Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Að marg gefnu tilefni

hordursjalfur's picture

Bara svo að fólk hafi það á hreinu; ég hef aldrei skráð mig í stjórnmálaflokk og ég tilheyri ekki íslensku þjóðkirkjunni, né trúarhópi. 
Ég hef unnið sem listamaður í tæp 40 ár og hef haft mannréttindi sem þungamiðju vinnu minnar. Sterkustu vopn mín hafa verið sögur mínar og söngvar sem ég hef ferðast með um landið í áratugi. Ég hef ítrekað ljáð fólki og málefnum rödd mína endurgjaldslaust þegar ég hef talið þess þurfa. 

Og ég undirstrika það enn eina ferðina að; frelsi fylgir ábyrgð. Og ég stend fyllilega við allt sem ég hef gert og sagt á opinberum vettfangi. 

Mikill léttir

hordursjalfur's picture

Það hefur reynst mér mikill léttir að hafa fengið ævisöguna TABÚ útgefna. Í áratugi var ég sífellt að svara sömu spurningunum varðandi starf mitt í mannréttindamálum og þá sérstaklega að hafa verið fyrsti íslendingurinn sem neitaði að láta kúga mig með svokölluðum "kristnum gildum" og dirfast að gangast opinberlega við kynhneigð minni. Og svo var ég svo ósvífinn að koma á legg Samtökunum ´78.  Þetta var að margra áliti svo svívirðilegt að ég varð að flýja land. En ég flutti mig bara um set og hélt áfram baráttunni. Og baráttan fyrir betri heimi er ævistarf:) 

Heiðarleiki

hordursjalfur's picture

Eitt sinn að loknum tónleikum úti á landi var ég að selja plötur að vanda og tók eftir einni konu sem skoðaði vel hverja einustu plötu á meðan ég var að afgreiða annað fólk. Loks varð hún ein eftir við borðið og var upptekin við að skoða. Ég spurði hana hvort hún væri að leita að einhverjum ákveðnum söng?

40 ár

hordursjalfur's picture

Tónlistarferillinn spannar vel fjóra áratugi.

Þjóðfundur?

hordursjalfur's picture

Það er svosem vitað að þjóðfélagslegar breytingar taka tíma, jafnvel áratugi. En mörg tröll ætla að vera í dyrum okkar íslendinga til viðhorfsbreytinga. Þessi "Þjóðfundur" er dæmi um eitt stærsta tröllið. Hér er sett á fulla ferð að virkja bjartsýni landans. Það er spurt hvað vill þjóðin? Hefur það eitthvað verið að flækjast fyrir fólki síðan Hrunið varð? Ekki mér vitandi, nema örfárra sem ekkki sjá neitt athugavert við Hrunið. Sjálfsagt vegna þess að það græddi á því.

Íslensk þjóð í vanda

hordursjalfur's picture

Við íslendingar erum í miklum vanda. Það er augljóst að verði stjórnmmálaflokkunum leyft að ráða þá á ekkert eftir að breytast. Stjórnmálamenn settust vankaðir og ráðvilltir í stólana eftir að alþýðan krafðist breytinga í síðastliðinn vetur. Smám saman tóku þeir við sér og nú er allt komið á fullt skrið á ný. Tæplega örlar á einlægum breytingum. Ýmis öfl hamast núna við að endurskrifa söguna og jarða fortíðina. Ekkert má breytast og auðvitað snýst þetta allt um völd og auð. 

Heimsókn í Laugarnesskóla

hordursjalfur's picture

Þá er að hefja nýjan áfanga í lífinu og byrja að blogga. Ekki alveg viss um að það verði dagleg iðja hjá mér. En ég sé til. En það er kjörið að hefja bloggið á ný uppgerðu síðunni minni með því að segja frá að í morgun heimsótti ég Laugarnesskóla. Tilefnið var dagskrá um skáldið Tómas Guðmundsson.

Netið er dásamlegt

hordursjalfur's picture
Það er athyglisvert að fylgjast með blogginu og fjölmiðlum núna í umfjöllun þeirra um kynþáttahatur og ofbeldi. Lýsingarnar eru svæsnar á ofbeldinu og niðurlægingunni. Athygli mína vekur hvernig að skrifunum er staðið. Á netinu fer t.d. mikinn blaðamaður undir nafni sem ég veit ekki hvort er hans rétta nafn eða ekki því hann hylur andlit sitt einhverra hluta vegna. Ég á erfitt með að treysta þeim til fulls sem fela sig á bakvið eitthvað annað. En lýsingar hans á rustalegri árás á marokkóskan vin hans er áhrifarík og fylla mann depurð.

Bergþóra Árnadóttir kvödd

hordursjalfur's picture
Himnaför Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds verður haldin í Hveragerðiskirkju klukkan 13.00 í dag og síðan verður aska henna jarðsett í Kotstrandakirkju.

En opfordring til det Færöske Landsting.

hordursjalfur's picture
Som en kunstner og menneske som har vokset op med en stor respect for de færöske folk vil jeg opfordre det færöske Lagting til at sikre homoseksuelle mennesker deres fulde ret som mennesker. I skal vide at omverdenen ikke accepterer den form for diskrimination af homoseksuelle som forgår på Færöerne den er en grov overtrædelse af FN’s menneskerettighedskonvention.
Med venlig hilsen og et önske om en god fremtid.
Hörður Torfa
Syndicate content