Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Íslensk þjóð í vanda

hordursjalfur's picture

Við íslendingar erum í miklum vanda. Það er augljóst að verði stjórnmmálaflokkunum leyft að ráða þá á ekkert eftir að breytast. Stjórnmálamenn settust vankaðir og ráðvilltir í stólana eftir að alþýðan krafðist breytinga í síðastliðinn vetur. Smám saman tóku þeir við sér og nú er allt komið á fullt skrið á ný. Tæplega örlar á einlægum breytingum. Ýmis öfl hamast núna við að endurskrifa söguna og jarða fortíðina. Ekkert má breytast og auðvitað snýst þetta allt um völd og auð. 
Það er vitað mál að uppgjör getur aðeins átt sér stað ef fortíðin er gerð upp af einlægni og heilindum. Ef það er ekki gert þá er það ekki uppgjör heldur veiklulegt yfirklór og allt sækir fljótlega í sama farið.
Að standa að Þjóðfundi og mynda sýn á hvað þjóðin vilji í framtíðinni ber lítin árangur ef fortíðin er ekki gerð upp. Hverjir eru  það sem stand að baki þessari Mauraþúfu? 

Að tala um stjórnlagaþing sem á að krukka í gamalt úr sér gengið plagg á forsendum stjórnmálamanna með því að ætla því að það sé ráðgjafandi er í raun kjaftshögg. Með því segja stjórnmálamenn við þjóðina; þið eruð í vinnu hjá okkur og fyrir okkur. Þetta er óásættanlegt. Stjórnmálamenn verða að fara að skilja að þeir eru í vinnu hjá þjóðinni. Og þjóðin verður líka að fara að átta sig á stöðunni og efla sjálfsvitund sína. Annars breytist ekkert.