Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

2011 - 2020

hordursjalfur's picture
2021
 
 
 
 

                                2020

 
# Ég kný á við Stundina að sækja um styrk til að þýða kalfa úr bók minni Bylting. Loks gekk það í gegn og strykur fenginn. 
# Vann einn söng með Villa G „ draumarnir"
# Ræði við útgefanda um að gefa út bók með ljóðum mínum í haust.
# Fór í hljóðver til Villa G og tók upp 17 nýja söngva fyrir plötu í haust.
# Fundum 16 söngva í tölvunni hjá Villa. Ein rödd og gítar. Þessa söngva tók ég upp þann 1 júlí 2010 og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera samdir veturinn 2008/09 og lýsa margvíslegum hugsunum mínum frá þessum vetri. Ætla að gera þá tilbúna í útgáfu.
# Hermann Valsson hafði sambandi við mig og bauð mér aðgang að netverslun, Patreon. Ég sló til og hefst handa undir leiðsögn Hermanns.
# Covid-19 fárið skellur á í mars og lamar samfélagið að miklu leyti. Breytir litlu fyrir mig. Sem llistamaður er ég var rólegheitum. 
# Vinn að undirbúningi bókar með "Sungnum sögum" mínum. Hef ákveðið að gefa hana út sjálfur þar sem útgefendum er þröngur stakkur sniðinn vegna Kóvid. Stefni á að gefa bókina út í september og hefja þannig afmælisár mitt.
# Þann 1 ágúst gaf ég út bókina „ 75 sungnar sögur" í takmörkuðu upplagi til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá viðtalinu í Samúel sem birtist þennan dag 1975.
# Tók upp einn söng „Ég var ekki að flýja" 
# Var í "Mannlega þættinum" hjá RÚV.
# Var í Rokklandi hjá Óla Palla vegna 75 ára afmælis míns.
# 22 september var ég sæmdur Heiðursorðu FTT ásamt Ómari Ragnarssyni.
# Ágóða af "75 sungnum sögum" nota ég til að undirbúa útgáfu á Vinyldiski með nokkrum baráttutengdum söngvum. Nefni plötuna DROPAR og ætla aað gefa hana út í tilefni þess að 50 ár verða liðin árið 2021 frá því að ég af út mína fyrstu plötu. Samdi við Karolina Fund um fjársöfnun.
# Mér til mikillar furðu hringdi Reynir Oddsson til mín sunnudagskvöld 6 nóv. og vildi ræða við mig eins og ekkert hefði í skorist! Ég skilaði skömminni.
 
 

                               2019

 
# Ég tók upp þráðinn í janúar byrjun við að ljúka lestri Tabú bókarinnar fyrir Hljóðbókasafn Íslands.
# Í febrúar var lokið við að gera samning við Nýja Sjáland. Ég hóf að undirbúa fyrirlestraferðina til NZ og fer af stað 7 apríl.
# Fyrirlestrarferðin til Dunidin og Napier tókst mjög vel og ég var kominn til Íslands 31 apríl. Ég lenti í áhugaverðum umræðum um viðurkenningar og vegtyllur og viðhorf samfélgsins til aðgerðarsinna. Niðurstöðurnar kalla á endurskoðun afstöðu minnar.  
# Boðið að halda fyrirlestur minn frá NZ í Háskóla Reykjavíkur þann 15 mai. Fyrirlestur minn heitir: The Artivist. Viðskiptadeild Háskólans stendur fyrir þessari ráðstefnu. sem kallast; Öld aðgerðarsinna?/ Is this the age of activism? Ég var boðinn í ýmsa skóla til að ræða við nemendur. Það voru mjög áhugaverðar umræður um stöðu aðgerðarsinna, áhrif þeirra og framkomu almennings og valdafólks gagnvart þeim. 
# Hef kallað til skrafs og ráðgerða ýmsa vini mína til að skoða stöðu mína í íslensku samfélagi og viðbrögð þess gagnvart mér. 
# Eftir áhugaverðar og hvetjandi umræður um starf mitt ákvað ég að fara að undirbúa tónleika, upptökur    á nýjum söngvum, fyrirlestra og jafnvel ljóðabók fyrir 2020 þegar ég verð 75 ára. 
 
