Push the button to buy or listen to Hörður music
Gamlar umsagnir
Sæll Hörður.
Ég var einn af þeim heppnu sem fór á tónleika hjá þér í gærkveldi á Hótel Ísafirði. Ég má til með að segja þér að ég hef ekki verið neinn sérstakur aðdáandi þinn........ þar til í gærkveldi ! Þú eignaðist þar einn aðdáanda til viðbótar við þá fjölmörgu sem ég er viss um að þú átt. Valið stóð milli þín og þeirra Bubba og Heru, en einnig var fjölmennur körfuboltaleikur í íþróttahúsinu sem dró fjöldann allan að. Ég ákvað að gefa þér "séns" og ég
sé hreint ekki eftir því.
----
Datt í hug að senda þér smá póst afþví þú nefnir e-mailið á umslaginu á nýja diskinum þínum. Það er alltaf gaman að heyra eitthvað gott um það sem maður er að gera.. og því vildi ég segja um nýja diskinn LAUF þvílík snilld, laga og textasmíðin er alveg einstök þetta er einhvernveginn einmitt svo Trúbadúr-legt og þú ert nú eini alvöru Trúbadúr sem Ísland hefur nokkurntíman átt ég hef ekki hlustað á neitt annað núna síðan konan mín gaf mér diskinn í gær og lengi getur gott batnað því hann verður betri og betri eftir því sem maður hlustar oftar á hann.Strax og ég heyrði diskinn í fyrsta sinn þá sá ég mikið eftir að hafa ekki komið á hausttónleikana hjá þéren ÉG KEM NÆST :o)
----
Hörður, þér hafa aldrei verið gerð skil að neinu marki t.d. í útvarpi eða í blaðagreinum líkt og hefur verið gert við Bubba, KK, Megas og fleiri. Þó ertu maðurinn sem ruddi brautina. Vil ég t.d. benda á að það er ekki enn búið að skrifa bók um þig. Þú ert þó hugsjónarmaðurinn sem hefur langt umfram þá alla sinnt starfi þínu af einhug og dugnaði og þeirri einlægni sem einkennir fordómalausa hugsjónamenn. Sjálfum þér samkvæmur. Hvetjandi. Bjartsýnn og glaðlegur þjóðfélagsrýnir. Skarpur. Menntaður leikhúsmaður með mikla reynslu. Þig vantar betri umboðsmann. Já og þú hefur þurft að standa einn og hefur aldrei selt viðhorf þín. Þessvegna styð ég við bakið á slíkum listamanni.
------
Blessaður.
Við skemmtum okkur vel og það kom mér skemmtilega á óvart hvað salurinn tók vel undir strax í Brekkunni. Ég fékk margar umsagnir á þann veg að menn voru ekki með miklar væntingar um stórgóða skemmtun hjá Herði Torfa enda þekktu menn hann ekki mikið en þeir sömu sögðu við mig eftir atriðið þitt að þetta hafi verið alveg frábær skemmtun og að nú ætli menn að fara á næstu hausttónleika þína eða þeir sögðust ætla að kaupa plötuna þína nýju. Einhverjir söknuðu Blómsins en allir fóru glaðir heim eftir vel heppnað kvöld.
________
Uppsetning tónleika þinna og öll framkvæmd þeirra ætti að vera öðrum fordæmi. Menn gleyma kannski því að þú stendur einn á bakvið allt það skipulag út í ystu æsar. Það eitt er einstakt þrekvirki þegar haft er í huga að þetta er venjulega margra manna verk. Og þegar þú hefur skreytt sviðið ( og sviðsskreytingarnar eru fagmannlega og vel unnar) þá ertu tvo til þrjá tíma með tónleika þar sem þú ert oftast einn á sviðinu með skemmtilegar sögur og söngva. ( og líka góður þegar þú hefur hljómsveitir með þér ) Og allt þetta semur þú og gerir sjálfur og hefur gert í áratugi. Ótrúlega kraftmikill maður.
