Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

The police brutality in Greece.

hordursjalfur's picture


To: Hörður Torfason

Smá hugleiðing að morgni dags.

hordursjalfur's picture

Það er kominn 2 júni 2011, klukka er rétt skriðin yfir sex og enn einn morguninn vakna ég með þá hugsun að ég ætti að blogga. Flesta morgna gleymi ég því einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru í kollinum taka völdin. Blogg, í mínum huga, er einskonar útskýring á því sem ég er að fást við. Og það tekur tíma að blogga og þann tíma vil ég heldur nýta í það sem ég er að fást við hverju sinni. Svo fljótlega eftir að ég hef drukkið fyrsta te bollann ég ér kominn á kafi í verkefni dagsins og þau eru venjulegast mörg og margvísleg. 

Skoðanakönnun

hordursjalfur's picture

Afritð, takk, svarið helst á ensku og sendið á: hordurtorfa@hordurtorfa.com 

Gender:

(Kyn) 

Age:

(Aldur):

Ethnic background: Icelandic or not?

(Hverrar þjóðar ertu?)

Do you have any special diet?

(Ertu á einhverju sérstöku fæði?)

How many people live in your household, Included yourself?

(Hversu margir eru á heimili þínu? Þú meðtalin/n.)

Do you have a car?

(Áttu bíl?)

Ég erHúmanisti...

hordursjalfur's picture

Ég styð Siðmennt samtök húmanista - oft er mikill misskilningur um hvað það er að vera húmanisti - hér fylgir skýring: 

Á menningarnótt 2010

hordursjalfur's picture

Sólbakaður með sápuþvegið gljáandi andlit sat ég undir vegg Hegningarhússins og fann fyrir skuggum glæpa samtímans. Fínlegir og viðkvæmir strengir gítarsins héldu réttum tónum í hálftíma. Það var ljúft og gott að syngja og spila fyrir brosmilt og fallegt fólk og klukkan tilkynnti komu miðnættis, fljótlega. Kuldi er oft eins og draumur sem engan dreymdi.

Act alone 2010

hordursjalfur's picture

Næstkomandi föstudag, 13 ágúst,hefst árleg leiklistarhátíðin Act alone á Ísafirði. Þetta er sjöunda árið í röð og því ber svo sannarlega að fagna. Þetta er eina íslenska leiklistarhátíðin og ég reyni savo sannarlega að mæta á hverju ári. Það er eldsálin og leikarinn Elfar Logi Hannesson sem hefur staðið fyrir þessu einstaka og bráðnauðsynlega framtaki í gegnum árin og það er engan bilbug á þeim manni að finna.

Stonewall og Gleðigangan 2010.

hordursjalfur's picture

Nú er Gleðigöngunni lokið, en hún var 14 ágúst í ár, og það ánægjulegasta við þann atburð hvað mig varðar er að í blaðinu var, í fyrsta sinn, ekki þessi venjulega grein um að upphaf baráttu samkynhneigðra hefði verið í Stonewall. Rétt skal vera rétt og satt er að Stowall atburðirnir fengu mikla athygli, enda um há sumar og lítið annað að fjalla um í fréttum á þeim tíma. Og svo sannarlega hefur Stonewall sagan komið ýmsu góðu af stað og það ber að þakka og virða.

Plötusala í gegnum árin.

hordursjalfur's picture
Ég notaði verslunarmannahelgina til að fara vel í gegnum plötulager og telja seldar vinylplötur, kassettur og geisladiska. Þessar tölur geta aldrei orðið mjög nákvæmar vegna skorts á heimildum, sérstaklega í upphafi ferils míns. Tvær fyrstu plöturnar mínar voru gefnar út af SG hljómplötum og í þá daga þurftu menn ekki að vera gefa upp þann eintakafjölda sem þeir létu framleiða. Enda græddu útgefendur meira á því að gefa ekki upp réttar tölur. Ég keypti á sínum tíma allan útgáfurétt af þeim plötum og hef selt þær í búnkum síðan. 
Syndicate content