því  tek ég til þess ráðs að skrifa þér þetta opna bréf þar sem ég er líka orðinn þreyttur á að bíða eftir fundi með þér. Ég pantaði viðtalstíma 8. ágúst síðastliðinn og hef ekki fengið neitt svar og nú er enn einu sinni að renna upp tími til að sækja um starfslaun listamanna. Þessvegna langar mig til að leita ráða hjá þér til að reyna að láta það heppnast í þetta sinn. Ég óska semsagt leiðbeininga þinna sem æðsta og valdamesta manns menntakerfis okkar og spyr; hvað þarf til að umsókn komi til greina? Og á höfnun á styrk ekki að vera rökstudd? Og ég bíð eftir svari.

Kannski þekkirðu ekki sögu mína og þessvegna ætla ég að stikla á mjög stóru svo þú áttir þig á málinu. Það eru nefnilega 29 ár liðin síðan ég var settur í biðstöðu, eða kannski má kalla það úthýsingu eða svartan lista. Ég útskrifaðist sem leikari frá skóla Þjóðleikhússins vorið 1970 og frá þeim tíma og fram til 1975  lék ég í kvikmyndum, gerði plötur með eigin söngvum, leikstýrði, lék í leikhúsum og sjónvarpið gerði þætti um starf mitt. Ég var semsagt eftrsóttur í starfi mínu. Öll sú eftirspurn hvarf sem dögg fyrir sólu í ágústbyrjun 1975 og sú staða er óbreytt enn þann dag í dag. Og lái mér hver sem vill að ég er orðinn þreyttur á því ástandi.

Ástæðunnar er að leita í þeirri staðreynd að ég tók uppá því að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra árið 1975, en í þá daga var slíkt talið vera glæpsamlegt. Við það framtak hættu plötur mínar að seljast, og margt fólk hætti að hlusta á tónlist mína. Ég var umvafinn þögn og fyrirlitningu og varð að lokum að flýja land til að halda lífi og heilsu. Það sýnir ástandið að það tók mig nærri þrjú ár að koma saman Samtökunum ´78 og enn fleiri ár þar til aðrir samkynhneigðir einstaklingar þorðu að koma fram undir nafni og sýna andlit sín opinberlega. Alla daga síðan í þessa áratugi hef ég staðið einn og óstuddir að framtaki mínu sem listamaður því eina úrræði mitt var að fara um landið og ræða við fólkið um fjölbreytileika mannlífsins í gegnum söngva mína. Ég gerðist eins manns leikhús. Ég þurfti aldrei að nefna samkynhneigð á nafn þar sem allir vissu að ég var samkynhneigður, það hafði ekki farið framhjá einum einasta einstaklingi í landinu, og hatursmenn slíks höfðu sig vel frammi gagnvart mér og reynt var meira að segja að drepa mig, svo ég tali ekki um aðrar ávirðingar, leyndar og ljósar. Í stuttu máli ég fékk á mig svo fjandsamlegan stimpil meðal manna að hann loðir við mig ennþá. Getur það verið ástæðan fyrir því að ég fæ aldrei listamannalaun?

Með tíð og tíma og vegna þrautsegju minnar að gefast ekki upp, ávann ég mér virðingu fólks sem hlustaði og það er svo komið í dag að stór hópur fólks kemur á tónleika mína, enda viðhorf manna til samkynhneigðar stórbreytt. Ég gerði mér strax í upphafi far um að sýna ábyrgð í starfi mínu vitandi að ég var eini sýnilega maðurinn sem fór um landið og gekkst við að vera samkynhneigður. Þessi afstaða mín mótaði allt mitt vinnulag svo og viðhorf annarra til mín. Eina vinnan sem ég fékk í 22 ár var sú vinna sem ég skóp mér sjálfum. Ég hef mátt safna saman peningum til að gefa verk mín út sjálfstætt og listi minn yfir höfnun fjármagnsaðila er langur og sama er að segja um plötuútgefendur hér á landi. Ég hef enga “mulningsvél” á bakvið mig og á því mjög erfitt með að koma verkum mínum að og fá athygli í fjölmiðlum, ef undan er skilin Rás 1 og Rás 2.  

Það er ekki heiglum hent að stunda starf það sem ég hef gengt. Margir hafa reynt og gefist upp. Engan veit ég sem hefur haldið dampi jafnlengi og ég, einn og óstuddur. Þakka ég þessu úthaldi mínu menntun minni og þekkingu á eðli leikhússins svo og móttöku og skilningi þess fólks sem hefur sótt tónleika mína og skilið hvað ég er að fjalla um. Sá hópur hefur farið stækkandi. Starf listamanns er tímafrekt og kostnaðarsamt og tímabundin höfnun er í sjálfu sér eðlileg á meðan listamaðurinn er að skýra afstöðu sína en þegar höfnunin er farin að skipta áratugum og orðin að einhverskonar sjálfsögðu viðhorfi þá er eitthvað að. Spurningin er bara, hvað?

Framsetning mín, sem listamanns, er enn í dag áhersla á gleði, samvinnu og fjölbreytileika okkar sem heildar. Að við séum ein heild samansett af mörgum ólíkum einingum og eigum að taka tillit til hvers annars. Að við hættum að dýrka lífsflóttann og auðveldustu leiðirnar. Fyrirhöfnin og baráttan stækkar okkur og eflir sem einstaklinga. Ég játa hér á mig þá skoðun að ég neita að beygja mig og sveigja eftir lögmálum markaðshyggjunnar á þá leið að „gera það sem fólkið vill” til að halda vinsældum. Fari maður þá leið er horfinn allur mergur tilverunnar og maður er farinn að sveiflast eftir vingulshætti peningahyggjunar og ístöðuleysis og þar með hefur maður hafnað kjarna málsins. Það væri eitthvað svipað og að góður listmálari sem málar aðeins eina mynd, alltaf þá sömu, af því að hún selst best. 

Ég hef semsagt eytt helmingi ævi minnar í baráttu og notað til þess þolinmæði, umburðarlyndi og alla mína peninga. Ég hef horft upp á marga sem hafa fetað í fótspor mín, mörgum árum eftir að ég lagði línurnar, fá styrki og stuðning og jafnvel heiðursmerki, og ekkert hef ég nema gott eitt um það að segja. En ég spyr þig í einlægni; get ég ekki fengið smá stuðning líka?

Ég vil taka það fram að ég hlaut starfsstyrk frá Reykjavíkurborg og FTT í ár. Þeir styrkir bergmála í nýjasta verki mínu Loftssögu og hafi viðkomandi aðilar kærar þakkir fyrir skilninginn og hjálpina.

