Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

1961-1970

hordursjalfur's picture

1957 - 1968 - 1969

# Ég var farinn að flytja söngva mína víða annaðhvort einn míns liðs eða ég fékk aðra með mér.

Veturinn 1968/69 var mér boðið að semja nokkur lög við ljóð um Ingu Dóru eftir Jóhannesar úr Kötlum í barnastund hjá Ríkisútvarpinu á Skúlagötu. Þar með var ég kominn á par við Ingibjörgu Þorbergs og Sigfús Halldórsson, höfunda sem sömdu lög við ljóð annarra og fluttu við eigin undirleik. Það var þá sem ég kynntist Ingibjörgu Þorbergs og átti eftir að eiga margar spjallstundir við hana næstu árin.
# Allt sumarið 1967 undirbjó Ævar mig fyrir inntökupróf fyrir leiklistarskóla Þjóðleikhússsins og um haustið komst ég þar inn. 
# Vann við húsaviðgerðir á sumrin á námsárunum hjá Karli Sigurðssyni.

# Ég lék og dansaði í eftirtöldum leiksýningum Þjóðleikhússins frá 1967 til 1973: 
Þrettándakvöld. ( Hirðmaður. ) Íslandsklukkan. ( Hrossastrákur á þingvöllum.) Brosandi Land. ( Dansari o.fl.) Síglaðir söngvarar. ( Glaður gestur,nautið Napóleon o.fl.) Fiðlarinn Þakinu. ( Fyedka.) Mörður Valgarðsson. ( Ýmis smá hlutverk ) Höfuðsmaðurinn frá Köpernik. ( Deltzeit + hermaður+dansari) Oþelló. ( Farmaður og hljóðfæraleikari ) Túskildingsóperan. ( Betlari og lögreglumaður.) Glókollur. ( Prinsinn af Hóenhó ) Indjánar ( Jesse James og indjánadansari ) Kabarett ( Dansari ) Hafið bláa hafið ( Diegó.) 
# Ég vann í sjálfboðastarfi ýmis störf hjá Leikfélaginu Grímu í Tjarnarbíói á námsárunum. 
# Á námsárunum vann ég á auglýsingateiknistofu hjá Sverri og Heiðu á Laugarvegi 87. 

1966 

#   Ég vann hjá Silla og Valda á Rauðarárstíg. Haustið 1966 skráði ég mig á vetrarlangt framsagnarnámskeið í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran.  Rétt eftir áramótin hvatti Ævar mig óspart til að sækja um í leiklistarskóla Þjóðleikhússins þá um haustið sem ég og gerði undir hans leiðsögn. Þetta varð til þess að ég hafnaði verslunarstjórastöðu hjá Silla og Valda flestum sem í kringum mig voru til mikillar undrunar. Þetta þótti mikil upphefð fyrir svo ungan mann. En það var annað en peningar sem hvöttu mig áfram. 

1961 – 1965

# Næstu ár vann ég sem verkamaður, einkabílstjóri, málaranemi, verslunarmaður, lyftaramaður, þjónn, háseti og á síldarplani á Breiðdalsvík. Ég var byrjaður á þessum árum að troða upp með söngva mína hér og þar sem ég fór um. Sérstaklega sumarið 1964 austur á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Stundaði dansnám hjá Dansskóla Hermanns Ragnars og Djassballettskóla Báru.

1961

# Ég lauk gagnfræðaprófi frá verslunarsviði Gagnfræðaskóla Austurbæjar.

1957

# Um haustið flutti ég, í fyrsta sinn opinberlega, söngva eftir mig og spilaði undir á gítar í Kirkju Óháða safnaðarinns í Reykjavík.