Push the button to buy or listen to Hörður music
Takk :)

Þakka ykkur öllum sem senduð inn tillögur um söngva á væntanlegan geisladisk. Þetta hefur verið vinna mín undanfarið að velja og hafna og raða saman á diskinn. Þessari undirbúningvinnu er lokið og nú er unnið í hljóðveri að koma herlegheitunum saman og hanna umbúðir. Yfirumsjón hljóðvinnslu er í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Hönnuður hefur ennþá ekki verið ráðinn, en nokkrir koma til greina, og er verið að vinna í þeim málum þessa daga.Það verður EDDA miðlun og útgáfa, sem gefur út diskinn í samvinnu við mig. Það er reyndar ánægjuleg breyting að vera loks búinn að fá fyrirtæki til samvinnu við mig í plötuútgáfu og þannig létta róðurinn á þeim miðum sem sjálfstæður lífsskoðari rær um. En svona í lokin fyrir þau ykkar sem hafa verið að hringja í mig undanfarið og spyrja um tónleikaferð um landið þá mun ég snúa mér að því af fullri alvöru að bóka mig um landið um leið og plötuvinnslunni lýkur. Í ár mun ég byrja hringinn um vestfirði síðan norður og austur um. Nákvæm ferðaætlun birtist hér á heimasíðunni um leið og hún verður tilbúin. Fariði vel með ykkur :)
- hordursjalfur's blog
- Login to post comments
-