Reykjavík 2004

Hörður Torfa

--------

Vajont

 

Árið 1999 bjó ég í Feneyjum og ferðaðist víða um Ítalíu. Margt þar í landi vakti athygli mina og áhuga meðal annars harmleikurinn sem átti sér stað við stífluna Vajont árið 1963. Ég lagðist yfir bækur og blöð og kynnti mér málið og útkoman var þessi grein.

Á norð austur Ítalíu, nánar tiltekið, í Feneyjahéraði er Piavédalurinn. Dalurinn er nefndur eftir ánni Píavé sem rennur eftir honum frá Ölpunum og niður til Adrianhafsins, tæplega 200 km leið. Á miðri þessari leið er, meðal annarra, að finna þorpin Longarone , Pirago, Rivalta, Fae og Codissago og sameiginlegur íbúafjöldi þessara þorpa var rúmlega tvö þúsund manns. Öll þessi þorp og íbúar þeirra hurfu á fjórum mínútum í einu hrikalegasta umhverfisslysi Ítalíu. Sum þessara þorpa hafa byggst upp aftur og mannlífið þar hefur færst aftur í eðlilegt horf. En það gleymir enginn þeim hörmungum sem áttu sér stað 9. október 1963 klukkan 22.39. Þetta er saga um hvernig valdamenn koma sínu fram í trássi við álit og vilja almennings. Saga spillingar, valdníðslu, lyga, svika, blekkinga, græðgi, tillitsleysi, kæruleysis, hroka, þjóðarrembings, eineltis, ofsókna og að lokum mikillar sorgar. Spurning er í dag hvort við menn höfum lært nokkuð af þessum skelfilegu atburðum eða hvort við ypptum bara öxlum og kjósum að gleyma.

Það sem gerðist var að landskrið varð í hlíðum gljúfursins ofan við stífluna sjálfa og 260 milljón kúbiklítra aurskriða féll með ofsahraða í vatn stíflunnar og skóp háa öldu sem síðan skall upp mótstæða hlíð og niður í vatnið aftur og sendi 25 milljón kubiklítra í 50 metra hárri bylgju vatns og jarðvegs yfir stíflugarðinn. Bylgja sveif yfir nokkur þorp og skall á hlíðinni á móti þar sem þorpið Longarone stóð og sópaði því burtu og æddi síðan öskrandi af stað í átt til sjávar. Ferlíkið tók með sér allt sem á vegi þess varð þar á meðal 4 önnur þorp og alla íbúa þeirra samtals tvöþúsund manns. Allt þetta gerðist á 4 mínútum

Við verðum að hverfa til ársins 1929 til að fá upphafið. Á þeim tíma var Guiseppe Volpi einhver áhrifamesti athafnamaður Ítalíu. Hann átti meðal annars og rak fyrirtækið De Sade. Það fyrirtæki hafði látið reisa sjö orkuver meðfram ánni Piave en framleiðslugeta þeirra var verulega takmörkuð þar sem vatnsmagn hennar var háð árstíðum. Það er að segja haust og vorrigningum,  þess á milli var áin nánast kraftlaus. Orkuverin þurftu að geta framleitt rafmagn stöðugt allt árið út í gegn og til að svo yrði þurfti að grípa til ráðstafanna. En hverra?

Sú hugmynd fæddist og varð ofaná að reisa skyldi stóra stíflu í Vajontdalnum þar sem vatni yrði safnað saman frá ýmsum stöðum. Einskonar vatnsbúr svo orkuverin nýttust vel allan ársins hring. Verkfræðingur ásamt aðstoðarmanni var sendur í dalinn árið 1929 til að kanna allar aðstæður. Niðurstöður hans voru jákvæðar í alla staði. Vajontdalurinn var kjörinn fyrir stíflu og uppfyllti öll hugsanleg skilyrði. Betra gat það ekki verið að hans mati. En grunur leikur á að verkfræðingur þessi og aðstoðarmaður hafi ekki unnið verk sitt nægilega vel og eytt mestum tíma sínum í að ljósmynda fólk. En það má líka benda á þá staðreynd að árið var 1929 og að menn höfðu ekki yfir þeirri tækni að ráða sem seinna varð og alls ekki þeirri reynslu sem nútímamenn hafa í stíflugerð.

En árið 1929 var staðurinn fyrir væntanlega stíflu  semsagt fundinn og hugmyndin komin á skrið.  Það er að segja nú tók við annasamur tími fjármögnunar og hönnunar hjá De Sade fyrirtækinu. Slíkt tekur sinn tíma og tilheyrandi fundarhöld. En þrátt fyrir jákvæða skýrslu fyrrnefnds verkfræðings var ekki hlaupið að því að reisa stífluna. Þarna voru ýmsir erfiðleikar sem þurfti að yfirstíga. Til að byrja með þá bjó fólk í dalnum sem byggði afkomu sína á hluta þessa landsvæðis. Þetta fólk mótmælti kröftuglega öllum áætlunum um stíflugerð og neitaði að flytja þaðan. Það vildi fá að lifa í friði í dalnum sínum. En þetta var ómenntað afdalafólk sem kunni lítt að takast á við klæki veraldarvanra kaupsýslumanna og var því auvelt að fást við.

Volpi og félagar voru ekki lengi að finna krók á móti bragði og áhyggjur þeirra hurfu snögglega. Þeir nýttu sér einfaldlega ítalska glettni og kerskni. Þorpin sem mestu mótmælin bárust frá í upphafi stóðu efst á fjallshrygg við Vajontdalinn og hétu Erto og Kasso. Nöfn þessi hljóma ekkert ósennileg í eyrum þeirra sem ekki kunna ítölsku. En við skulum líta aðeins nánar á þetta. Ítölsk fyndni er ansi klúr og daglegt mál ítala höfðar oftar en ekki til alls sem að kynlífi lítur. Og er þá ekkert sparimál notað. Kasso þýðir getnaðarlimur og Erto þýðir harður eða stífur. Bæði þorpin nefnd í sömu andrá þýða semsagt standpína. Og árið 1929 þótti óviðeigandi að birta slíkt á prenti. Hvað þá að taka mark á fólki sem skýrði þorp sín slíkum nöfnum. Það hafði víst aldrei verið kært með íbúum þessara þorpa og nú kom það þeim í koll. Mótmælin fóru því ekki hátt í byrjun og Volpi og hans fólk vann ötullega og ótrufluð að framgangi stíflugerðar í Vajontdalnum. 

