Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

D - hópurinn innan S´78

hordursjalfur's picture

Reykjavík 2004.

D – hópurinn, eins og ég kallaði hóp innan S´78, sótti í upphafi fast og óvægið að Samtökunum ´78 og persónulega að Guðna Baldurssyni og krafðist skemmtanahalds. Þau töluðu talsvert um skoðanakúgun og einstrengingsleg fundarhöld og reglugerðakjaftæði og vildu ryðja slíku burtu. Þetta var hávær og aðgangshart fólk sem vildi leggja áherslu á  „Gay menningu”. Mér var ljóst að umræðan yrði að hafa sinn gang og hélt mínu strike einfarans. Var þó mikið í sambandi við Guðna Baldursson og Helga sambýlismann hans. Eina ráð okkar var að halda okkar striki, hægt og rólega í gegnum þessi boðaföll.

D- hópurinn var ekki að skilja að við vorum aldrei að koma í veg fyrir skemmtanahald þeirra. Skemmtanir höfðu átt sér stað löngu fyrir stofnun S´78 og þau þyrftu ekki S´78 til að standa fyrir slíku. Hinsvegar væri alveg hægt að stofna sérstakt skemmtanaráð ef þau vildu beita S´78 fyrir sig á þeim vettvangi. Ég vildi fara varlega í sakirnar á því sviði því S´78 stefndu að því að fara í samræður við stjórnmálafólk og jafnvel aðra hópa sem ekki voru tilbúnir að ræða við leðurklædda homma með svipur, handjárn og dildó. Ég reyndi að benda þessum hópi á að við, hommar og lesbíur, værum hluti af þjóðfélagi. Félagi sem samanstæði af ólíkum hópum með ólík sjónarhorn og kröfur og yrðum því að ræða saman í sátt og beita málefnalegum rökum. Líka benti ég á að við ættum að heiðra okkar eigin baráttu og leggja fyrst og fremst áherslu á þær dagsetningar sem tengdust henni en auðvitað fagna alþjóðlegum baráttudögum líka. Við mættum ekki kaffæra okkur sjálf heldur efla sjálfsvirðingu okkar. Við yrðum líka að vinna innan félags að skilgreiningu á þörfum okkar og kröfum og skilja að þar ríktu gay réttindi sérstaklega en úti í samfélaginu værum við að vinna að almennum mannréttindum. Við værum ekki eini þjóðfélagshópurinn sem stæði höllum fæti og værum beitt misrétti. Okkur vantaði lagalega vernd og við yrðum að vinna að gagnasöfnun um stöðu okkar og kröfur og málefnalega gegn allri fáfræði, ofsóknum og ofbeldi útávið sem innávið. D- deildar sinnar voru ekki mikið fyrir þessar útskýringar mínar. Eftir snarpa orðasennu við nokkra meðlimi S´78 um viðhorf mín og svo harða gagnrýni mína á misnotkun nokkurra einstaklinga á fé og húsnæði S´78 og persónulegra árása þeirra á mig varðmér ljóst að innan S´78 áttu skoðanir mínar lítið fylgi og ég lét þau orð falla eftir misheppnað framboð mitt vorið 1993 að þó ég hefði rústað ferli mínu, glatað aleigunni  og næstu týnd lífi mínu í baráttunni fyrir réttindum okkar og að S´78 hefði ekki orðið til nema fyrir þrotlausa vinnu mína og þá ætti ég þau ekki og kvaddi þau án nokkurrar eftirsjár. Ég 

vissi sem var að innan S´78 voru margir hæfir einstaklingar sem myndu leiða þau áfram án minnar aðkomu og viðveru. Ég hélt áfram mínu starfi að ferðast um landið.

Ég hef lagt áherslu á að vinna mína vinnu útfrá minni reynslu, hæfni og getu frekar en að standa í orðaskaki við fólk hvort sem það telur sig með eða á móti.

 

Þeesa grein hef ég skrifað fyrir mörgum árum og st hana hér inn til varðveislu.