Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Mikill léttir

hordursjalfur's picture

Það hefur reynst mér mikill léttir að hafa fengið ævisöguna TABÚ útgefna. Í áratugi var ég sífellt að svara sömu spurningunum varðandi starf mitt í mannréttindamálum og þá sérstaklega að hafa verið fyrsti íslendingurinn sem neitaði að láta kúga mig með svokölluðum "kristnum gildum" og dirfast að gangast opinberlega við kynhneigð minni. Og svo var ég svo ósvífinn að koma á legg Samtökunum ´78.  Þetta var að margra áliti svo svívirðilegt að ég varð að flýja land. En ég flutti mig bara um set og hélt áfram baráttunni. Og baráttan fyrir betri heimi er ævistarf:) 

Það var sérstaklega ungt og lítt reynt fólk sem fannst þetta framtak mitt forvitnilegt og það mætti oft með langa spurningarlista. Annaðhvort var það að skrifa ritgerð eða það var að finna efnivið í viðtal fyrir eitthvert blað.

Léttir minn er sá að þegar þetta unga fólk hringir þá bendi ég því á að lesa bókina fyrst og ræða við mig eftir það. Þarf að taka það fram að þetta fólk hringir ekki aftur? 

1.des.´09