Íbúar Erto og Kasso bentu meðal annars á þá staðreynd að öll örnefni í dalnum ættu að vera nægileg ástæða til að hverfa frá allri stíflugerð þar. Örnefnin gáfu sterklega til kynna mjög ótraustan jarðveg. Má þar nefna fjallið beint á móti þorpunum Erto og Kasso, hinum meginn í dalnum, sem varð önnur hlið stíflunnar og það fjall sem gaf sig að lokum var kallað Toc sem þýðir á mállýsku héraðsbúa; rotið, innihaldslaust eða mótstöðulaust. Heiti dalsins, Vajont, þýðir; fer niður, skríður til. Hafa ber í huga að nafngiftir í umhverfi spretta oftast af atburðum og reynslu manna, slæmri eða góðri í gegnum tíðina.

En í hönd fóru einnig tímar óróa og fasistar tóku völd á Ítalíu. Volpi var snöggur til árið 1922 að skrá sig í Fasistaflokkinn og var fljótlega eftir það gerður að einum af fjármálaráðherra Mussolinis. Hann nýtti sér aðstöðu sína og breytti þar ýmsu sér í hag þannig að ítalska ríkið veitti rausnalega styrki til allrar stíflugerðar. Og þar með komst málið á meiri skrið og létti fjárhagsvanda hans. Volpi var kænn maður og háll sem áll. Þegar hann síðar sá fyrir sér endalok styrjaldarinnar og þar með Mussolinis flutti hann til Sviss og lagði talsverða vinnu í að sannfæra Ítali og aðra um að hann hefði alltaf verið föðurlandsvinur. Þetta bragð hans tókst og hann starfaði áfram af fullum krafti að framkvæmdum sínum á Ítalíu að lokinni seinni heimsstyrjöld.

Stíflan átti ekki að verða nein smásmíði, 200 metra há, stöðuvatnið rúmlega sjö kílómetra langt og það geymdi að lokum 150 milljónir tonna vatns sem var safnað var saman úr sjö nærliggjandi stöðuvötnum eftir leiðslum sem voru samtals 35 km langar. Lægsti punktur stíflunnar yrði 460 metra hæð frá sjávarmáli, en þess má geta að þorpið Longarone er í nákvæmlega sömu hæð beint á móti stíflunni í Píavédalnum. Hæsti punktur stíflunnar yrði því 660 metrar frá sjávarmáli. Stíflan sjálf átti að vera 200 metra samkvæmt fyrstu teikningum og var þannig lögð fyrir Mussolini sem hafnaði þeim. Volpi lét slíkt ekki slá sig út af laginu og fékk samþykki annarra viðeigandi aðila fyrir stíflunni. Það var hjá öryggisnefnd nokkurri. Hvernig hann fór að því verður hver og einn að geta sér til um. En staðreyndir málsins eru þær að nefnd þessi var undir venjulegum kringumstæðum skipuð 40 mönnum og til þess að fá mál samþykkt í henni urðu að minnsta kosti 21 meðlimur hennar að gefa samþykki sitt. En á þessum tíma var stríð og nefndin aðeins skipuð 13 mönnum. Í gegnum þessa veikbyggðu 13 manna nefnd fór mál Volpis og var á furðulegan hátt samþykkt. Leyfið fyrir stíflunni var semsagt ólöglegt. Þessum pappírum var óspart veifað og beitt nokkrum árum seinna, eða árið 1948, þegar De Sade fyrirtækið sem Volpi var forstjóri fyrir lét flytja allt fólk burt úr Vajontdalnum sem var á því svæði sem hann þurfti að nota.

En það var samt ekki fyrr en 1956 að 400 verkamenn mæta á svæðið og hófu störf við sjálfa stíflugerðina, tuttugu og sjö árum eftir að fyrsta undirbúningsvinnan hafði verið framkvæmd. ( Á ráðstefnu sem haldin var í Prag árið 1956, veltu sérfræðingar fyrir sér spurningunni hvort reisa ætti stíflugarða til raforkuframleiðslu á svæðum þar sem hætta væri á jarðskriði. Niðurstaða þeirra var að auðvitað væri það í lag. Þannig var viðhorf manna þá, en þannig er það ekki í dag.)

Fyrsta apríl 1957 sendir De Sade fyrirtækið beiðni til Ítalskra yfirvalda um leyfi til að hækka stífluna um 61,60 metra. Hæsti punktur hennar yrði því 721,60 frá sjávarmáli. 260,60 metrar eru þrjár og hálf sinnum hæð Hallgrímskirkjuturnsins. Þetta þýddi líka að vatnsmagn stíflunnar hækkaði frá 58 milljón kúbikmetrum upp í 150 milljón kúbikmetra. Það sem þeir tóku ekki fram í bréfinu var að þeir voru þá þegar búnir að hækka stífluna um þessa 60 metra án þess að ráðfæra sig við yfirvöld.  Sendinefnd kom frá Róm til að skoða framkvæmdirnar við stífluna og gera skýrslu fyrir stjórnvöld. Nefndin var látin ganga efst á stíflugarðinum sem var ekki frágengin. Þar gnauðaði vindurinn og engin handrið voru til verndar. Má rétt ýminda sér hvernig nefndarmeðlimum leið. Það fór semsagt ákaflega lítið fyrir faglegu mati þessarar nefndar og allir meðlimir hennar urðu svo miður sín af lofthræðslu að þeir voru sendir í snatri til fjallaþorpsins Cortina, sem er þarna skammt frá, til að ná sér. Það tók alla nefndina meira en viku að jafna sig eftir áfallið.

Svo þegar nefnd þessi átti að skila af sér skýrslunni um stífluna til ríkisstjórnarinnar leitaði hún til Volpi og manna hans um upplýsingar. Þeir afhentu fúslega falsaða skýrslu um ástandið og við getum rétt ýmindað okkur hvernig sú skýrsla hljómaði. Enn einn sigurinn fyrir Volpi. Og ekki veitti honum af því ýmsar gagnrýnisraddir voru orðnar ansi háværar. En það var langur vegur til Rómar og hver kærði sig um að axla ábyrgð á stíflunni? Að maður tali ekki um að gagnrýna valdamikla menn eins og Volpi? Þeir sem reyndu að skapa umræðu um ástandið, eða gagnrýndu stíflugerðina, voru blekktir með innantómum og einskisnýtum loforðum eða lentu í þessháttar vandræðum sem fæstir kæra sig um. Til dæmis var verkfræðingur nokkur sem vann í bæ nálægt Vajont sem gagnrýndi stíflugerðina harkalega í opnu bréfi og benti á hversu fáránleg hún væri og stórhættuleg. Sólarhring seinna var hann án allra skýringa fluttur í starfi óraleiðir í burtu. Og eftir það heyrðist ekki múkk frá honum.

