Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Óþörf meðvirkni.

hordursjalfur's picture
Engum duldist að Bosshönnuðu búningar nasistanna voru glæsilegir og áhrifamiklir. En það sem skipti máli var það sem bjó í hugsun og ásetningi þeirra sem báru þá og afleiðingum verka þeirra. Viðbjóður og grimmd á hæsta stigi. Klæðnaður manna eru grímur sem villa oft fyrir. 
Nú væla hástöfum höfðingjasleikjur og þrælaspískarar þessa lands þegar höfðingjar þeirra og fyrirmyndir eru látnir svara til saka. Látum ekki blekkjast vegna snyrtilegs klæðaburðar þeirra.
Þessir menn víluðu ekki fyrir sér að tæta í sundur líf og samstöðu þúsunda fjöldskyldna með því að rústa fjárhag þeirra. Afleiðingarnar eru skelfilegar; sjálfsmorð, hjónaskilnaðir, ónauðsynlegur aðskilnaður, eignasvipting,stórfellt tekjutap og margföld skuldsetning til áratuga, sálrænt álag sem brýst fram í brostinni sjálfsmynd, örvæntingu og niðurlægingu. 
Beinum frekar samúð okkar og samkennd til þeirra þjáðustu. Þeirra sem skortir mat og aðstöðu til mannsæmandi lífs. Þess fólks  semhefur orðið verst úti vegna glæpa þessarra peningamanna.  
 
HT. 8.mai 2010