 

                              2018

 
# Janúar, febrúar, mars og miður apríl fóru í vinnu við handrit um Austurvallarfundina og samningafundi um útgáfu bókarinnar. Undirskrifaðir samningar 1 febrúar og stefnt er að útgáfa verði 11 október 2018. Handrit var tilbúið og afhent útgefanda 15 apríl.
# Mér eru enn að berast fyrirspurnir og boð á ráðstefnur og ég hef þegið eitt slíkt boð til Rio De Janero um miðjan september. Hætti samt við því mér fannst illa staðið að skipulagningu. Allur kostnaður skorinn við nögl og ég átti alfarið að sjá um skipulagningu á ferðalagi mínu, kaup á flugmiðum og gisting var aðeins í tvær nætur.   
#  Er í sambandi við nokkra aðila innan sem utanlands um þátttöku óflokksbundinna borgara í stjórnmálum. Þegar á leið umræðuna reyndist hún bæði ómarkviss og ruglingsleg svo ég dró í land. 
# Fagnað 40 ára stofndegi Samtakanna´78 þann 9 mai. 
# Bókin mín um Austurvallarfundina, BYLTING, var gefin út 6 október á tíu ára afmæli hrunsins.
# Ég las bókina mína Bylting inn fyrir Hljóðbókasafn Íslands.
# Nóvember hóf ég lestur á TABÚ fyrir Hljóðbókasafn Íslands.
# Fékk tilboð til að koma í fyrirlestraferð til Kanada, Slóveníu og Nýja Sjálands. Þáði aðeins boð til  Dunidin og Napier á NZ í apríl 2019 sem opnunarræðumaður á tveim þjóðlegum ráðstefnum á vegum Otago Polytech and Eastern Institude og Technology.  
Ég hóf samningaferil. Þeir vilja að ég haldi fyrirlestur um hversvegna ég gerðist aðgerðarsinni og hvernig ég hef unnið. Semsagt hugmyndir mínar í starfi og útfærslu þeirra.
# Vegna fjöldskyldu aðstæðna fórum við Massimo til Ítalíu.
 

                                  2017

 
# Lentum á nýjársdag á Íslandi eftir mánaðardvöl á Sri Lanka.
# Fórum viku seinna til Perugia og komum aftur janúarlok.
# Massimo hélt til Sidney í febrúarbyrjun til að kynna sér mastersnám. Ég dvel á Íslandi á meðan og skrifa um Austurvallafundina.
# Var formlega boðinn til Berkely háskólans í San Fransico, 3 -5 júni þar sem haldið var lögfræðiráðstefna um Íslensku Stjórnarskránna. Hafnaði boðinu þar sem farið var fram á að ég greiddi ferðina sjálfur og ég tel mig ekki hafa neitt fram að færa um málefnið í umfram það sem ég hef þegar gert. 
# Var formlega boðinn til að halda fyrirlestur í Rio de Janero í september en við nánari könnun á gestgjafa og aðstæðum hafnaði ég boðinu.
# Um hvítasunnuna eru sýnt viðtal við mig í tveimur hálftíma þáttum hjá sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Sigmundir Ernir var stjórnandi.
# Massimo kom tilbaka seinni hluta mai. Á sama tíma fékk ég nokkra aðila til að lesa handritið mitt og voru viðbrögðin góð og hvetjandi svo ég held áfram með það.
# Massimo fer til Ítalíu eftir tæplega mánaðardvöl á Íslandi en ég einbeiti mér að handritinu.
# Í september fórum við Massimo til Bordeaux og Palermo í tvær vikur.
# Held enga hausttónleika.
# 1desember hef ég lokið við fyrsta alvöru handritsútgáfu og hef sent fyrirspurnir á nokkur útgáfufyrirtæki. Marmiðið er að gefa bók út 11 október 2018. En þá er liðin 10 ár frá fyrsta Austurvallafundinum og 40 ár frá því að mér tókst að koma saman Samtökunum ´78. 
# Ég lét þess getið á heimasíðu minni á Facebook að ég væri með handrit um Austurvallarfundina. Rétt á eftir fékk ég fyrirspurn og boð á fund við Stundina til að ræða hugsanlega útgáfu á bók.
# Við Massimo fórum til Ítalíu yfir jólin. 
 