Og annað dæmi. Skammt frá Vajont stíflunni var Ponte Sei stíflan sem hafði starfað í nokkur ár. Gagnrýnendur Vajontstíflunnar bentu á að þar væri að finna alveg sambærilegar aðstæður og þar væri hætta á landskriði.  Ponte Sei stíflan var aðeins 6 milljón kúbiklítra og því verulega minni. Og svo vildi til að um svipað leiti og þesssi gagnrýni var sett fram átti sér stað landskrið í  Ponte Sei. Nákvæmleg það sem menn óttuðust að gerast myndi í Vajont. De Sade menn sögðu að þetta allt væri ósköp eðlilegt og kæmi þeim ekkert á óvart þeir væru við öllu búnir. Landskrið væri hægt að fyrirbyggja með þeirri þekkingu sem þeir réðu yfir. Það þyrfti aðeins að fylgjast vel með landinu í kringum stíflurnar þá væri hægt að sjá landskrið fyrir og gera viðeigandi ráðstafanir. Þeir sögðust því hafa sett öryggisverði til starfa við Ponte Sei stífluna sem fylgdust nákvæmlega með öllu. Þetta væri allt í öruggum höndum þeirra og myndi ekki endurtaka sig. Þeir slepptu hinsvegar að nefna þá staðreynd að "öryggisverðirnir" var aðeins einn bæklaður öryrki sem var látinn vera á flakki við stífluna.  Og það var þeim alls ekki að skapi þegar landskriða féll aftur stuttu seinna í Ponte Sei stífluna og 20 metra há alda vatns og jarðvegs drap vörðinn. Þessvegna minntust þeir ekki á það og héldu því leyndu. Til að menn átti sig þá er 20 metra há alda á við fimm hæða hús.

Þó var einn blaðamaður að nafni Tina Merlin sem bjó í Longarone sem gagnrýndi vægðarlaust stíflugerðina og benti á þá hættu sem var samfara henni. Tina gjörþekkti allar aðstæður umhverfisins í Vajont dalnum þar sem hún hafði starfað með andspyrnuhreyfingunni í seinni heimsstyrjöldinni og farið um öll nærliggjandi fjöll og dali í áraraðir. Hún hafði einnig fylgst grant með framvindu allra mála við stíflugerðina og var ekkert að skafa utan af hlutunum í gagnrýni sinni. En Tina skrifaði í lítið bæjarblað kommúnista í Longarone sem fáir lásu og því fór lítið fyrir skrifum hennar. Kristilegi Demókrataflokkurinn var við völd á Ítalíu eftir stríð og samkvæmt þeirra kokkabókum voru það aðeins kommúnistar og stjórnleysingjar sem mótmæltu og gagnrýndu allt og alla aðeins til að skapa glundroða og sundrung. Á slíkar öfundsraddir var einfaldlega ekki hægt að hlusta. Þannig var öll umræða og gagnrýni þögguð niður. Tina Merlin hafði vaðið fyrir neðan sig og flutti frá Longarone því hún gerði sér fulla grein fyrir hættunni. Eftir að slysið átti sér stað var Tina ein af þeim fyrstu sem mættu á svæðið. Hún skrifaði þá bók um málið og rakti allan feril þess. Þeirri bók var lítið haldið á lofti og fór framhjá flestum og það liðu áratugir þar til menn gerðu sér grein fyrir mikilvægi hennar.

Eftir að byrjað var að hleypa vatni í Vajont dalinn vildu íbúar Kesso og Erto sem höfðu notað hlíðar Doc fjallsins til að rækta epli og ýmsar afurðir sér til framdráttar, fá brú yfir stífluna. Því hafði verið lofað í upphafi en eftir að De Sade menn höfðu hækkað stífluna kom slíkt ekki til mála að þeirra hálfu. Fjallið þolir ekki slíka brú, tilkynntu þeir fólkinu. En hvernig getur fjallið þá þolað stífluna með öllu þessu vatni?, spurði fólkið. En því var ekki svarað. Óánægðir héraðsmenn réðu til sín austurískan verkfræðing að nafni Muller til að meta stífluna og allar aðstæður. Hann dró upp ansi ófagra mynd af ástandinu. Mynd sem var ekki ófrábrugðin því sem gagnrýnendur stíflunnar höfðu haldið á lofti í langan tíma. Landið í hlíðum Toc fjallsins var á leiðinni niður í vatnið að hans mati. Aðeins tímaspurning hvernær það myndi æða af stað. Slíkt þýddi að 200 milljón kúbiklítarar af jarðvegi myndu falla niður í stífluna bráðlega og menn gætu gert sér í hugarlund hvaða afleiðingar slíkt hefði í för með sér. En Muller var fljótlega gerður tortryggilegur og ómarktækur með rökum þjóðernisrembings.

Árið var 1959 og Vajont stíflan tilbúinn. Stærsta stífla heims. Hvað vildu menn gera? Taka mark á einum manni, þessu Muller, sem auk þess var austurríkismaður. Og hvenær höfðu ítalir tekið mark á þeim? Átti að hætta við allt? Áttu Ítalir ekkert stolt? Hvert yrði álit heimsins á Ítalíu ef hætt yrði við stífluna? Og ítalir höfðu, þegar hér var komið við sögu, tekið að sér að reisa enn stærri stíflu í Egyptalandi, Azan stífluna, og voru í óða önn að undirbúa það verkefni. Ítalir höfðu þekkingu sem á var treystandi. - Þjóðrembingurinn varð ofaná og Muller var sendur til baka til austurríkis. Þar var hann best geymdur að mati De Sade manna.

1960 var byrjað að safna vatni í Vajont gljúfrið. Það tók 10. mánuði að fylla stífluna og þá var hverjum manni ljóst að fjallið Toc tók verulegum og auðsjáanlegum breytingum á þeim mánuðum. Nokkrir vísindamenn sem störfuðu hjá DeSade fyrirtækinu bentu á hættuna á landskriði og voru tafarlaust reknir reknir fyrir óþarfa afskiptasemi. Margt fólk gerði sér ferð til Rómar til að kvarta yfir ástandinu Vajont stíflunnar en það hlustaði enginn á slíkar kvartanir og embættismenn vísu þeim frá. De Sade fyrirtækið benti á að héðan í frá yrði engu breytt.

13. nóvember 1960 skrifar Tina Merlin enn og aftur um hversu ástand Vajont stíflunnar væri orðið hættulegt. Og sem fyrr var hún óvægin og hvöss í máli. Gera menn sér ekki grein fyrir hættunni? spurði hún og setti fram svo sterk rök fyrir máli sínu að í þetta sinn komust De Sade menn ekki hjá því að taka mark á skrifum hennar. Þeir brugðust við á þann máta að kæra hana. Hún var dreginn fyrir rétt ákærð og dæmd sek fyrir að hafa valdið óþarfa ótta hjá fólki með skrifum sínum.

