Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

rigningadagur / a rainy day

hordursjalfur's picture

 

 

rigningadagur

 

það er til fólk sem er sífellt að ferðast

það er á stöðugum þönum hingað og þangað um hnöttinn

auðvitað þekki ég það ekki 

aðeins heyrt þessa fólk getið

af eðlilegum orsökum sé ég það ekki

- það er alltaf statt annarsstaðar

 

sama má kannski segja um hugmyndir

maður heldur á stundum að aðrir eigi betri hugmyndir en maður sjálfur

að aðrir séu líka duglegri en maður sjálfur

að líf annarrra sé meira spennandi en líf manns sjálfs

manni finnst eins og að annað fólk hafi það oft betra en maður sjálfur

- samt hefur maður það ágætt 

 

ég ligg hér uppí rúmi að lesa bók en mér er kalt og úti er rigning

ég var rétt áðan að ræða á netinu við mann i mexicó

þar var kæfandi hiti og manninum leiddist

hann hafði ekkert annað að gera en að láta sér leiðast

 

hugmyndir eru myndir í huganum og þær spretta fram óbeðnar

- eða hvað?  

er maður kannski alltaf eins og veiðmaður að fiska í gruggu vatni

óánægður með það sem uppúr vatninu kemur?

hvernig væri þá að hætta að veiða?

 

ég hlusta á andardrátt sofandi mannsins míns

og virði fyrir mér andlit hans 

- mér hlýnar 

 

ht - 06 - 07 - ´13

 

 

a rainy day

 

there are people who are constantly traveling

they are consistently rushing here and there around the globe

of course i don´t know them

only heard spoken of that people 

of natural causes i do not see them

- they are always somewhere else

 

the same can be said about ideas

one thinks sometimes that others have better ideas than oneself

that others are also more active than oneself

that others life is more exciting than one's own life

one feel like other people do better than the oneself

-  still one is doing alright

 

i am lying in bed reading a book but i am freezing and outside it is raining

i was just now talking online with a man in Mexico

where the heat was suffocating and the man was bored

he had nothing else to do but be bored

 

ideas are images in the mind and they pop out unprompted

- or what?

is one perhaps always like a hunter to fish in turbid water

dissatisfied with what comes up out of the water?

then how about give up fishing?

 

i listen to my husband's sleeping breath

and observe his face

- i get warm

 

ht - 06- 07 - ´13