Push the button to buy or listen to Hörður music
Viðurkenningar
-------------------------
--------------------------
Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 2010
Hörður Torfason hefur í dag hlotið Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda á Íslandi.
Reykjavík 4. nóvember 2010
Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.
----------------------------
January 18 - 2010
THOR'S HAMMER
The Tupilak "Thor's Hammer" 2009 diploma has gone jointly to the Gothenburg men's choir Hellman's Drengar for their international work and to Hörður Torfa for his outstanding use of voice, courage and solidarity on the streets of Reykjavik -- giving the Icelanders a chance to criticize the misuse of their trust and tax money and to help replace an insensitive government with a government headed by the world's first openly lesbian prime minister.
Tupilak and ILGCN
___________________________________
31. desember 2008.
Rás 2; Hörður Torfason kosinn Maður ársins 2008
Hörður Torfason valinn MAÐUR ÁRSINS af hlustendum Rásar 2.
___________________________________
26.febrúar 2008
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2008
Viðurkenning. Til atlögu gegn fordómum 2008:
Hörður Torfason
Hörður gekk á sínum tíma fram fyrir skjöldu og stuðlaði að því að gera samkynhneigð sýnilega á Íslandi. Mannréttindi hafa verið leiðarljós Harðar í ævistarfi hans.
Formaður dómnefndar: Steinunn Stéfánsdóttir
_________________________________
6. júní 2005.
HÖRÐUR TORFA HLÝTUR VIÐUKENNINGU FRÁ NPU.
NPU eru samtök tónskálda og textahöfunda á Norðurlöndunum. (The Nordic Popular Author's Union / Nordisk Poplærautorunion )
Félag tónskálda og textahöfunda FTT hefur farið með forsæti í samstarfinu síðustu 2 árin og lauk sínu tímabili með þingi í veiðihúsinu við Grímsá. Þingið stóð frá 5-7 júní. Hvert land heldur um stjórnvölin á samstarfinu í 2 ár í senn og á ráðstefnunni afhenti FTT keflið til ELVIS í Finnlandi sem mun fara með forsæti næstu 2 árin.
Í hlut þess lands sem lætur af forsæti kemur að útnefna listamann/menn sem skarað hafa framúr og eru brautryðjendur á sínu sviði.
Einnig er tekið tillit til hvernig listamaðurinn hefur umgengist réttindi sín og útgáfur.
Stjórn FTT tilnefndi Hörð Torfa til viðurkenningarinnar og var hún einróma samþykkt.
Sem listamaður hefur Hörður Torfa verið trúr sinni lífssýn og þar af leiðandi starfað sem einyrki og sýnt ótrúlega hæfni, staðfestu, styrk og hugrekki með starfi sínu í marga áratugi og þannig haft mikil áhrif á heila þjóð með framlagi sínu. Hann er brautryðjandi íslenskra trúbadúra og á mörgum öðrum sviðum. Þjóðþekktir eru árlegir hausttónleikar hans sem hann hefur staðið fyrir í 28 ár og verið sá íslenski listamaður sem hefur vel á fjórða áratuginn ferðast að minnsta kosti einu sinni á ári um allt landið og heimsótt landsbyggðina enda kalla margir hann “Þjóðleikhús landsbyggðarinnar”.
Hörður Torfa er rétthafi og eigandi allrar sinnar vinnu og skipta söngvar hans hundruðum sem hann hefur gefið út á hljómplötum sem telja orðið á þriðja tuginn auk allra þeirra söngva sem hann hefur samið sérstaklega fyrir leikhús. Það er vegna þess framangreinda og meira til sem stéttafélagar Harðar Torfa á öllum norðurlöndum hafa ákveðið að heiðra hann. Hörður þykir því sá íslenski sönglaghöfundur sem verðugastur er til að bætast í hóp listamanna sem hlotið hafa viðurkenninguna á Norðurlöndunum til þessa en þeir eru meðal annarra:
Øivind Bergh 1967 Noregur
Erik “Kar de Mumma” Zetterström 1976 Svíþjóð
Harry Bergström 1977 Finnland
Thorbjørn Egner 1983 Noregur
Jón Múli og Jónas Árnason 1995 Ísland
Rauno Lehtinen 1997 Finnland
Benny Andersen 1999 Danmörk
Jan Garbarek 2001 Noregur
Claes Eriksson 2003 Svíþjóð
Hörður Torfa 2005 Ísland
F.h. Félags tónskálda og textahöfunda, FTT og NPU.
Magnús Kjartanssonformaður og framkvæmdastjóri FTT og fráfarandi forseti NPU
Þátttakendur í samstarfinu eru:
Danske jass, Beat og Folkmusik Autorer (DJFBA)
Danske Populærautorer (DPA)
Sävelltäjät ja Sanoittajat ELVIS ri (ELVIS)
Félag tónskálda og textahöfunda (FTT)
Norske Populærautorer (NOPA)
Svenske Kopositörer Av Populärmusik (SKAP)
Þátttakendur voru:
Frá Svíþjóð:
Roger Wallis framkvæmdastjóri SKAP
Ulla-Carin Nyquist Formaður
Marten Karlsson
Frá Finnlandi:
Martti Heikkila framkvæmdastjóri ELVIS
Jani Uhlenius formaður ELVIS
Jori Nummelin
Kikka Laitinen
Sari Maunula
Frá Noregi:
Bendik Hofseth formaður NOPA
Gunnar Roalkvam
Geir Holmsen
Frá Danmörku:
Hans Dal formaður DPA
Morten Bay
Arne Wurgler formaður DJFBA
Maj Britt Kramer
Pia Raug.
Frá Íslandi:
Magnús Kjartansson formaður og framkvææmdastjóri FTT
Kristján Hreinsson varaformaður FTT
Þórir Baldursson
___________________________
Hvatningaverðlaun Samfylkingarinnar 2003
Hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar 2003:
HÖRÐUR TORFASON
Fyrir djörfung, hreinskilni, æðruleysi og kjark í áratugalangri baráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Framlag þitt til að gera okkur öll að betri manneskjum og samfélagið heilbrigðara er bæði ómetanlegt og ógleymanlegt.
_________________________
Íslensku tónlistarverðlaunin 2003
Tilnefning til Íslensku Tónlistaverðlaunanna 2003:
Geisladiskur HarðarTorfa, Söngvaskáld, er tilnefndur til íslensku tónlistaverðlaunana. Söngvaskáld inniheldur lög Harðar við ljóð Halldórs Laxness í útsetningum Vilhjálms Guðjónssonar.
____________________________
10 desember 1995
Frelsisverðlaun Samtakanna ´78 - 1995
Frelsisverðlaun Samtakanna ´78 eru í dag veitt
HERÐI TORFASYNI
fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf í þágu lesbía og homma á Íslandi.
Gjört í Reykjavík þann 10 desember 1995
Margrét Pála Ólafsdóttir
Formaður Samtakanna ´78
_________________________________
Tupilak 1995
TUPILAK
Tupilak, organisation för homosexuella kulturarbetare í Norden presenterar
1995 års THORS HAMMARE til
HÖRÐUR TORFASON
som har varit pionär i den homosexuella kampen i Island, varit opinionsbildare och positiv förebild genom sin konstnäskap som öppen homosexuell.