Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Þessi er 75 ára í dag, 7 apríl 2020.

hordursjalfur's picture

Hann er fimm mánuðum eldri en ég og ég fimm mánuðum yngri en hann. Jafnaldrar sem sagt sé miðað við árið. Við vorum píslir, smávaxnir framanaf og urðum líka fermingarbræður í apríl 1958 fyrir sextíu og tveim árum í Hallgrímskirkju sem líka var písl en stækkaði eins og við. Leiðir okkar hafa legið sundur og saman eins og rafmagnssnúrur eða vatnslagnir í undarlegu húsi sem er fullt öðru skrýtnu fólki sem er fullt af hljóðum sem mynda stafi sem verða að orðum og jafnvel setningum sem við höfum svo hermt eftir hvor með sínum hætti. Þar er vafalaust að finna orðin hamingju og heillaóskir og hlý góð manneskja sem óma örugglega í mér í allan dag eins og þrálátt garnagaul.