Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

40 ár

hordursjalfur's picture

Tónlistarferillinn spannar vel fjóra áratugi.

Ég byrjaði ansi ungur að fást við að tjá mig í söngvum. Þetta hefur verið mér árátta frá því að ég var barn og er enn. Í fyrsta skipti sem ég stóð á sviði og flutti eigin söngva var ég tólf ára gamall. Þetta varhaustið 1957 í kirkju Óháðasafnaðarins. Árátta þessi var framan að aldri aðeins mér og öðrum til gamans heima við og aldrei hafði ég uppi plön um að gera þetta að atvinnu. Í frístundum samdi ég gjarna lög við ýmis ljóð og flutti oft fyrir fólk hér og þar sem ég var staddur. Ég hef hitt fólk frá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík sem man eftir mér að skemmta fólki, með flutningi eigin laga og annarra, sumarið 1964.En það var ekki fyrr en eftir að ég útskrifaðist sem leikari, vorið 1970, og að ég hafði lokið við hljóðritun fyrstu plötu minnar haustið 1970 að það fóru að mótast í mér viðhorf sem tengdu saman tónlist, textagerð og leiklist. Uppúr því fóru líka að hrærast í mér hugmyndir um að tengja mannréttindabaráttu inn í starf mitt. Starf söngvaskáldsins er einmitt kjörinn vettfangur í mannréttindabaráttu. Í gegnum sögur og söngva farandsskáldsins er hægt að koma miklu meiru til skila til fólks heldur  en einhver stofnun gerir.