Push the button to buy or listen to Hörður music
Söngvaskáld - Geisladiskur

Þann 4 apríl 2002 sendi Hörður Torfa frá sér disk sem kallast SÖNGVASKÁLD og hefur að geyma 12 lög hans við ljóð Halldórs Laxness auk eins erlends lags. Söngvarnir voru hljóðritaðir í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar á tímabilinu 17. janúar til 16. febrúar 2002 og sá Vilhjálmur einnig um útsetningar.
Allir þessir söngvar, og fleiri til, voru fyrst fluttir opinberlega á hausttónleikum Harðar sem hann hélt í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1982 en þá tónleika tileinkaði hann Halldóri. Hörður flutti nokkra þessara söngva á hátíðardagskrá sem haldin var til heiðurs Halldóri á níræðisafmæli hans í Hlégarði í Mosfellssveit í apríl 1992.
- hordursjalfur's blog
- Login to post comments
-