Árið 1960 kveða ný lög á um að orkuver megi ekki framar vera í einkaeign og ríkið kaupir Vajont stífluna. De Sademenn fela allar skýrslur um ástand stíflunnar til að hún falli ekki í verði. Þeir hækkuðu jafnvel yfirborð vatnsins upp í 715 metra til að sýna getu og þol stíflunnar jafnvel þó þeir vissu að það var stórhættulegt og yki verulega hættuna á jarðskriði. Þegar yfirborð vatnsins var orðið svona hátt fóru ýmislegt að gerast í stíflunni sem bentu til óeðlilegs ástands. Ýmis furðuhljóð voru farinn að heyrast úr fjallinu. En stíflan skyldi seld á toppverði og það tókst.

De Sademenn voru stöðugum orðið á fundum útaf ástandinu sem var orðið ískyggileg. Talsvert var orðið um jarðskrið. Til að koma í veg fyrir stórslys hófu De Sademenn tilraunir með að framkalla smá landskrið en án árangurs. Þeir héldu ástandinu öllu leyndu. Upphafs og ábyrgðarmenn þessa ævintýris voru flest allir dauðir og grafnir en áfram var starfað í anda þeirra. Nú virtist öllum vera í mun um að bjarga eigin skinni með því að þykjast ekki sjá hvert stefndi.

1963. Vatnið er hækkað og lækkað til skiptis í stíflunni. Örvæntingarfullar tilraunir gerðar til að skapa landskrið í smá skömmtum en án árangurs. Frá fjallinu berast annað slagið undarleg hljóð.  Öllum er orðið ljóst að eitthvað muni gerast. En hvað? Og hvenær? De Sade menn enn við sama heygarðshornið og stinga öllum skýrslum um ástandið undir stól. Einkennileg starfsaðferð ráðamanna í vanda. Í aprílmánuði gera þeir síðustu tilraunir með að hækka vatnsyfirborðið án árangurs. Tilraunir eru ekki til neins. Hurðir og gluggar eru farnar að skekkjast verulega í húsum í kringum stífluna og öll tré farin að halla óeðlilega mikið. Landið er allt á hreyfingu.

Í ágúst er vatnsyfirborðið 710. metrar og það verður jarðskjálfti sem mælist 7. stig á Richter. Mörg húsanna í Erto og Kasso voru komin til ára sinna og mörg þeirra hrynja til grunna og önnur stórskemmast. Bæjarstjórn Ertos skrifar fyrirtækinu DeSade bréf þann 3. september og kvarta yfir ástandinu. Þeim berst svarbréf þann 13 september frá fyrirtækinu þar sem fullyrt er að engin hætta sé á ferðum og fyrirtækið hafi fulla stjórn á ástandinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að verkfræðingar fyrirtækisins héldu neyðarfund 17. september og ákveða þar að fleiri tilraunir verði ekki gerðar með að hækka og lækka vatnsyfirborðið, slíkt sé alltof hættulegt. Þeim er ljóst að neyðarástand ríkir, en þeir láta sem ekkert sé.

Hreyfing á yfirborði Tocfjallsins nemur nú orðið 22 sentimetrum á viku. Verkfræðingarnir eru ráðvilltir. Vatnsyfirborð stíflunnar er 712 metrar. Tólf metrum hærra enn lög leyfa. En áfram er sama stefnan um að halda öllu leyndu og láta sem ekkert sé. Íbúar þorpanna í kring gera sér grein fyrir að eitthvað er að og gantast með ástandið en þá grunar ekki hversu alvarlegt það er í raun og veru. Trú þeirra og traust á valdhöfum er algjört. Fólk treystir þeim upplýsingum sem koma frá DeSade fyritækinu og að þeir muni senda út aðvörun með góðum fyrirvara ef einhver hætta sé á ferð.

8.oktober.
Boð koma skyndilega frá De Sade fyrirtækinu til íbúa þorpanna Ertos og Kasso um að yfirgefa þorpin umsvifalaust. Fjallið er svo greinilega á hreyfingu að það er flestum sjáanlegt. Komið er upp flóðlýsingu í skyndi svo hægt sé að fylgjast vel með hreyfingum þess.

9. oktober.
Það er komið kvöld og tveir menn eru á vakt í skrifstofu Vajont stíflunnar. Nokkrum kílómetrum hinu meginn í Pívédalnum, beint á móti Vajont stíflunni er bærinn Longarone. Longarone hafði viðurnefnið “Litla Mílanó” vegna fjölskrúðugs mannlífs. Sumir eru í bíó, aðrir á börum að spjalla, margir við vinnu sína. Unglingahópar í ærslafullum samræðum. Mæður að undibúa föt barna sinna sem eiga að fara í skólann snemma og eru sofandi. Eldri nemendur að læra. Pabbar sem hafa þegar komið sér í rúmið enda klukkan orðin 22.39. og þeir eiga að mæta snemma í vinnu daginn eftir. Elskendur á stefnumóti. Ungt fólk að leggja drög að framtíð sinni.
Á þessu andartaki fellur 260 milljón kúbikmetra skriða jarðvegs og skógar í Vajont stífluna og 50 milljón tonna alda rýkur öskrandi upp í loftið og klofnar. Helmingur hennar þýtur hátt yfir þorpin Casso og Erto. Hinn armurinn rýkur fimmtíu metra hæð yfir stíflugarðinn og stefnir á Longarone. Frá því andartaki sem skriðan fellur í stífluna og þar til hún skall á Longarone leið ein mínúta og tuttugu sekúndur. Fyrst skall hljóðbylgjan á Longarone og umhverfi. Öskur náttúrunnar. Öskur sem yfirgnæfði öll önnur hljóð. Samfara því fylgdi ýlfrandi og eyðandi fárviðri sem tætti bókstaflega allt lauslegt sem fyrir varð í frumefni. Öll útiverandi dýr, farartæki, tré og gangandi manneskjur hurfu á andartaki eitthvað út í buskann. Sprungu í eindir.
Um leið og fyrsta hljóðið barst mönnum vissu þeir hvað var að gerast. Skelfingin greip um sig. Margir reyndu að flýja eða að fela sig. Mæður reyndu að bjarga börnum sínum.  Allt til einskis. Kraftur loftsins er svo mikill að hann er tvisvar sinnum öflugri en Hirósima vetnissprengjan. Í kjölfar vindsins fylgdi jarðvegseðjan.