                                2016

 
# Við Massimo héldum ferðalagi okkar áfram um norður Indland og fórum til Jaipur, Amritsar, Chandigarh, Varanasi, Agra, Calcutta og dvöldum síðustu dagana í Mumbai áður en við héldu áfram.
# Lenti í Auckland 21 janúar og leigði þar í þrjá mánuði hjá Moana vinkonu minni í Auckland við að skrifa um starf mitt sem aðgerðarlistamaður.
# Var boðinn til Quebec á opnum sýningar um 25 áhrifaraddir og atburði samtímans þar sem vinna mín er talin með. Fékk skeyti um að sýningin væri mjög vel heppnuð og að minn þáttur kæmi vel út. Sýningin mun vera þarna í eitt ár og síðan fara í ferðalag ti Parísar og jafnvel víðar. Var boðið á opnun en komst ekki þar sem ég hafði bókað mig á sama tíma á Ítalíu. 
# Var boðin til Carbonera, Veneto á norður Ítalíu til að halda fyrirlestra um aðferðir mínar og árangur í mannréttindabaráttu á Íslandi. Ákvað eftir þá ferð að taka mér ársfrí frá öllum fyrirlestraferðum.
# Hóf undirbúning að hausttónleikum í Borgarleikhúsinu 4 september. Þá er uppá dag 40 ár liðin frá því að ég hélt fyrstu Hausttónleikana á Hótel Vík.
# Hóf viðræður við útsetjara um að vinna suma söngva minna fyrir hljómsveitir og kóra.
# Er enn að veita viðtöl um Austurvallafundina og ævistarfið.
# Einbeitti mér að æfingum á gítar og rödd og að semja nýja söngva.
# Undirbjó hausttónleikana og gekk frá samningi um að láta taka þá upp á myndband.
# Unnið að klippingu og hljóðsetningu mynddisksins. Hann kom á markað 24 nóvember.
# Við Massimo fórum til Sri Lanka og Maldives í mánaðarferð.
                  

                                 2015

 
# Kom til Íslands 26 febrúar frá Nýja Sjálandi með grófa þýðingu á „Austuvallabókinni".
# Hálfum mánuði eftir að ég lenti á Íslandi datt ég illilega á svelli undir nýföllnum snjó og vankaðist og brákaði rifbein. Var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Var illa haldinn í nokkra daga.
# Er í fjölmörgum viðtölum að vanda mest gegnum Skype en líka á kaffihúsum eða heima í stofu.
# Hugo Latulippe tók langt viðtal við mig vegna stórrar sýningar um aðgerðarlistamenn sem hafa ahft áhrif á samtímann. Þessi sýning verður fyrst í eitt ár Québec og síða flutt til Evrópu. https://www.mcq.org/fr/exposition?id=408001&intcid=ban|megamenu|25_la_rvolte
# Um sumarið fann ég löngun vakna hjá mér til að byrja hausttónleikana aftur og hóf að undirbúa þá af fullum krafti.
# Vann að nýjum söngvum og æfði gítarleik sem ég hafði ekki snert lengi.
# Dr. Gunni tók við mig viðtal í mai vegna væntanlegra sjónvarpsþátta um íslenska tónlist. 
# Fékk Gay Pride nefndina til að taka tónleika mína inn í dagskrá þeirra. Tónleikarnir voru haldnir í Iðnó þann 5 ágúst. Þeir voru teknir á myndband á mínum vegum. Var að minna á að 40 ár voru liðin frá því að ég steig fyrstur íslendinga fram sem samkynhneigður maður. Flutti eingöngu söngva sem tengdust baráttunni í gegnum árin.           
# Á afmælisdaginn minn, 4 september, þegar ég varð 70 ára, hélt ég hausttónleika í Gamla Bíó. Lét taka þá upp á myndband en allar tökurnar voru eyðilagðar vegna mistaka eins hljóðtæknimanns. Áfall sem verður mér ekki bætt á neinn hátt. En niðurstaðan að ég mun aldrei koma nálægt Gamla Bíói aftur til tónleikahalds.
# Í október kom bókaútgefandi frá New York, Deborah Emin, til landsins til að ræða við mig um að gefa út bók eftir mig um Austurvallafundina. Hún hafði lesið þýðingu mína á dagbókarbrotum mínum sem ég hafði þýtt á ensku og hefur fullan áhuga á að gefa bókina út þegar ég lýk verkinu.
# Þann 24 nóvember fórum við Massimo til Mumbai þar sem hann hafði verið boðinn til að sækja ráðstefnu um Vatn. Eftir vikudvöl þar í borg og erindi Massimos kosið besta erlenda erindið á ráðstefnunni. Héldum við í ferðalag til Bhutan í tíu daga, síðan í viku til Nepal og eftir það fórum við aftur til norður Indlands þar sem Delhi var aðalbækistöð okkar og við heimsóttum borgirnar Jodpur, Jaisalmer, Udaipur, og Pushkar þar sem við vorum um áramótin. Fræðandi og áhrifarík ferð.
 

