Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Haldið til haga.

hordursjalfur's picture
Ég tók smá rispu einn dag, nánar tiltekið 29 júní 2012 og svaraði skætingi konu einnar á FB. Hér set ég svarið til að eiga það og hafa greiðari aðgang að því fyrst ég á annað borða var að svara konunni;
 
 

Hörður ég held að þú hafir ekki efni á að segja mikið. Það virðist vera í lagi að fólk svelti og það séu langar biðraðir við hjálparstofnanir þessa lands í viku hverri, svo framarlega sem að VG og Samfylkingin er við völd. Hvar eru Austurvallamótmælin núna?

28. júní kl. 18:26 · 
 
Þórkatla Sverrisdóttir. Ég velti því oft fyrir mér hvort eitthvert námskeið hafi verið haldið til t.d í Valhöll eða á vegum LÍÚ til að kenna jáfólki sínu að veitast að mér. Því svo sannarlega hef ég orðið fyrir slíku undanfarin ár vegna framtaks míns á Austurvelli. Verð þó að nefna að þínar aðfinnslur hér er mjög kurteisar miðað við margar sem ég hef fengið yfir mig undanfarin ár. Vegna þekkingarleysis, ofsa og ógna varð ég landflótta hér áður fyrr og myndi reyndar vera flúinn land aftur ef ekki væru persónlegar ástæður sem koma í veg fyir það núna. En mig langar til að benda þér á að ég á ekki Austurvöll og hafirðu áhuga á að standa fyrir mótmælum þar þá ætti það að vera greið leið, svona til að létta áhyggjum þínum yfir sveltandi fólki Samfylkingunni og VG. En mig langar líka til að biðja þig að hafa í huga að ég sem mannréttinda og umbótasinni hér á landi hef staðið fyrir margvíslegum aðgerðum í meira en 40 ár og aldrei þegið laun fyrir. Og að ég hef aldrei verið sjálfviljugur í stjórnmálaflokki né trúfélagi og allar aðgerðir mínar hafa byggst á sannfæringu minni þegar ég er beittur misrétti og ég horfi uppá misbeitingu valds. Það er stjórnaarskrár bundinn réttur minn sem íslendingur og ég hef ítrekað nýtt mér. framtak mitt hefur líka alltaf byggst á að virkja annað fólk með mér. En ég hef líka lagt áherslu á að upphefja sjálfan mig ekki vegna þessa til að gefa gott dæmi um vitund og skyldur mínar sem manneskja og hluti samfélagsins. En ég vil benda þér á að vegna mikilla persónulegra fórna í áratugi og einstæðrar reynslu sem ég hef öðlast og unnið vel úr þá hefur hvert einasta framatak mitt á þessu sviði heppnast 100%. Hafirðu vilja til að fræðast um þetta starf mitt þá bendi ég þér, eins og fleirum, á að lesa bókina TABÚ se, rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson skráði. Sú bók kom út 2008. Þar ættirðu að fá glögga sýn á starf mitt fyrstu 30 árin. Svo langar mig að lokum að biðja þig að hugleiða hvernig ástandið væri hér á landi í dag ef fyrrverandi stjórnvöldum hefði ekki verið komi frá 2009? Mín sannfæring er að við værum í mun verri málum. Og að kenna núverandi stjórnvöldum um þá skelfilegu skuldastöðu sem ísland er í er ekki aðeins óréttlátt það beinlínis heimskulegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo er annað sem má fylgja með svona eins og rúsína í pylsuendanum; í meira en ár hef ég verið á þeytingi um heiminn í boði margvíslegra samtaka til að útskýra starfsaðferðir mínar og þar með Búsáhaldabyltinguna og takast á við margskonar mýtur sem hafa skapast um okkur íslendinga. Ég hef verið að ávarpa milljónir manna og það líður ekki sú vika að ég sé ekki í nokkrum viðtölum við ýmsa erlenda fjölmiðla þegar ég er staddur hér á landi og mörg heimboð bíða mín. Svo kveð ég þig með von um að þú hugleiðr málin og skoðir í ljósi þess sem ég hef sagt þér.
29. júní kl. 14:08 ·  · 3