Milljónir tonna jarðvegs og vatns þýtur nokkra kílómetra á ofshraða gegnum loftið yfir nokkur smá þorp sem eru nálægt stíflunni og skellur af fullum krafti á Longarone úr 300 metra hæð og tætir þar allt með sér sem eftir er á nokkrum sekúndum og æðir síðan öskrandi niður eftir farvegi Píavéárinnar og hrifsar með sér fjögur nærliggjandi þorp og alla íbúa þess. Nokkrum mínútum seinna ligga tvö þúsund limlest lík á víð og dreif í leðju ásamt spýtnabraki úr húsum þorpanna. Enginn slapp lifandi úr þorpunum Longarone, Pirago, Rivalta, Fae og Codissago. Öllu þessu fylgdi síðan þögn lömunar, dauða og eyðileggingar. Náttúran hafði andmælt átroðningi og skilningsleysi mannsins.

Við skulum velta nokkrum atriðum fyrir okkur. Hvað eru 25. milljón kúbiklítrar vatns, grjóts og moldar? Hvert er umfang slíks magns vatns og jarðvegs? Til að við höfum einhverja sjónræna viðmiðun ætla ég að nota Hallgrímskirkju. Hve margar Hallgrímskirkjur eru 25 milljón teningslitrar? Segjum að kirkjan sé um það bil 36.000 kúbiklitrar. Þrjár kirkjur eru 108 þúsund kúbiklitrar. Tuttugu og sjö kirkjur eru 972 þúsund kúbiklitrar, bætum einni við og þá sjáum við að það eru semsagt 28 Hallgrímskirkjur í einni milljón kúbiklítrum. Og 25 sinnum 28 gera 700 hundruð. Semsagt 700 Hallgrímskirkjur. Og úr hvaða hæð féll svo skeflan? 262 metra hæð. Turn Hallgrímskirkju er 76 metra hár. Skeflan var semsagt þrír og hálfur Hallgrímskirkjuturn á hæð.

Flestir sem skrifuðu um Vajontslysið í stærstu blöðum ítalíu, voru málpípur stjórnvalda, og hömruðu á því að þetta hafði verið náttúruhamfarir og undirstrikun á hversu maðurinn mátti sín lítið í baráttunni við náttúruna. Einn blaðamaður leyfði sér að halda því fram að nú væru náttúruöflin komin í stríð við mannkynið. Stíflan sjálf væri meistaraverk því hún stóð eftir óskemmd þrátt fyrir þetta stórslys. Augljóst er okkur seinni tíma mönnum að ætlunin var að málið skyldi þaggað niður, og litið til baka þá tókst það á margan hátt. Þeir sem ábyrgð báru á þessum hamförum voru ekki látnir sæta ábyrgð. Að vísu voru upphafsmennirnir voru komnir undir græna torfu, en það fyrrir ekki þá sök  sem að málinu komu og viðhéldu blekkingunni. Tíminn er okkar eini sanni dómari og hann dregur allt fram sem undir stóla var stungið, fyrr eða seinna.

Við skulum líta á hvað Morgunblaðið hafði að segja um þennan atburð.

Fyrirsögn í Morgunblaðinu 11. okt 1963

Belluno 10 okt. - ap -ntb
ÞAÐ ER EKKERT EFTIR, sagði kona, ÉG ÁTTI VINI.
Hryllilegt flóð eyðir mörgum þorpum á norður Ítalíu, talið er að 4000 hafi farist á svipstundu síðastliðna nótt. Skriða féll í þriðju mestu stíflu heims.
Þjóðarsorg var í dag, er fréttist um óskaplegar náttúruhamfarir í Piavedalnum á norður ítalíu. Þar hefur geypilegt flóð jafnað við jörðu mörg þorp og sennilega kostað um 4000 manns lífið. Ofarlega í dalnum er þriðja stærsta stífla í heimi, Vajontstíflan, sem fullgerð 1960. Stíflan er byggð undir brattri hlíð Toc fjallsins, sem er um 1800 metra hátt. Uppistöðuvatnið var 7 km langt og talið vera um 150 milljón tonna.

Um miðnætti í nótt féll óskapleg skriða úr fjallinu, niður í uppistöðuvatnið, með þeim afleiðingum, að nær allt vatnið byltist yfir stíflugarðinn, niður í Piavedalinn. Var holskeflan sem kom æðandi um 100 metra há. Fyrir voru þorpin Belluno, Logarone, Fae og Pirago. Þau eru nú horfin af yfirborði jarðar. Flestir íbúanna er látnir, svo og helmingur íbúa tveggja annarra þorpa, Sodissago og Castellavazzo. Lík þúsunda bárust með æðandi vatnsflaumnum, sum 40 km eða lengra, allt að útjöðrum Feneyja, sem liggja langa vegu í suð austur.

Það hefur vakið athygli að ítalska fréttastofan Ansa skýrir svo frá í dag, að fyrir nokkru hafi orðið vart við jarðlagshreyfingar í Toc-fjalli, og hafi hún numið 40 cm á dag. Því var það ráð tekið að hleypa úr uppistöðuvatninu, og átti því verki að vera lokiðum miðjan nóvember. Forlögin hröðuðu því verki. Hefur nú verið fyrirskipuð rannsókn.
Lýsingar sjónarvotta eru hryllilegar.
Guglieimo Mairani fréttamaður Associated Press segir: Í dag fór ég til Longarone - þorps sem hætti að vera til rétt fyrir miðnætti í nótt. Aðeins ráðhúsið, sem stendur á hæð , er eftir. ekkert annað er sjáanlegt af húsakynnum 4. 600 manns. Við augum blasir upprifinn, grjóti dreifður farvegur flóðbylgjunnar. Ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni. Líkin sitja föst í aurnum. Björgunarmennirnir hafa  ekki enn haft tíma til að fjarlægja þau. Sum líkin eru grafin undir grjóti og for. Íbúarnir kannst ekki við bæinn sinn. Ég hitti mann sem sat á steini, ég spurði hann hvort hann ætti hér heima.
“ Fjöldskylda mín er horfinn” sagði hann” hún sópaðist burtu. Hann talaði eins og hann væri í leiðslu.
Kona ein sagði við mig ” Það var verra en nokkur jarðskjálfti, kannski verra en atómstríð. Það er ekkert eftir. Ég átti vini þeir áttu heima hérna..eða þarna…ég veit það ekki - þeir eru horfnir”.
Hún sagði mér frá því, að fjöldskyldan hennar hefði vaknað við gnýinn og þá skalf jörðin. “ Við héldum, að það væri stíflan, svo hlupum við. Við sáum glampa, svo kom vindurinn, og vatnið byrjaði að flæða að okkur. Glampinn kom sennilega, þegar vatnið flæddi yfir háspennulínurnar.”