                                                       

2014

 
# Ég dvaldi hjá Alastair Thompson og Wendy Cooper í Wellington. Ekkert varð úr samstarfi okkar Alastairs vegna erfiðleika sem hann lenti í . Ég skrifaði þó ljóðið mitt Vitann uppá nýtt og það á ensku. Studdist við íslensku frumgerðina.
# Flaug til Íslands og kom við í Aþenu og hitti þar fólk til skrafs. Var kominn til Íslands 15 apríl.
# Í mai fórum við Massimo í 10 daga ferð til Kaupmannahafnar, Berlin og Svíþjóðar til að sinna ýmsum erindum.
#Hélt áfram að sinna viðtölum við fréttafólk, fræðifólk og áhugamenn um mótmæli bæði í gegnum Skype og hér heima í stofu. Ég veiti amk eitt viðtal í hverri viku. Fræðimenn, heimspekingar, sjónvarpsstöðvar, útvarpsfólk, blaðamenn, námsmenn og áhugafólk um borgaraleg réttindi eru sífellt að hafa samband við mig. Ég hef mjög gaman að þessu. Uppúr stóð eftirminnanleg heimsókn frönsku kvikmyndaleikstjóranna Cyril Dion og Mélainie Lauren ásamt 10 mann tökuliði. 
# Hljóðritaði nokkra nýja söngva hjá Vilhjálmi Guðjónssyni.
# Var fenginn til að halda aðalræðuna á Gay Pride á Austurvelli. Lagði þar útfrá þeirri hugsun að allar langferðir hefjist á einu litlu skrefi. Minnti þau á að á næsta ári væru 40 ár liðin frá því að “homma”viðtalið birtist við mig.
#Pétur Fjeldsted gerði myndband við sönginn minn „ Ég leitaði blárra blóma”. Falleg og mjög fagleg vinna.  
# Var boðinn í Nóvember til Strasbourg World Forum for Democracy sem álitsgjafi.
#Í nóvemberlok flaug ég til Nýja Sjálands til að dvelja í Coromandel næstu þrjá mánuði og þýða á ensku dagbókarbrot mín frá Austurvallafundunum.

 

2013

 

# Faðir minn lést 2 janúar og ég stóð við loforð sem ég hafði gefið honum og sá alfarið um minningarathöfn hans, 19 janúar, að viðstöddum ættingjum og vinum. Ösku hans kem ég fyrir samkvæmt ósk hans í Kollafjarðarkirkjugarði, þegar aðstæður leyfa.
# Sem fyrr er ég í amk 2 viðtölum í hverri viku við erlenda aðila.
# Í janúar þáði ég heimboð um fyrirlestur Concordia háskólans í Montreal í Kanada. Átti einnig nokkra skemtilega fundi með nemendum og forvígisfólki mótmæla þar í borg.
# Fór í löngu þegið boð og vel undirbúna fyrirlestrarferð um Nýja Sjáland. Fyrirlestranir vou haldnir í Auckland, Wellington, Golden Bay, Napier, Nelson, Christchurch, Dunedin og víðar. Auk fyrirlestrana, sem oftast voru 2-3 á dag, var ég í viðtölum við útvarp, sjónvarp og blöð. Með mér í ferðinni var eiginmaður minn, Massimo Santanicchia, arkitekt og hélt hann einnig marga fyrirlestra í sömu borgum um rannsóknir sínar á borgarskipulagi Reykjavíkur. Í Dunedin héldu við félagarnir fyrirlestra okkar saman, fyrst Massimo og síðan ég og þetta gafst ótrúlega vel og brá upp enn skýrari mynd af því sem var að gerast á Íslandi fram að hruni og viðbrögðum almennings við því veturinn 2008/09. Eftir rúmar þrjár vikur á NS fórum við til Kuala Lumpor í Malasíu og þaðan til Jakarta í Indónesiu og til Bali þar sem við vorum í 10 daga áður en við fórum aftur til Íslands og vorum komnir þar í apríl lok.  

