Push the button to buy or listen to Hörður music
-
29. Aug - 07:16
Ýmislegt á prjónunum
Það hefur lítið farið fyrir mér undanfarnar vikur og mánuði enda hef égað mestu verið að sinna einkamálum sem sátu verulega á hakanumsíðastliðinn vetur, nú svo og að hvíla mig. En ýmislegt er í bígerð svosem undir búningur fyrir hausttónleikana sem verða haldnir í Borgarleikhúsinu þriðjudagskvöldið 8 september klukkan 20.00. Einning er ég að vinna að endurnýjun þessarar heimasíðu og það í fjórða eðafimmta skiptið sem síðan er endurnýjuð. En heimasíðunni hleypti ég af stokkunum veturinn1995/96.
-
15. Aug - 05:58
Reykjavík 22 júni 2009
Mig langar til að koma á framfæri leiðréttingum vegna fundar míns viðSteingrím J. Sigfússon síðastliðinn laugardag þar sem ýmsireinstaklingar og fjölmiðlar hafa haldið því fram að Steingrímur hafiverið að “leiðrétta mig” og “kallað mig á teppið”. Slíkt er rangt hannbauð mér einfaldlega að sjá með eigin augum netskeyti sem sýndustaðreyndir í málinu.
-
04. Dec - 05:35
Baráttusöngur
sú flóðbylgja af réttlátri reiði
sem reið yfir okkur einn dag
verður að ná sínum hæstu hæðum
sem hugrakkt baráttulag
þar sem hver maður segir með söngnum;
sigur gegn svikum skal nást!
við byrjum að nýju og byggjum upp
með bjartsýni virðingu og ást -
14. Aug - 12:18
Lhasa
Í gærkvöldi, 23 mai 2009, var ég staddur á tónleikum með söngvaskáldinu Lhasa. Það var hrífandi og ógleymanleg kvöldstund. Á tónleikunum ræddi ég við margt fólk og það barst í tal að ég hafði gert útvarpsþætti um Lhasa árið 2004, í þáttaröðinni Sáðmenn söngvanna., Ég féllst á að birta hérna á heimasíðunni minni handritið að þeim þáttum.
-
07. Aug - 12:29
Punktar
Smá upplýsingar fyrir þá sem vilja þá verð ég í heilan klukkutíma í dag ( 20. des.) staddur í versluninni IÐU við Lækjargötu að lesa uppúr bókinni TABU og árita og spjalla við fólk. En héreftir verður dregið verulega úr fréttum tengdum félagsskapnum röddum fólksins hér á síðunni minni.