Push the button to buy or listen to Hörður music
Baráttusöngur
sú flóðbylgja af réttlátri reiði
sem reið yfir okkur einn dag
verður að ná sínum hæstu hæðum
sem hugrakkt baráttulag
þar sem hver maður segir með söngnum;
sigur gegn svikum skal nást!
við byrjum að nýju og byggjum upp
með bjartsýni virðingu og ást
komið söfnumst hér saman
syngjum öll hlið við hlið
látum þau boð út berast
að bölsýni höfnum við
gerum sem feðurnir forðum
er í frostkalda lófa var spýtt;
brettum upp ermar og ætlum
órög að byrja upp á nýtt
vopn okkar heitir vilji
og vonin er okkar ljóð
saman við rísum úr rústum
með reisn sem samhent þjóð
sú flóðbylgja af réttlátri reiði
sem reið yfir okkur um haust
kallar fram kröfur um breytni
kröfur um ábyrgð og traust
að þeir sem að stýrðu eða stálu
og steyptu þjóðinni í nauð
verði fyrir dómstóla dregnir
og dæmdir til að skila´okkar auð
hörður torfa, mars 2009