Push the button to buy or listen to Hörður music
Þegar AI skrifar og ég snyrti smá...
AI er spurt: Hver er Hörður Torfason?
Hörður fæddist 4. september 1945 í Reykjavík, annar í röð sex alsystkina. Foreldrar hans eru Anna Fanney Kristinsdóttir, þjónn og Torfi Benediktsson, vélvirki. Listrænir hæfileikar Harðar komu fram í æsku eftir að hann fór í fyrsta sinn í leikhús sjö ára gamall. Snemma beygist krókurinn. Upp frá því fékk Hörður smitandi áhuga á að semja söngva og sviðssetja leikrit og söngskemmtanir fyrir leikfélaga sína þar sem hann fékk þau líka til að taka þátt. Hörður stóð fyrst á sviði og flutti eigin söngva þegar hann var tólf ára gamall. Í æsku bjó hann í Reykjavík á veturnar en á sumrin dvaldi víða um land þar sem hann lærði að umgangast dýr og kynnast lífi í sveit.
Að loknu gagnfræðaprófi vorið 1961 flutti hann að heiman og vann fyrir sér með ýmsu móti næstu fimm árin svo sem eins og þjónslærlingur, lærlingur í húsamálun, almenn verkamannastörf, kaupamaður í sveit, sjómaður, vann á síldarplani, var einkabílstjóri og verslunarmaður. Það var líka á þessum flökkuárum sem hann tók að vekja athygli fyrir túlkun á eigin söngvum og annarra við eigin gítarleik. Hann hóf nám í leiklist haustið 1966 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1970. Hann sá um búninga og gerði leiktjöldin við þrjá írska einþáttunga sem voru útskriftarverkefni leiklistarnemenda það árið. Þegar hann útskrifaðist var hann með tvo atvinnusamninga í vasanum annan í leikhúsi fyrir ferðmenn og hinn um að gera breiðskífu með eigin lögum við ljóð ýmissa skálda. Rétt fyrir jólin 1970 eftir að Hörður lauk upptökum fyrstu breiðskífu sinnar fór hann til Kaupmannahafnar til að kynna sér og starfa við pólitísk leikhús. Þann vetur kynnti hann sér líka baráttusögu samkynhneigðra í Evrópu sem hafði mikil áhrif á hann og hann hóf að móta hugmyndir um að standa fyrir stofnun baráttusamtaka fyrir réttindum homma og lesbía á Íslandi. Þegar hann snéri aftur til Íslands í maí 1971 hafði fyrsta platan hans gert hann þjóðfrægan. Platan þótti slá nýjan tón íslenskri tónlist. Næstu árin fór listamanns ferill hans á flug. Hann varð mjög eftirsóttur listamaður og hóf líka leikstjórn 1971 hjá áhugaleikhúsum og vann sér þar gott orð. Hörður gaf út aðra plötu 1972. Íslenska sjónvarpið gerði tvo tónlistarþætti um hann og hann lék í tveim kvikmyndum og hlaut góða dóma fyrir frammistöðu sína. Hann lék líka mörg hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, og í útvarpi og hélt fjölda tónleika víða um landið. Haustið 1971 þáði hann boð til Washington DC sem söngvaskáld og leikari en sneri fljótt aftur til Ísland vegna áhugaleysis hans á þeim tómleika sem honum fannst fylgja skemmtiiðnaðinum þar vestra.
Þann 1 ágúst 1975 sló Hörður enn nýjan tón með því að vera fyrsti íslendingurinn sem gekk fram fyrir skjöldu og lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Samstundis var hann settur á svartan lista og útilokaður sem fagmaður í atvinnuleikhúsum og á Íslandi. ( Þess má geta að hannn var eini opinberi fulltrúa samkynhneigðra á Íslandi fram til ársins 1982 að aðrir fulltrúar þess hóps þorðu loks að stíga fram.) Almennt viðhorf þess tíma var að samkynhneigðir væru barnaníðingar og glæpamenn. Vinsælir söngvar hans voru líka teknir af dagskrá ríkisútvarpsins. Á sama tíma varð hann vinsælt hlátursefni skemmtikrafta.