Í fyrsta sinn, svo ég muni, tók ég mér algjört sumarleyfi og einbeitti mér að uppgjöri við fortíðina og sorgina vegna fráfalls pabba. Í júlí fór ég ásamt Massimo með ösku hans norður í Kollafjarðarkirkjugarð og gróf hann þar sjálfur. Þetta var einkennilegt sumar að því leyti að ég lá ekkert yfir söngvagerð eða undirbúningi fyrir hausttónleika. Viðbrögð almennings hafa verið á þann hátt að all verulega dró úr aðsókn á árlega hausttónleika mína strax 2009. Mörg ár þar á undan höfðu selst ellefuhundruð miðar á hausttónleikana en eftir framlag mitt á Austurvelli þá hrundi aðsóknin niður fyrir 300 miða bæði 2009 og 2010, 2011 svo þeir stóðu tæplega undir sér. Þessvegna ákvað ég að halda þá síðustu haustið 2012 og náði þá inn tæplega 500 manns. Þessi viðbrögð minna mig um margt á árin eftir 1975 þegar fólk reyndi nánast að strika mig út úr vitund sinni af skömm vegna eðlis míns, lífsviðhorfs og framkomu. Nú eru nýjar kynslóðir komnar fram og menn eru ekki að eyða miklum tíma í að líta sér um öxl. En samt hef ég marg bent á að fordómar, líkt og margt annað, erfast í sumum fjöldskyldum. Það er líkt og hugarfarsbreytingar séu óvelkomnar í þeim hópum. En vinna mín í baráttunni skilaði sér vel. Veigamest var að mér tókst að koma saman S´78.  Litið til baka var það hárrétt ákvörðun hjá mér að leggja áherslu á sýnileikann. vera snyrtilegur, kurteis og sýna hæfileika. Sú aðferð var áhrifamest. En semsagt ég treysti mér ekki til að halda hausttónleika, mér fannst öll gleðin horfin. Þessi gleði sem hefur rekið mig áfram í starfi mínu. Ég er rólegur að vanda enda orðinn ýmsu vanur á langr ævi. Orkan hefur undanfarin ár farið í fyrirlestraferðir og eftir sumarfríið þáði ég heimboð til Dublin og Lublijana og síðan til Aþenu en þaðan held ég beint til Nýja Sjálands þar sem ég mun dvelja í nokkra mánuði að vinna að bók á ensku um framlag mitt hér á landi í mannréttindabaráttu. Aðaláherslan mun auðvitað vera lögð á Búsáhaldabyltinguna.   

