Push the button to buy or listen to Hörður music
2011 - 2020

# Var í "Mannlega þættinum" hjá RÚV.
# Massimo hélt til Sidney í febrúarbyrjun til að kynna sér mastersnám. Ég dvel á Íslandi á meðan og skrifa um Austurvallafundina.
# Var boðin til Carbonera, Veneto á norður Ítalíu til að halda fyrirlestra um aðferðir mínar og árangur í mannréttindabaráttu á Íslandi. Ákvað eftir þá ferð að taka mér ársfrí frá öllum fyrirlestraferðum.
# Flaug til Íslands og kom við í Aþenu og hitti þar fólk til skrafs. Var kominn til Íslands 15 apríl.
#Pétur Fjeldsted gerði myndband við sönginn minn „ Ég leitaði blárra blóma”. Falleg og mjög fagleg vinna.
# Var boðinn í Nóvember til Strasbourg World Forum for Democracy sem álitsgjafi.
#Í nóvemberlok flaug ég til Nýja Sjálands til að dvelja í Coromandel næstu þrjá mánuði og þýða á ensku dagbókarbrot mín frá Austurvallafundunum.
2013
# Faðir minn lést 2 janúar og ég stóð við loforð sem ég hafði gefið honum og sá alfarið um minningarathöfn hans, 19 janúar, að viðstöddum ættingjum og vinum. Ösku hans kem ég fyrir samkvæmt ósk hans í Kollafjarðarkirkjugarði, þegar aðstæður leyfa.
# Sem fyrr er ég í amk 2 viðtölum í hverri viku við erlenda aðila.
# Í janúar þáði ég heimboð um fyrirlestur Concordia háskólans í Montreal í Kanada. Átti einnig nokkra skemtilega fundi með nemendum og forvígisfólki mótmæla þar í borg.
# Fór í löngu þegið boð og vel undirbúna fyrirlestrarferð um Nýja Sjáland. Fyrirlestranir vou haldnir í Auckland, Wellington, Golden Bay, Napier, Nelson, Christchurch, Dunedin og víðar. Auk fyrirlestrana, sem oftast voru 2-3 á dag, var ég í viðtölum við útvarp, sjónvarp og blöð. Með mér í ferðinni var eiginmaður minn, Massimo Santanicchia, arkitekt og hélt hann einnig marga fyrirlestra í sömu borgum um rannsóknir sínar á borgarskipulagi Reykjavíkur. Í Dunedin héldu við félagarnir fyrirlestra okkar saman, fyrst Massimo og síðan ég og þetta gafst ótrúlega vel og brá upp enn skýrari mynd af því sem var að gerast á Íslandi fram að hruni og viðbrögðum almennings við því veturinn 2008/09. Eftir rúmar þrjár vikur á NS fórum við til Kuala Lumpor í Malasíu og þaðan til Jakarta í Indónesiu og til Bali þar sem við vorum í 10 daga áður en við fórum aftur til Íslands og vorum komnir þar í apríl lok.
Í fyrsta sinn, svo ég muni, tók ég mér algjört sumarleyfi og einbeitti mér að uppgjöri við fortíðina og sorgina vegna fráfalls pabba. Í júlí fór ég ásamt Massimo með ösku hans norður í Kollafjarðarkirkjugarð og gróf hann þar sjálfur. Þetta var einkennilegt sumar að því leyti að ég lá ekkert yfir söngvagerð eða undirbúningi fyrir hausttónleika. Viðbrögð almennings hafa verið á þann hátt að all verulega dró úr aðsókn á árlega hausttónleika mína strax 2009. Mörg ár þar á undan höfðu selst ellefuhundruð miðar á hausttónleikana en eftir framlag mitt á Austurvelli þá hrundi aðsóknin niður fyrir 300 miða bæði 2009 og 2010, 2011 svo þeir stóðu tæplega undir sér. Þessvegna ákvað ég að halda þá síðustu haustið 2012 og náði þá inn tæplega 500 manns. Þessi viðbrögð minna mig um margt á árin eftir 1975 þegar fólk reyndi nánast að strika mig út úr vitund sinni af skömm vegna eðlis míns, lífsviðhorfs og framkomu. Nú eru nýjar kynslóðir komnar fram og menn eru ekki að eyða miklum tíma í að líta sér um öxl. En samt hef ég marg bent á að fordómar, líkt og margt annað, erfast í sumum fjöldskyldum. Það er líkt og hugarfarsbreytingar séu óvelkomnar í þeim hópum. En vinna mín í baráttunni skilaði sér vel. Veigamest var að mér tókst að koma saman S´78. Litið til baka var það hárrétt ákvörðun hjá mér að leggja áherslu á sýnileikann. vera snyrtilegur, kurteis og sýna hæfileika. Sú aðferð var áhrifamest. En semsagt ég treysti mér ekki til að halda hausttónleika, mér fannst öll gleðin horfin. Þessi gleði sem hefur rekið mig áfram í starfi mínu. Ég er rólegur að vanda enda orðinn ýmsu vanur á langr ævi. Orkan hefur undanfarin ár farið í fyrirlestraferðir og eftir sumarfríið þáði ég heimboð til Dublin og Lublijana og síðan til Aþenu en þaðan held ég beint til Nýja Sjálands þar sem ég mun dvelja í nokkra mánuði að vinna að bók á ensku um framlag mitt hér á landi í mannréttindabaráttu. Aðaláherslan mun auðvitað vera lögð á Búsáhaldabyltinguna.
