Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Kvikmyndir

hordursjalfur's picture

1988
Vinnur kvikmyndahandriti um alnæmi ásamt Þorbirni Erlingssyni og vinnur ötullega að málefni alnæmissmitaðra í Reykjavík. Tekur upp viðtal þá um sumarið í Kaupmannahöfn við Sævar Guðnason sem er að deyja úr alnæmi. Landlæknisembættið stendur fyrir kostnaði.

1984
Vinnur við ýmis verkefni með nemendum í Kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn.

1977
Í ársbyrjun er haldið til Kaupmannahafnar og lokið við klippingu og hljóðsetningu kvikmyndarinnar Morðsaga. Frumsýnd í Reykjavík um vorið.

1976
Það sem eftir er ársins fer í að ljúka við gerð Morðsögu. Unnið við tökur allt sumarið fram á haust og síðan unnað að klippingu til  áramóta.

1975
Í júni hefur hann samstarf með Reyni Oddssyni við gerð kvikmyndarinnar  “Morðsaga "

1973
Um sumarið leikur hann í sjónvarpskvikmyndinni " 65.grein lögreglusamþykktarinnar " eftir Agnar Þórðarson í leikstjórn Baldvins Halldórssonar, og fer þar með hlutverk einkabílstjórans Axels.