Push the button to buy or listen to Hörður music
Kærar þakkir,Gunnar Smári :)
er sjötíu og fimm ára í dag, hvort sem þið trúið því eða ekki. Hann kann allt og getur; sungið, samið, teiknað, leikið, spilað og galdrað fram alls konar, ekki síst andstöðu. Hörður er Rosa Park okkar Íslendinga, braut blað með því að koma út úr skápnum sem hommi 1975, fara þangað sem mátti ekki, krafðist viringar fyrir það sem hann var. Rosa var hluti af stórri hreyfingu en Hörður öll hreyfingin til að byrja með, alla vega sú sem var sýnileg. Og hann var því ekki varinn af neinum, stóð einn gagnvart ógnarafli haturs og andannúðar. En Hörður rataði til baka, vann sér aftur inn málfrelsi og tilverurétt í samfélaginu, tók þátt í frelsisbaráttu samkynhneigðra og lék síðan lykilhlutverk í búsáhaldabyltingunni, byggði upp vettvang fyrir andstöðuna og gjallarhorn fyrir fólk með mikilvægar skoðanir og sýn. Þið getið rennt yfir lista ræðufólks á fundum Harðar og þar má sjá vaxtarbrodda flest þess sem síðar hefur verið gert í réttindabaráttu almennings; endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, endurnýjun stjórnmálanna, stjórnmála götunnar, stjórnarskrárkröfunnar og margt fleira. Þetta er ekki allt verk Harðar, en það sem hann skapaði í búsáhaldabyltingunni var vettvangur og farvegur sem baráttufólk gat notað til góðs. Til að breyta þarf hvort tveggja; fólk og vettvang. Og þótt framlag margra þeirra sem stigu fram hafi verið mikilvægt var hið hógværa tillegg Harðar mikilvægast. Fyrir það má taka ofan fyrir honum alla daga.