2012
# Notaði janúar og febrúar að mestu til að skrifa en fór þó í nokkur viðtöl við erlenda fréttamenn á kaffihús og lauk við grein í bók fyrir borgaryfirvöld í Mexicó.
# Þáði boð um að koma til Bradislava og ræða Búsáhaldabyltinguna og vera aðalræðumaðiur á mótmælafundi þar í borg. Dvaldi þar frá 6 til 11 mars.
# Hef verið að ræða um samstarf við Hinseginn kórinn. Spennandi verkefni.
# Er í nokkrum viðtölum við erlenda fréttamenn hér í Reykjavík og á Skype.
#Helgina 24 og 25 mars sótti ég námskeið í athafnastjórnun jhjá Siðmennt.
#Þáði boð um að koma til Prag frá 15 til 17 mars og vera þar aðalræðumaður á tveimur stórum útifundum.
# Er að vinna að söngva lokakaflanum í Vitanum. Öll skrásetning sögunnar sjálfrar er þó eftir.
# Tók að mér að semja söng um Vll kaflann í tillögu um nýja stjórnarskrá. allt fyrir atbeina og dugnað Daða Ingólfssonar. Áhugavert verkefni. Hef skilað inn textanum og bíð eftir samstarfsaðila um tónlistina.
# Þigg nýtt boð um að koma á stóra ráðstefnu í Caracas á vegum Telesure, dagana 7 til 12 apríl.
# Ég hef þegið boð frá mörgum aðilum á norður Ítalíu að heimsækja nokkrar borgir og halda fyrirlestar og svara fyrirspurnum frá 15 apríl til 30 apríl.
# Boðinn aftir til Prag og hef þegið boðið. Aðeiins eftir að ákveða dagsetningar.
# Boðinn til Kaupmannahafnar sem aðalræðumaður á útifundi 10 til 13 mai. Ræða mínvar síðan notuð sem Kronika í Politiken 12 mai, talsvert stytt og umorðuð á amk einum stað.
# Ef fallist á að taka þátt í mánaðarlegum umræðufundum á netinu við bandarísk samtök sem kalla sig Peoples Congress.
# Boðið til Madrid til að vera gestur í umræðuþættinum La Nube 6-10 Júní.
# Vikulega er ég í amk tveim viðtölum við erlenda fréttamenn
# Fór til Siglufjarðar á Þjóðlagahátíðina og hélt tónleika í Bátasafninu föstudagskvöldið 6 júlí.
# Viðtal við Mark O´Brien hjá Grapevin um ferðir mínar erlendis, 20 júlí.
# Byrja að starfa sem athafnastjóri fyrir Siðmennt.
# Langt og ítarlegt Skype viðtal við Lawrence Del Gigante hjá Huffington Post.
# Heimboð hafa borist frá Bandaríkjunum og Írlandi
2011
# Í janúar og febrúar tók ég mig til og raðaði saman,í rétta tímaröð, dagbókarbrotum og skissum frá Austurvelli veturinn 2008/09.
# Vann að gerð söngva í Vatnssögu kaflannn og gerði þá klára fyrir upptökur.
# Þetta sumar hefur verið mjög annasamt því næstum vikulega hef ég verið í 2-4 viðtölum við erlenda fréttamenn við að útskýra hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna.
# Í júnibyrjun vbar mér boðið í vikurferðalag til Barcelona, Palma de Mallorka, Cordoba og Madrid til að fræða fólk um hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna.
# Ég hef líka verið önnum kafinn í upptökum á söngvum í Vatnssögu hjá Vilhjálmi Guðjónssyni.
# Blaðið Grapvine birti við mig vel unnið viðtal í júlí sem Paul Fontaine tók.
# Í ágúst lauk ég við upptökur á Vatnssögu
# Ég þáði boð um að koma til Mexicóborgar og fræða fólk um hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna. Dvaldi þar í 9 daga í góðu yfirlæti, frá 7 til 15 ágúst..
# 29 ágúst; Vatnssaga gefin út
# Hausttónleikar í 35 árið í röð, 2 september í Borgarleikhúsinu.
# Tónleikaferð um vestfirði 20 til 25 september. Reykhólar, Þingeyri, Ísafjörður, Hólmavík og Djúpavík.
# Það er engin lát á viðtölum erlendis frá í hverri viku og vekja þau verulega athygli sérstaklega á Ítalíu að þessu sinni.
# Ég stóð fyrir samstöðufundi með 15okt. hreyfingunni á Austurvelli
# Ég þáði boð um að koma til San Sebastian á vegum borgaryfirvalda og M15 hópsins og ræða og fræða fólk um starf sitt og hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna. Frá 4 til 7 november.
# Ég þáði boð sjónvarpsstöðvarinnar Telesur í Venezuela um að koma til Caracas í og ræða og fræða fólk um starf mitt og hugmyndina á bakvið Búsáhaldabyltinguna.
# Ákvað að taka mér tveggja mánaða algjört frí frá öllum ágangi fjölmiðla inní líf mitt nema í gegnum Skype.