Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

75 sungnar sögur

hordursjalfur's picture
Þetta ár, 2020, markar nokkur mikilvæg tímamót í lífi mínu. Mér kom því til hugar að fagna þessum tímamótum með því að taka saman sjötíu og fimm texta mína og gefa út í bók. Þetta er handahófskennt val, bæði nýtt og gamalt efni, sem ætti að gefa sæmilega innsýn inn í þennan þátt starfs míns. Starf söngvaskáldsins.
Þau ykkar sem hafið áhuga að versla ykkur eintak/eintök sendið mér skilaboð á; hordurtorfa@hordurtorfa.com
og þið fáið nánari upplýsingar.
Bókin kemur út í ágúst og verður ekki til sölu í bókabúðum. Takmarkað upplag.