Ég hitti mann sem var á ráfi. Hann leit á mig og sagði: “ Þér trúið því kannski ekki en þarna stóð 4 hæða hús í gærkvöldi,” og hann benti á auri drifna jörðina. “ Það bjuggu tólf fjöldskyldur í því. Ég hef ekki séð neitt nema eitthvað drasl úr prentsmiðjunni. Hún var í kjallaranum. Ég átti hana”.

Eftirlifandi íbúar þorpsins Longarone skýra svo frá, að um klukkan 23.15 í gærkvöldi hafi heyrst mikill gnýr. Fólk æddi út á þorpsgöturnar og sá strax hvað verða vildi. Tóku gamalmenni og börn og fullorðnir til fótanna, en þeir elstu, svo og sumar konurnar og börnin voru of sein á sér og hurfu í holskefluna. Svipaða sögu segja þeir, sem komu úr nærliggjandi þorpum.

Björgunarstarfsemin hefur haldið áfram í allan dag. Lögreglan, her, bandarískir hermenn og þeir sem vettlingi geta valdið í nágrenninu hafa komið á vettfang, til að reyna að bjarga þeim sem kunna að vera á lífi. Þyrlur bandaríska hersins hafa bjargað amk. á annað hundrað manns. Meðal þeirra var ein kona , sem hafði fengið fæðingarhríðir, þar sem hún beið milli vonar og ótta. Hún fæddi barnið í þyrlunni.
Alls nemur tala björgunarmanna þúsundum, og hafa þeir til umráða fjölda af sjúkrabílum og öðrum faratækjum. Þyrlurnar koma þó mest að gagni, þar eð dalurinn er þakinn aur.
Ekki er öll hætta liðin hjá enn. Eitt af því sem hvarf af yfirborði jarðar í Piavedalnum, var verksmiðja, sem framleiddi blásýru. Öll sýrann barst með flaumnum og er óttast að eitrað vatn hafi borist niður dalinn. Hafa sérstaka varúðarráðstafanir verið gerðar.
Samúðarkveðjur hafa borist frá mörgum löndum, og efnt hefur verið til söfnunnar víða í Evrópu.

Morgunblaðið 11.okt. 1963 ( Ntp - Ap )  Belluno
UM TVÖ ÞÚSUND LÍK FUNDIN Í PIAVE DALNUM

Blöð kommúnista segja að hættunni hafi verið boðið heim er stíflan var byggð. í dag unnu um tíu þúsund menn björgunarstörf í Piavedalnum á Ítalíu. Enn hafa engar fréttir borist um hve margir hafa komist lífs af í náttúruhamförunum miklu í gær, en fundist hafa um 2000 lík. Hjálpartilboð hafa borist til Ítalíu hvaðanæva úr heiminum og þegar hafa verið send þangað lyf og peningar.

Blöð kommúnist á ítalíu halda því fram í dag að bygging Vajont stíflunnar hafi verið glæfrafyrirtæki, því að vitað hafi verið um hættuna, sem stafaði af skrifuföllum úr hlíðum Toc fjallsins.

Forstjóri fyrirtækisins sem rekur stífluna fyrir hönd ríkisins, Vito Antonio de Cago, sagði í dag, að vitað hefðii verið að hætta væri á smáskriðum úr Toc fjalli en enginn hefði getað séð fyrir hinar hræðilegu náttúruhamfarir sem urðu í gær.

Þúsundir manna vinna nú björgunarstörf á flóðasvæðinu í Piavedalnum, en eðja og grjót gera erfitt um vik. Engar fregnir hafa borist um hve margir hafa komist lífs af úr hamförunum, en um tvö þúsund lík hafa verið flutt í sameiginlegan grafreit nálægt Belluno. Þykir áríðandi að grafa líkin þegar í stað til að koma í veg fyrir að farsóttir brjótist út, og í dag var sótthreinsandi efni sprautað úr flugvélum yfir flóðasvæðið.

Hermenn, sem vinna við björgun í þorpinu Belluno komu í morgun auga á konu,sem stóð við rústir heimilis síns. Reyndu þeir að fá hana á brott frá rústunum, en hún neitaði að hreyfa sig. Hélt konan á brúðu í fanginu og grét. Hún var ein eftirlifandi af átta manna fjölskyldu.
Tilboð um aðstoð vegna náttúruhamfaranna hafa borist víðsvegar að og í dag sendu Bretar fatnað og lyf til Píavedalsins. Íbúar borgarinnar Skoplje í júgóslavíu sendu háa fjárupphæð, en eins og kunnugt er lögðu jarðskjálftar stóran hluta borgarinnar í rúst í sumar. Fulltrúar á kirkjuþinginu í Róm hafa tilkynnt að þeir munu gangast fyrir fjársöfnun. De Gaulle frakklandsforseti hefur sent peninga og margir fleiri hafa látið sitt af hendi rakna.
Það var einkafyrirtæki sem byggði Vajont stífluna, en í stjórnartíð Fanfanis var hún þjóðnýtt. 1961, skömmu eftir að stíflan var byggð, birti kommúnitablaðið UNITA frétt þess efnis að hætta vofði yfir Piave dalnum vegna stíflunnar, því að skriður gætu hvenær sem er fallið úr Toc fjalli í uppistöðuvatnið og valdið hinum mestu hörmungum. Blaðið var lögsótt vegna þessara skrifa og sakað um að flytja falsaðar æsifregnir, en sýknað af ákærunni.

Forseti fyrirtækisins, sem rekur stífluna fyrir hönd stjórnarinnar, Vito Antonio de Cagno, sagði í dag, að engum hefði getað komið til hugar að stórskriða á borð þá sem olli hamförunum í gær, gæti fallið úr fjallinu. En vitað hafði verið að hætta væri á smáskriðum. Eins og skýrt hefur verið frá varð fyrir nokkru vart vart jarðlagshreyfingar í Toc fjalli og námu þær 40 sentimetrum á sólarhring, var þá hafist handa að hleypa úr uppistöðuvatninu og átti verkinu að vera lokið í nóvember.

Bæjarstjóri eins þorpanna sem flóðið lagði í eyði, taldi yfirvofandi hættu steðja að dalnum vegna jarðlagshreyfinganna og vildi flytja íbúa þorpsins á brott, en ekkert varð úr framkvæmdunum.

Dagana áður en flóðið skall yfir dalinn, hafði fólk veitt því athygli, að geitur dalbúa leituðu til fjalla.