_______
Fáir ef nokkrir íslenskir tónlistarmenn geta státað af jafnmikilli aðsókn á tónleika árum saman án mikillar auglýsinga eins og HT. Hann var gerður landrækur fyrir að vera fylginn sjálfum sér í afstöðu sem þjóðfélagið hefur loks viðkennt að var rétt hjá honum. Honum hefur verið ýtt til hliðar þó hann sé upphafsmaður og sterkur hvatamaður bakvið ýmis málefni. Þátttaka hans í íslensku kvikmyndavorinu ( Morðsaga) var mun stærri og meiri en menn hafa viljað viðurkenna. Það má draga í efa að kvikmyndin Morðsaga hefði fullunnist ef hans hefði ekki notið við.
_______
Langaði að koma því á framfæri við þig hvort ekki væri ráð að setja lögin þín og textana inn á heimasíðuna, að ég tala nú ekki um hljómana við hvert lag líka. Lögin þín eru virkilega falleg og textarnir, hvort sem þú eða aðrir semja þá (t.d. Kjarval og fleiri:) þá eru þeir "djúpir" margir hverjir. Því væri spennandi að sem flestir sem hafa gaman af söng og gítarundirspili gætu spreytt sig á lögunum þínum. Gera þau nógu aðgengileg.
________
Tónlistastefna þín Hörður Torfa, túlkun,viðfangefni, gítarleikur, söngstíll er einstök og alveg sér á parti í íslenskri tónlistarsögu. Þú er engum líkur. Þú hefur aldrei farið um með hroka eða yfirlæti um héruð þessa lands. Þú hefur auglýst tónleika mætt og spilað fyrir þá sem mæta og það er meira en flestir hinna geta sagt. Og alla þessa vinnu hefur þú kostað fyrir eigið fé. Það eitt að standa í plötuútgáfu og tónleikahaldi einn síns liðs í allan þennan árafjölda og mestan part í miklum mótbyr er afrek útaf fyrir sig. Takk fyrir tónleikana á Kirkjubæjarklaustri um daginn, þeir voru stórkostlegir. Og söngvar þínir um fólkið á Ælandi ættu að koma sem fyrst út á diski að ég tala ekki um hvað það væri stórkostlegt að fá tónleika þar sem þú flyttir þá eingöngu. Ég myndi leggja á mig að koma til Reykjavíkur til að vera á slíkum tónleikum.
-------
Ég tel það vera forréttindi að þekkja persónuleika eins og þann sem Hörður hefur að geyma því hann er er í senn heillandi, gefandi og skapandi. Þá er trygglyndi hans og vinátta þess eðlis að þér finnst þú vera betri manneskja eftir að hafa verið í návist hans. Hann er einn af fáum einstaklingum sem er sjálfum sér samkvæmur í einu og öllu, trúr sjálfum sér og skoðunum sínum og stendur og fellur með þeim. Þó hefur hann þá víðsýni og þann þroska að geta bakkað og/eða skiptu um skoðum ef skynsemin segir honum það.
_______
Þessir eiginleikar hans koma líka fram í söngvaskáldinu Herði, í ljóða- og lagasmíði hans og hef ég oft undrast hvað textar hans og lög hafa fengið litla athygli. Það er því með ólíkindum hvað honum hefur tekist að halda sínu striki þrátt fyrir allt það mótlæti og í raun óskiljanlegt tómlæti sem þjóðin hefur oft á tíðum sýnt honum og verkum hans svo ég tali nú ekki um þá fordóma og fyrirlitningu sem honum hefur oft verið sýnd. Það stendur hann allt af sér og er sjálfum sér samkvæmur, heldur áfram ótrauður og sýnir með því ótrúlega sterkan persónuleika sem ýmsir mættu taka sér til fyrir myndar.
_______
Hann hefur mátt þola mikið neikvætt umtal og jafnvel menn reynt að skaða hann með líkamlegum árásum, hreinum og beinum morðtilraunum. Innsæi hans í ljóðagerð og næm túlkun hans á lífsviðhorfum ýmissa einstaklinga og heildinni er frábær. Skopskyn hans og jákvætt lífsviðhorf er smitandi það vita allir sem sótt hafa tónleika hans. Og hann er frábær leikari. Að hlusta á tónlist hans er eitt og mjög gefandi því textarnir eru innihaldsríkir og mjög vandaðir. Og að fara á tónleika hans gefur verkum hans enn meiri dýpt og skilning. Tveir tónleikar hjá Herði geta aldrei verið eins.
-----