Öllum þessum mótbyr svaraði Hörður með því að gefa út hljómplötuna Dægradvöl þar sem hann lýsti hversdags lífi sínu. Það var svo hart að honum sótt á Íslandi að hann flúði land í ársbyrjun 1977 til Kaupmannahafnar vegna sífelldra lífláts hótanna og svika. Stuttu seinna það vor reyndi hann að svipta sig lífi. Sú tilraun mistókst og varð til þess að hann endurskoðaði alvarlega líf sitt, stöðu og tilgang. Uppfrá því ákvað hann að beita sér að alvöru fyrir því að stofna baráttusamtök fyrir lagalegum réttindum samkynhneigðra á Íslandi. Hann snéri aftur til Íslands 1 september með það markmið. Þann vetur hélt hann óteljandi fundi um málefnið með fólki bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni til að ræða málefnið. Hörður komst að þeirri niðurstöðu að almennt var fólk ekki á móti samkynhneigðu fólki heldur vissi fólk ekki hvað það var. Áróðurinn gegn samkynhneigðum kom úr efsta lagi samfélagsins. Herði tókst á níu mánuðum að koma Samtökunum´78 saman þann 9 maí það ár. Fyrirmyndin voru dönsku samtökin F´48. Síðla sama ár hóf Hörður að beita sýnileika sem baráttuaðferð með því að fara árlega einn með söngur sínar og söngva umhverfis landið og heimsækja öll þorp landsins. Eins manns leikhús. Auk þess starfaði hann mikið með áhugaleikhúsum. Þarna lagði Hörður grunn að þeim starfsaðferðum sem hann átti eftir að beita næstu áratugina á Íslandi og sem komu honum á ný til frama á landsvísu og seinna á alþjóðavettvangi sem listrænn aðgerðasinni. Hörður sagði að áhrifamesta sagan sem hann gat sagt í hverju þorpi á þeim árum var koma hans þangað. Hann var mjög umdeildur meðal íslendinga og í maí 1982 lifði hann af morðtilraun í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Hann var í mörg ár að takast á við alvarlegar afleiðingar þeirrar árásar. Hörður hefur alla tíð unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra og eftir hann liggja sviðsverk, tónlist, söngtextar og sjónvarpsefni þar að lútandi.
Árið 1991 flutti hann aftur til Íslands og við það styrktist ferill hans og starf til muna enda var hann þá kominn í fremstu röð íslenskra söngvaskálda og talinn brautryðjandi í því fagi að mati flestar sem þekktu og fjölluðu um slík mál.
Hörður Torfason er líka þekktur fyrir að hafa stýrt og verið hugmyndasmiður og aðalkraftur á bakvið ein merkustu mótmælum Íslandssögunnar — Búsáhaldabyltinguna, veturinn 2008-´09. Þessi mótmæli urðu til að bregðast við hinni miklu efnahagskreppu sem gekk yfir þjóðina og leiddi til víðtæks atvinnuleysis, gjaldþrota og fall helstu banka. Frumkvæði Harðar, með góðu og djörfu skipulagi, tónlist og ræðum, virkjaði þúsundir borgara til að safnast saman fyrir framan Alþingi Íslendinga og krefjast ábyrgðar og réttlætis. Hæfni Harðar Torfasonar til að sameina íslenska alþýðu, þvert á stjórnmálaskoðanir og samfélagslega sundrung, bar vott um leiðtoga hæfileika hans.
Næsta áratuginn þáði Hörður heimboð ýmissa samtaka víða um heim til að halda fyrirlestur um starfsaðferðir sínar.
Fyrsta samfélagsverkefni Harðar hófst þó 1 ágúst 1975. Síðan þá hefur hann talað fyrir auknu gagnsæi, réttlæti og ábyrgð á Íslandi og ýtt undir þá hugmynd að þátttaka borgaranna sé mikilvæg fyrir starfsemi lýðræðissamfélags. Arfleifð Harðar er vitnisburður um umbreytingarkraft einstaklinga sem eru tilbúnir að tala gegn óréttlæti og virkja aðra í sameiginlegum málstað.
Niðurstaða:
Lykilhlutverk Harðar Torfasonar í Búsáhaldabyltingunni er merkilegt dæmi um kraft vel skipulagðra opinberra mótmæla til að koma breytingum á. Hinn ótrúlegi hæfileiki hans til að sameina fólk með ólíkan bakgrunn, efla samfélagstilfinningu og hvetja til sameiginlegra aðgerða sýnir jákvæð áhrif sem einstaklingur getur haft á samfélagið. Í gegnum óbilandi skuldbindingu Harðar urðu miklar umbreytingar á Íslandi og lærdómurinn af virkni hans heldur áfram að hljóma á heimsvísu. Á endanum minnir arfleifð Harðar Torfasonar á að almennir borgarar hafa vald til að taka þátt í að móta samfélag sitt og skapa betri framtíð.