Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Bergmál 71/02 - Undirbúningur

hordursjalfur's picture
Nú er öllum undirbúningi lokið við frágang safnplötu með úrvali söngva Harðar Torfa. Platan kallast BERGMÁL 71/02 og inniheldur sextán söngva. Platan mun koma út seinnihluta október mánaðar og mun Hörður tengja árlega tónleikaför sína um landið útkomu þessa disks. Fyrsti söngurinn á disknum er Bergmál og er að hluta endurunninn, Hörður söng hann að nýju. Síðan er röð söngvanna svona: Litli fugl, Blómið, Ég leitaði blárra blóma,Brekkan, Þú ert sjálfur Guðjón, Krútt og kroppar, Englaakur, Um hina heittelskuðu, Tveir sokkar, Bjössi, Lítil og saklaus, Við gröf Vatnsenda Rósu, Karl R. Emba, Strengjabrúðan og að lokum óstytt útgáfa af söngnum Reykjavík. Á disknum eru semsagt tveir nýjir söngvar,Blómið sem hefur mikið heyrst á rás 2 síðan í ágúst og svo Tveir sokkar en þar sýnir Hörður á sér enn eina hliðina og djassar. Hörður fluttti þennan söng reyndar á seinni hausttónleikum sínum 7.september. Auðvitað komust ekki nándar nærri allir bestu söngvar Harðar á einn disk og stóð til í upphafi að gefa út tveggja diska kassa en frá því var horfið þar sem slíkt er dýrt í framleiðslu og selst hægar og er oftast of mikil innkaup í einu. Brugðið var því á það ráð að gefa út einn disk núna og síðan mun annar koma að ári. Það er útgáfufyrirtækið EDDA,miðlun útgáfa, sem gefur diskinn út í samvinu við Hörð. Vilhjámur Guðjónsson sér um allt sem lýtur að tækni og upptökum og sér einnig um útsetningar á nýju söngvunum og annas þar undirleik. Samvinna Harðar og Vilhjálms hefur heppnast með afbrigðum vel eins og diskarnir LAUF og SÖNGVASKÁLD sýna og sanna. Hafa þeir félagar skapað ótrúlega fjölbreytta og skemmtilega veröld tóna og orða. Með útgáfu Bermáls vonast Hörður til að geta gefið sýn á þá starf sitt undanfarna áratugi en hann er sá íslenski listamaður sem hefur verið iðnastur við að fara um landið áralega alveg frá ársbyrjun 1972. Venjulege hefur hann haldið af stað að hausti og sett upp leikrit og haldið tónleika. Teljast uppsetningar hans á leikritum víða um landið um 100 talsins og hefur hann gert leiktjöld við hvert einasta þeirra. Um fjölda tónleika er ekki vitað en þeir skipta orðið þúsundum. En útlitshönnun diskins og hugmyndahönnun er í höndum Massimo Santanicchia, tæknileg útfærsla hönnunar er í höndum Þormars Melsted og allar ljósmyndir eru teknar af Áslaugu Snorra. Semsagt góður og samhentur hópur og útkoman í sama stíl.