Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Mexico

hordursjalfur's picture

Í fyrramálið, 7 ágúst, fer ég til Mexico borgar í boði þarlendra yfirvalda til að segja frá starfi mínu sem mannréttinda baráttumaður hér á landi. Þetta er ráðstefna um mannréttindi og ég verð þarna í viku. Ég ætla að reyna að mun eftir að segja frá ferðinni hérna á blogginu. 

Þetta er þriðja ferðin sem mér er boðið í til að segja frá starfi mínu og útskýra lífsviðhorf mitt. Hann hefur vakið athygli víða um heim sá árangur sem ég hef náð enda skipta viðtölin orðið fleiri hundruðum sem hafa verið gerð við mig síðan haustið 2008. Oft á tíðum hefur heimili mitt verið eins og upptökuver fræa snemma dags til kvölds. Margir stærstu fjölmiðlar heims verið hér inn á gafli, bæði sjónvarp og blöð.
 
Það sem mesta athygli hefur vakið er að aðgerðir mínar hafa alltaf verið friðsamlegar, vel út færðar og náð 100% árangri. Auðvitað liggur einstök reynsla á bakvið slík verkefni og ég er alveg tilbúinn að segja frá þessu öllu saman í von um að aðrir geti nýtt sér þetta viðhorf og þessa aðferðir.