Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

2001 - 2010

hordursjalfur's picture

2010

# Hóf í janúar að vinna úr ýmsum söngvaskissum. 
# Hélt tónleika í Iðnó 8.apríl. 
# Flutti spjallþátt um Búsáhaldabyltinguna á Act alone á Ísafirði 13.ágúst.
# Hljóðritaði ýmsar nýjar söngvaskissur.
# Var gestur FTT á útitónleikum í Hljómskálagarðinum ásamt Hjálmum.
# Flutti nokkra söngva á Skólavörðurstíg á Menningarnótt.
# Hausttónleikar 35 í röð í Borgarleikhúsinu 9. september þar sem fagnað var 40 ára starfsafmæli og upptökuafmæli fyrstu plötunnar. Mjög léleg aðsókn.
# Tónleikaferðalag í sept/okt. Akureyri, Húsavík, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Fáskrúðsfjörður og Djúpivogur. Mjög léleg aðsókn.

2009

# Ég hélt áfram með vikulega útifundi á Austurvelli til að styðja við bakið á almenningi í efnahagsþrengingum. Primo Popale. Ég setti fram eftirfarandi markmið: 3; Ríkisstjórnin og stjórnir Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands segðu af sér. Hélt fundi með flest öllum ráðherrum og sagði þeim upp störfum. Ég lagði á ráðin og stjórnaði aðgerð sem fólst í að umkringja Alþingishúsið 21 janúar þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Það umsátur stóð í nokkra daga með áhrifamiklum hætti. Samtals stóðu útifundirnir í 25 vikur og fundirnir urðu 31. Síðasti útifundurinn sem ég stóð að var 14 mars. Eftir það lagði ég fundina niður þar sem öllum þrem markmiðum hans var náð.
# Þáði boð til Stockholm til að halda ræðu um framtak mitt á Austurvelli.
# Kertaljósatónleikar í Borgarleikhúsinu 10 mars. Mjög léleg aðsókn.
# Hlaut 6 mánaða starfslaun listamanna.
# Vann að samningu Vitans sem er söngvaævintýri í 5 þáttum.
# Hausttónleikar 33 árið í röð í Borgarleikhúsinu 10 september. Mjög léleg aðsókn. 
# Endurnýjaði heimasíðuna mína. Bætti við hana plötu og bókaverslun.
# Vann að verkefni sem byggir á útifundum á Austurvelli.
# Vann að nýrri söngvabók, Söngvasafn 2.
# Vann að útsetningu söngva fyrir kóra og hljómsveitir.

2008
# Hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins; Til atlögu gegn fordómum.
# Kertaljósatónleikar í Borgarleikhúsinu 4.  mars - Tileinkaðir ástinni. Uppselt.
# Vann að ævisögu minni í samstarfi við rithöfundinn Ævar Örn Jósepsson
# Ég hélt ónleika í Fríkirkjunni 9.mai til að fagna 30 ára stofnafmæli Samtakanna´78
# Ég var fenginn til að flytja nokkra söngva minna á Þorlákstíðum í Skálholti 20 júlí.
# í júlí og ágúst stóð ég fyrir mótmælum fyrir framan Dómsmálaráðuneytið vegna óréttmætrar brottvísunar Paul Ramses úr landi uns Paul var fluttur til baka í ágúst. 
# Tvennir hausttónleikar í Borgarleikhúsinu 11. sept fyrir troðfullu húsi.
#Flutti tónleika með lögum mínum við ljóð Steins Steinarrs á hundrað ára afmæli Steins á málverkasýningu Sigurðar Þóris. 
# Hugmyndasmiður og stjórnandi útifunda á Austurvelli. Mótmælin hófust 11.okt. og voru dagleg í viku en síðan á hverjum laugardegi. Mótmælin voru til að styðja við bakið á almenningi í efnahagsþrengingum. 
# Ævisaga mín, TABÚ, kom út í októberlok. 
# Var kosinn "Maður ársins" af hlustendum Rásar 2.  