Fyrirsögn í MBL.13.okt.1963
Ítalska stjórnin gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi. Ítrekuðum aðvörunum um skriðuhættu í Piavedalnum var ekki sinnt.

Belluno, ítalíu 12.okt.
Unnið er að því að grafa lík úr rústum hús og undan leireðjunni í Piavedalnum á norður ítalíu. Er talið að alls hafi þrjú þúsund manns farist í flóðunum, og að enn liggji rúmlega 1000 lík grafin í leðjunni. Hefur öll umferð um flóðasvæðin verið bönnuð, en fjölmennt herlið vinnur að því að dreifa sótthreinsandi efnum og kalki yfir svæðið til að koma í veg fyrir að farsóttir brjótist þar út.

Ítalska stjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki ítrekuðum aðvörunum um skriðuhættu við Vajont stífluna, og geta þessar árásir á stjórnina haft mikil áhrif á væntanleg stjórnarskipti í næsta mánuði.

Árásirnar á ríkisstjórnina hafa aðallega komið frá þingmönnum kommúnista, og halda þeir því fram að yfirvöld hafi fengið aðvörun um hvað í vændum var, en ekkert gert til að forða mönnum frá hættusvæðinu. Hefur stjórnin skipað rannsóknarnefnd til að kann alla málavöxtu, og á nefnd þessi að skila ítarlegu áliti fyrir 15. des. n.k.

Í borginni Belluno, sem er um 19 km fyrir sunnan flóðasvæðið, kom sveitarstjórnin saman til fundar í gær og samþykkti samhljóða að afhenda ríkisstjórninni öll gögn varðandi Vajont stífluna. Meðal þeirra gagna er skýrsla, sem sveitarstjórninni barst fyrir tveim árum um hættu á skriðuföllum.

Frá Lissabon er símað að skömmu eftir að Vajont stíflan var fullgerð, hafi ítölsk yfirvöld óskað eftir áliti portúgalskrar verkfræðinganefndar um hættu á skriðuföllum við stífluna. Nefnd þessi var send á staðinn til að kanna aðstæður, og skýrði frá því að jarðvegurinn í hlíðunum  fyrir ofan stífluna væri á hreyfingu.. Manuel Rocha, formaður verkfræðinganefndarinnar, sagði í Lissabon í dag, að nefndarmenn hafi undrast það, að engar varúðarráðstafanir hafi verið gerðar.

Vajont stíflan er þriðja stærsta stífla heims, 266 metra há. Ekki urðu alvarlegar skemmdir á stíflunni við skriðufallið, og heldur hún ennþá milljónum lesta af vatni. En óttast er að enn geti fleiri skriður fallið og valdið frekari skemmdum. Verið er að flytja burt íbúa nærliggjandi þorpa.

MBL. 15 okt. 1963
Ítölsk blöð óttast að sjálf stíflan bresti. - er vetraregnið hefst - Rangar fregnir um ný skriðuhlaup úr Toc fjalli í gær.

Belluno 14 okt. AP / NTB )
Mikil skelfing greip um sig í dag í Vajont héraði, er tilkynnt var að ný skriða væri að falla í fjallinu Toc við Vajont stífluna, en í Piave dalnum fyrir neðan stífluna fórust 2000 manns í flóðbylgju síðastliðinn miðvikudag, er skriða hljóp úr fjallinu í uppistöðuna. Ítalska fréttastofan Ansa tilkynnti í dag að orðið hefði vart við nýja skriðu í fjallinu, sem færi með 30 cm hraða á mínútu.Ítölsk yfirvöld tilkynntu þó brátt að rangt væri að meiriháttar skriða væri að hlaupa af stokkunum. Voru bandarískar og ítalska þyrlur sendar til að kanna málið, og kom þá í ljós að hreyfing í fjallshlíðinni var mjög lítil. Hinsvegar er enn hætta talin á því að nýjar skriður kunni að hlaupa úr fjallinu.

Enda þótt á daginn hafi komið, að fregn Ansa um hið nýja skriðufall var ekki á rökum reist, láta ítölsku blöðin nú í ljós áhyggjur, og telja að vegna hinnar miklu skriðu, sem féll í stífluuppistöðuna síðastliðinn miðvikudag, kunni að fara svo að sjálf stíflan bresti, er vetrarregntíminn hefst.

Níu af þeim bæjarstjórnarmeðlimum í Longarone sem lifðu af á miðvikudag, sátu á fundi og ræddu á hvern hátt kæra bæri þá aðila sem taldir eru bera ábyrgð á slysinu. Ræddu bæjarstjórnarfulltrúarnir einnig þann möguleika, að krefjast þess að þingnefnd verði sett á laggirnar í Róm til að rannsaka málið. Átta af 20 bæjarstjórnameðlimum Longarone, þar á meðal bæjarstjórinn, fórust í flóðinu, er það æddi yfir Piave dalinn.

Á bæjarstjórnafundinum í dag var ákveðið að þeir sem rólfærir væru í Longarone, skildu skiptast á að hjúkra hinum særðu í sjúkrahúsi í nágrenninu. Ítalskir hermenn vinna enn að því að grafa upp lík í dalnum, og leita að eigum fólks.

MBL. 16.okt.
Skekkja í útreikningi.

Róm 15.okt. ( AP )
Félagsmálaráðherra Ítalíu Fiorcentino Sullo sagði í ítalska þinginu í kvöld að reikningsskekkja hefði valdið nokkru um slysið mikla í Piave dalnum s.l. miðvikudag. Mistök hefðu orðið þegar Vajont stíflan var byggð. Vöktu upplýsingar þessar mikla athygli, því að rannsóknarnefndn sem stjórnin setti á fót til þess að kanna slysið, hefur aðeins starfað í fáa daga og mun ekki skila áliti fyrr en 15. desember.

Kommunistar létu mjög ófriðlega í salnum á meðan Sullo talaði. Ráðherran sagði að þar sem mannleg mistök hefðu átt þátt í slysinu, myndi stjórnin endurbyggja þorpin, sem lögðust í eyði, á sinn kostnað. Sullo sagði að áætlað tjón af völdum flóðanna næmi rúmum milljarði ( ísl. kr.)

Mbl. 20, okt. 1963
Allir látnir. Í morgunblaðinu 20 okt. er frétt um italska konu að nafni Anna Wood sem bjó í London og missti alla ættingja sína,  í Dal Dauðans eins og Piave dalurinn er kallaður í dag. Yngsti bróðir hennar er eini lifandi ættinginn því hann var staddur í heimsókn hjá henni. Allir ættingjar þeirra, meira en þrjátíu manns fórust í hörmungunum.

Skrifað Perugia og Reykjavík 2000 /2001

Hörður Torfason

----------------------