                       2012

# Notaði janúar og febrúar að mestu til að skrifa en fór þó í nokkur viðtöl við erlenda fréttamenn á kaffihús og lauk við grein í bók fyrir borgaryfirvöld í Mexicó. 
# Þáði boð um að koma til Bradislava og ræða Búsáhaldabyltinguna og vera aðalræðumaðiur á mótmælafundi þar í borg. Dvaldi þar frá 6 til 11 mars.
# Hef verið að ræða um samstarf við Hinseginn kórinn. Spennandi verkefni.
# Er í nokkrum viðtölum við erlenda fréttamenn hér í Reykjavík og á Skype.
#Helgina 24 og 25 mars sótti ég námskeið í athafnastjórnun jhjá Siðmennt.
#Þáði boð um að koma til Prag frá 15 til 17 mars og vera þar aðalræðumaður á tveimur stórum útifundum.
# Er að vinna að söngva lokakaflanum í Vitanum. Öll skrásetning sögunnar sjálfrar er þó eftir.
# Tók að mér að semja söng um Vll kaflann í tillögu um nýja stjórnarskrá. allt fyrir atbeina og dugnað Daða Ingólfssonar. Áhugavert verkefni. Hef skilað inn textanum og bíð eftir samstarfsaðila um tónlistina.
# Þigg nýtt boð um að koma á stóra ráðstefnu í Caracas á vegum Telesure, dagana 7 til 12 apríl.
# Ég hef þegið boð frá mörgum aðilum á norður Ítalíu að heimsækja nokkrar borgir og halda fyrirlestar og svara fyrirspurnum frá 15 apríl til 30 apríl.
# Boðinn aftir til Prag og hef þegið boðið. Aðeiins eftir að ákveða dagsetningar.
# Boðinn til Kaupmannahafnar sem aðalræðumaður á útifundi 10 til 13 mai. Ræða mínvar síðan notuð sem Kronika í Politiken 12 mai, talsvert stytt og umorðuð á amk einum stað.
# Ef fallist á að taka þátt í mánaðarlegum umræðufundum á netinu við bandarísk samtök sem kalla sig Peoples Congress.
# Boðið til Madrid til að vera gestur í umræðuþættinum La Nube 6-10 Júní.
# Vikulega er ég í amk tveim viðtölum við erlenda fréttamenn 
# Fór til Siglufjarðar á Þjóðlagahátíðina og hélt tónleika í Bátasafninu föstudagskvöldið 6 júlí.
# Viðtal við Mark O´Brien hjá Grapevin um ferðir mínar erlendis, 20 júlí.
# Byrja að starfa sem athafnastjóri fyrir Siðmennt.
# Langt og ítarlegt Skype viðtal við Lawrence Del Gigante hjá Huffington Post. 
# Heimboð hafa borist frá Bandaríkjunum og Írlandi  

2011

# Í janúar og febrúar tók ég mig til og raðaði saman,í rétta tímaröð, dagbókarbrotum og skissum frá Austurvelli veturinn 2008/09.
# Vann að gerð söngva í Vatnssögu kaflannn og gerði þá klára fyrir upptökur.
# Þetta sumar hefur verið mjög annasamt því næstum vikulega hef ég verið í 2-4 viðtölum við erlenda fréttamenn við að útskýra hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna.
# Í júnibyrjun vbar mér boðið í vikurferðalag til Barcelona, Palma de Mallorka, Cordoba og Madrid til að fræða fólk um hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna.
# Ég hef líka verið önnum kafinn í upptökum á söngvum í  Vatnssögu hjá Vilhjálmi Guðjónssyni.
# Blaðið Grapvine birti við mig vel unnið viðtal í júlí sem Paul Fontaine tók. 
# Í ágúst lauk ég við upptökur á Vatnssögu
# Ég þáði boð um að koma til Mexicóborgar og fræða fólk um hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna. Dvaldi þar í 9 daga í góðu yfirlæti, frá 7 til 15 ágúst..
# 29 ágúst; Vatnssaga gefin út  
# Hausttónleikar í 35 árið í röð, 2 september í Borgarleikhúsinu.
# Tónleikaferð um vestfirði 20 til 25 september. Reykhólar, Þingeyri, Ísafjörður, Hólmavík og Djúpavík.
# Það er engin lát á viðtölum erlendis frá í hverri viku og vekja þau verulega athygli sérstaklega á Ítalíu að þessu sinni.
# Ég stóð fyrir samstöðufundi með 15okt. hreyfingunni  á Austurvelli
# Ég þáði boð um að koma til San Sebastian á vegum borgaryfirvalda og M15 hópsins og ræða og fræða fólk um starf sitt og hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna. Frá 4 til 7 november. 
# Ég þáði boð sjónvarpsstöðvarinnar Telesur í Venezuela um að koma til Caracas í og ræða og fræða fólk um starf mitt og hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna. 
# Ákvað að taka mér tveggja mánaða algjört frí frá öllum ágangi fjölmiðla inní líf mitt nema í gegnum Skype.