Push the button to buy or listen to Hörður music
Takk, Aðalheiður Ámundadóttir
Takk fyrir þessa grein, Aðalheiður Ámundadóttir. Þessi hugleiðing er mjög athyglisverð, einföld og hittir í mark. Í 50 ár hef ég unnið meðvitað meðal ykkar að vitundarvakningu. Sýnileikanum. Unnið að málefnum sem skipta okkur öll mestu máli. Unnið gegn hatri, hefnd og misbeitingu valds. Valdið refsar mér fyrir það. En þegar það refsar mér þá refsar það ykkur. Sjúkt vald beitir geðþóttafullum refsingum. Vísindamenn, listamenn, fræðimenn, almennir borgarar þjást vegna valdfíknar fárra. Síðast sáum við hversu skaðlegt og hlægilegt valdið getur orðið í máli Þorvaldar Gylfasonar.
Samfélag á að vera sanngjart og hafa hugrekki til að takast á við það sem úrskeiðis fer án þess að refsa einstaklingnum sem bendir á vandann.
Hugsið aðeins um stöðu samkynhneigðra á Íslandi í dag fjörtíu og fimm árum eftir að ég hóf að takast á við það málefni. Gleðigangan gat aðeins orðið vegna þess að við sem á undan höfðum gengið í baráttunni höfðum skapað vitundarvakningu í áratugi og markvisst unnið að lagfæringu á lagalegum réttindum okkar allra í samvinnu við alla. Með þetta í huga ætti fólk að skoða stöðu landa í dag (t.d. Póllands) sem ekki hafa unnið þessa grunnvinnu. Gleðigangan fær ekki að fara þar um götur og hinsegin fólk sætir ofsóknum.