1971-1980

1980

Ég vann í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.
Ég hélt hausttónleika mina í Lundi og Kaupmannahöfn.

1979

# Íársbyrjun leistýrði ég" Beðið í myrkri " í Hrísey. Gerði leikmynd og lýsingu. 
# Hélt nokkra tónleika á nokkrum stöðum norðanlands með litlum árangri. 
Hélt hausttónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. 
Hóf störf í verksmiðunni Premier is í Glostrup í Kaupmannahöfn.

1978

í ársbyrjun leikstýrði ég " Jörund Hundadagakonung " í Stykkishólmi. 
Ég var fenginn til að setja upp sýninguna " Hlaupvídd sex " fyrir Menntaskólann á Akureyri. Þetta gerði ég á 26 dögum. Ég teiknaði líka leikmynd og hannaði lýsingu. 
# Ég hélt nokkra tónleika á Íslandi við dræmar undirtektir en mjög lærdómsríkum árangri. 
Samtökin '78 stofnuð heima hjá mér í Sólheimum 25 eftir mikla undirbúningsvinnu. 
# Vegna stöðugra hótanna var mér ekki lift a Islandi og ég flutti aftur til Kaupmannahafnar 1.júni með þann ásetning að setjast að í Svíþjóð þar sem ég hafði fengið inntöku í Dramatiska Institutet i Stockholmi með þeim skilyrðum að búa eitt ár í Svíþjóð fyrst og læra sænsku. Ég hætti við allt nám og fór að vinna til að greiða upp allar skuldir vegna kvikmyndarinnar.
Ég hélt hausttónleika mína í Jónshúsi Kaupmannahöfn.

1977

Í ársbyrjun er ég í Kaupmannahöfn og lauk við klippingu og hljóðsetningu „Morðsögu” ásamt Reyni Oddssyni. Myndin var frumsýnd í Reykjavík um vorið. Algjör svik RO við mig um umsamin tveggja ára laun og margskonar hótanir urðu til þessa að ég flúði land. 

Égsviðssetti " Frænku Charleys" í Ólafsvík um haustið. Gerði bæði leikmynd og lýsingu.
Ég hélt hausttónleika mína í Ólafssvík. 
#  Hélt tónleika hér og þar um landið við dræmar undirtektir en mjög lærdómsríkum og áhugaverðum árangri. Það skiptast fljótt veður í lofti.
Ég vann fram til jóla að stofna Samtökin '78. Mjög erfitt þar sem aðrir áræddu ekki eða skyldu ekki hvað ég var að tala um. 

1976

Í janúar - febrúar leikstýrði ég "Línu Langsokk" á Ísafirði. Gerði einnig leikmynd og lýsingu.
Í febrúarlok gaf ég út hljómplötuna Dægradvöl og er þarmeð orðinn sjálfstæður plötuútgefandi. Plötunni var fálega tekið og jafnvel fjandsamlega enda var ég viljandi að feta nýjar og óvenjulegar leiðir bæði í túlkun og framsetningu.
Ég vann við undirbúning við Morðsögu frá april en við tökur allt sumarið fram á haust og síðan vann ég einn við klippingu myndarinnar í studio Vilhjálms Knudsen í Brautarholti í Reykjavík. 
Ég hélt fyrstu hausttónleika mína í september í Svarta salnum á Hótel Vík.  
# Ég hélt tónleika hér og þar um landið með athyglisverðum og lærdómsríkum árangri. 

1975
Í janúar og febrúar leikstýrði ég " Á útleið" á Borgarfirði eystri. Gerði leikmynd og lýsingu. 
Í mars - apríl leikstýrði ég " Deleríum Búbónis " á Siglufirði. Gerði leikmynd og lýsingu. 
# Í mai hélt ég tónleika víða um land. 
Í júni hóf ég samstarf með Reyni Oddssyni við gerð kvikmyndarinnar " Morðsaga " 
Þann ágústbyrjun birtist viðtal við mig í tímaritinu Samuel. 
Um haustið verður hlé á gerð myndarinnar " Morðsaga " ýmissa orsaka vegna en ég vann að gróf klippingu og áætlanagerð fyrir áframhaldandi starf við kvikmyndina næsta vor.  
Í október - nóvember leikstýrði ég " Hart í Bak " í Ólafsvík. Gerði leikmynd og lýsingu. Og samhliða þeirri uppsetningu samdi ég og sviðssetti barnaleikrit með söngvum " Barnagaman " fyrir leikfélag Ólafsvíkur. Gerði einnig leikmynd og lýsingu. 
# Í nóvember - desember hljóðritaði ég hljómplötuna Dægradvöl .

1974

Leikstýrði leikritinu " Sandkassinn " á Norðfirði. Samdi alla tónlist við verkið. Messíana Tómasdóttir gerði leiktjöld og búninga.
Ég þýddi leikrit úr sænsku, fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, sem hlaut nafnið " Leifur, Lilla, Brúður og Blómi." Ég lék líka með í verkinu hlutverk Lilla og fleiri hlutverk. Ég hannaði einnig leikmynd. Verkið er sýnt um vorið og síðan farið með það í ferðalag út á land fram eftir sumri. 
Ég leikstýrði leikritinu " Barn skal það vera " í Ólafsvík. Gerði leikmynd og lýsingu.
Hélt tónleika hér og þar.

1973

Ég lék hjá Þjóðleikhúsinu fram á vor. 
Um sumarið lék ég í sjónvarpskvikmyndinni " 65.grein lögreglusamþykktarinnar " eftir Agnar Þórðarson í leikstjórn Baldvins Halldórssonar, og fór þar með hlutverk einkabílstjórans Axels.
Ég kom flutti söngva mina á ýmsum skemmtunum og tónleikum víða um land. 
Ég lék hjá Þjóðleikhúsinu um haustið og fram til jóla en hætti þar. Eineltið reyndist mér ofviða.

1972

Ég leikstýrði " Melkorku " í Ólafsvík. Gerði einnig leiktjöld og lýsingu.
Íslenska sjónvarpið gerði annan þátt þar sem ég flutti eigin lög og texta.
# Önnur breiðskífa mín „ Án þín" kemur út.
Um haustið lék ég hjá Þjóðleikhúsinu og út leikárið. 
Kom fram á ýmsum skemmtunum víða um land.
Starfaði sem ljósmyndafyrirsæta.

1971

Er í Kaupmannahöfn og starfa þar sem leikari með íslenskum listamönnum í leikhópi sem kallar sig Andróklesaleikhópinn. Við settum upp eina farandleiksýningu “Andrókles og ljónið”, eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Um vorið spilaði ég ásamt Benna bróður mínum í Vise Vers huset í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þar fékk ég boð um að koma til Wasington D.C og troða þar upp og skoða möguleika á ferli í USA. 
Í júní byrjun kom ég til Íslands til að gera plötuna  „ Án þín”
Starfa sem ljósmyndafyrirsæta í ýmsum auglýsingum.
Ég tók virkan þátt í starfsemi þjóðlagaklúbbsins Vikivaki í Tónabæ.
Í október fór ég til Wasington D.C. og tróð þar upp í klúbbum og er boðin vinna í leikhúsi. Afþakkaði og fór aftur til Íslands.
# Leikstýrði fyrir leikfélag í Garðabæ í nóvember og desember  " Andrókles og Ljónið " en ekki varð úr sýningum.