Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Jól 2003

hordursjalfur's picture

Ég óska öllum fjær og nær gleðilegra jóla. Ég vona að allir finni hinn sanna frið jólanna og eigi ánægjulegar stundir yfir hátíðarnar. Ég þakka ykkur samfylgdina og stuðninginn á árinu sem er að líða og óska ykkur allrar gæfu og heilbrigðs áræðis til að takast á við öll þau verkefni sem líf ykkar býður uppá á komandi ári.
Hörður Torfa.

Íslensku tónlistarverðlaunin

hordursjalfur's picture
Íslensku tónlistarverðlaunin eru að taka breytingum og þroskast og að byrja að fá á sig þá mynd og yfirbragð að maður er farinn að fá trú á henni. Það er kominn tími til því fátt er betra skapandi fólki en að fá veglega viðurkenningu fyrir starf sitt. 
Til þess að verðlaunin séu marktæk og virt verður fólk að sjá og finna að alvara ríki á bakvið þau.

Ferðafrelsi

hordursjalfur's picture
Núna erum við að stíga okkar fyrstu skref inn í árið 2003 og reynum að muna eftir að skrifa 3 í stað 2. Gleðilegustu fréttirnar eru i bili, að mér finnst, að breytingar eru í uppsiglingu i ferðamálum okkar íslendinga. Við erum vonandi að sjá á bak þessari einokun Flugleiða sem ríkt hefur hérlendis hingaðtil. Það er til lítils að vera að teygja lopann með því að telja upp allt það óréttlæti sem þetta flugfélag hefur látið dynja yfir okkur alla daga. En eitt er víst að geti ég með nokkru móti hér eftir ferðast með öðru flugfélagi þá mun ég gera það.

Velkomin

hordursjalfur's picture


Velkomin

Formáli að bloggi

hordursjalfur's picture

Hér í flokknum "blogg" skrifa ég niður sitt hvað um lífsviðhorf mín og skoðanir með þeim fyrirvara að þær eru engin heilagur sannl

Syndicate content