2007

# Hélt Kertaljósatónleika í stóra sal Borgarleikhússins 2. apríl
# Hélt tvenna hausttónleika í Borgarleikhúsinu 14 september . Uppselt.
# Gaf út plötuna JARÐSAGA. 
# Tónleikaferðir um landið. (Hringurinn.) Góða aðsókn.
# Hljóðritaði plötuna Jarðsaga í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar.
# Vann að söfnun heilmilda vegna ævisöguritunnar í samstarfi við rithöfundinn Ævar Örn Jósepsson

2006

 

# Tónleikaferð um allt landið. Síðasti Hringurinn sem þýðir að ég sleppt stöðum sem aðsókn hefur ekki verið góð í gegnum tíðina. Sé enga ástæðu lengur til að heimsækja þá. Aðsókn var mjög góð.
# Gaf út Söngvasafn, nótnabók, í samvinnu við Bókaútgáfuna Tind.
# Hét tvenna hausttónleika í Borgarleikhúsinu. Uppselt. 
# Platan Heiðurstónleikar 10.09.´06 var gefin út. 
# Mér sagt upp hjá Rás 1 með útvarpsþátturinn Sáðmenn Söngvanna í mai eftir átta ára viðveru. Ástæðan voru ágengnar en rökstuddar spurningar mínar um spillingu innan stofnunarinnar. Uppsögnin kom mér ekki á óvart.
# Endurblandaði og gaf út stafræna útgáfu af plötunni Tabú frá árinu 1987. 
# Kertaljósatónleikar í apríl í stóra sal Borgarleikhússins. 
# Fékk 3 mánaða listamannalaun til að vinna að ævisögu minni. Gagnasöfnun og úrvinnsla hóst í samvinnu við Ævar Örn Jósepsson rihöfund.

2005

Tvennir hausttónleikar í Borgarleikhúsinu sama kvöldið. Uppselt.
# Stórtónleikar haldnir í Borgarleikhúsinu 10. september þar sem fjölmargir listamenn heiðruðu mig og þökkuðu framlag mitt til íslenskrar tónlistar og textagerðar. 
#Tónleikaferðalag. (Hringurinn.) Mjög góð aðsókn. Víðast hvar uppselt.
Útvarpsþátturinn Sáðmenn Söngvanna, vikulega.
Mjög vel sóttir tónleikar í Laugarborg, Eyjafirði 20.okt.
Tónleikaferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar í janúar og febrúar. 
NPU, samtök tónskálda og textahöfunda á norðurlöndunum heiðra mig fyrir framlag mitt til íslenskrar tónlistar. 
Vortónleikaferðalag um Ísland. ( Hringurinn)

Keypti útgáfuréttindin að plötunni Söngvaskáld.

2004

Hljóðritaði oggaf plötuna LOFTSSAGA. 
Hausttónleikar í Austurbæ í september fyrir fullu húsi. 
Tónleikaferð um allt landið. ( Hringurinn ) Góða aðsókn.
Útvarpsþátturinn Sáðmenn söngvanna 6 árið í röð. 
Fékk 5 mánaða starfsstyrkur frá Reykjavíkurborg.

2003

Hljóðritaði og gaf út plötuna ELDSSAGA
# Gerður að meðlim í Akademíu íslensku tónlistarverðlaunanna.
Hausttónleikar í Austurbæ í september fyrir fullu húsi. 
Tónleikaferð um allt landið. ( Hringurinn ) Góða aðsókn.
Útvarpsþátturinn Sáðmenn söngvanna 5 árið í röð. 
# Boðið að flytja nokkra söngva á Gay Pride
Heiðraður af Samfylkingunni fyrir mannréttindabaráttu mína.

2002

Hljóðritaði plötuna Söngvaskáld með lögum mínum við ljóð Halldórs Laxness í samvinnu við útgáfufyrirtækið Edda/ Miðlun.
Tónleikaferð um allt landið með dagskrá um Halldór Laxness. 
Gaf út safnplötuna Bergmál 71/02 
Hélt tvenna hausttónleika í september í Íslensku Óperunni. Uppselt. 
Tónleikaferð um allt landið. ( Hringurinn ) Mjög góð aðsókn.
Útvarpsþátturinn Sáðmenn söngvanna

2001

Tónleikaferð um norðurland og Kertaljósatónleikar í Íslensku Óperunni í mars – apríl. 
Leikstýriði “Fiskar á þurru landi” eftir Árna Ibsen, hjá Leikfélagi Laxdæla. Gerði leiktjöld og lýsingu.
Hausttónleikar í september í Íslensku Óperunni. Uppselt. 
Undirbúningsvinna hafin að tónleikum vegna 100 ára fæðingarafmælis Halldórs Laxness í apríl 2002. 
Útvarpsþátturinn Sáðmenn söngvanna 
Hljóðritaði og gaf út plötuna LAUF

Tónleikaferð um landið. ( Hringurinn ) Mjög góð aðsókn.