Push the button to buy or listen to Hörður music
Kvikmyndir
1989
Ég lék í einni stuttmynd og vann að gerð sjónvarpsþáttaraðar um alnæmi á vegum Forbundet´48 í kaupmannahöfn.
1988
Ég skrifaði kvikmyndahandrit um alnæmi fyrir Ísfilm og vann ötullega að málefni alnæmissmitaðra í Reykjavík. Tók sjónvarpsviðtal þá um sumarið í Kaupmannahöfn við Sævar Guðnason sem er að deyja úr alnæmi. Landlæknisembættið stóð fyrir kostnaði ferðarinnar.
1984
Vann sem leikari við ýmis verkefni með nemendum í Kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn.
1977
Í janúar mætti Reynir Oddsson til Kaupmannahafnaar og við höfum klippingu og hljóðsetningu kvikmyndarinnar Morðsögu. Myndin var frumsýnd í Reykjavík um vorið.
1976
Það sem eftir er ársins fer í að ljúka við gerð Morðsögu. Unnið við tökur allt sumarið fram á haust og síðan unnað að klippingu til áramóta. Fór til Kaupmannahafnar í nóvemberlok til að undirbúa klippivinnu við Morðsögumyndina.
1975
Í júni hóf ég samstarf með Reyni Oddssyni við gerð kvikmyndarinnar “Morðsaga "
1973
Um sumarið lék ég í sjónvarpskvikmyndinni " 65.grein lögreglusamþykktarinnar " eftir Agnar Þórðarson í leikstjórn Baldvins Halldórssonar. Þar fór ég með hlutverk einkabílstjórans Axels.