1971-1980

1980

# Starfar í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.
# Heldur hausttónleika í Lundi og Kaupmannahöfn.

1979

# Í ársbyrjun sviðssetur " Beðið í myrkri " í Hrísey. Gerir leikmynd og lýsingu. 
# Heldur nokkra tónleika á nokkrum stöðum norðanlands með litlum árangri. 
# Heldur hausttónleika í Kaupmannahöfn. 
# Starfar í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.

1978

# í ársbyrjun sviðssetur Hörður " Jörund Hundadagakonung " í Stykkishólmi. 
# Sviðssetur um vorið " Hlaupvídd sex " fyrir Menntaskólann á Akureyri. Gerir einnig leikmynd og lýsingu. Ástandið var einkennilegt og tók uppsetningin rúmar 3 vikur og tókst mjög vel.
# Aðalhvatamaðurinn og hugmyndasmiður að stofnun Samtökin '78. Samtökin voru stofnuð á heimili Harðar að hans unmdirlagi þann 9. mai. 
# Flytur aftur til Kaupmannahafnar 1.júni með þann ásetning að setjast að í Svíþjóð þar sem hann hafði fengið inntöku í Dramatiska Institutet i Stockholmi með þeim skilyrðum að búa eitt ár í Svíþjóð fyrst og læra sænsku. Hættir við allt nám og fer að vinna til að greiða upp allar skuldir vegna kvikmyndarinnar.
# Tónleikar hér og þar á Íslandi við dræmar undirtektir en mjög lærdómsríkum árangri. 
# Heldur hausttónleika sína í Jónshúsi Kaupmannahöfn.

1977

# Í ársbyrjun er haldið til Kaupmannahafnar og lokið við klippingu og hljóðsetningu kvikmyndarinnar Morðsaga. Frumsýnd í Reykjavík um vorið. Algjör svik framleiðanda kvkimyndarinnar um umsamin tveggja ára laun og margskonar hótanir verða til þessa að Hörður flýr land. 

# Sviðssetur " Frænku Charleys" í Ólafsvík um haustið. Gerir leikmynd og lýsingu.
# Heldur hausttónleika í Ólafssvík og fer um vesturland með tónleika. 
# Tónleikar hér og þar um landið við dræmar undirtektir en mjög lærdómsríkum og áhugaverðum árangri. Það skiptast fljótt veður í lofti.
# Vinnur einn fram til jóla við undirbúning að stofnun Samtakanna '78.

1976

# Í janúar - febrúar sviðssetur Hörður "Línu Langsokk" á Ísafirði. Gerir einnig leikmynd og lýsingu.
# Í febrúarlok gefur Hörður sjálfur út hljómplötuna sína Dægradvöl og er þarmeð orðinn plötuútgefandi. Plötunni var fálega tekið og jafnvel fjandsamlega enda Hörður að fara alveg nýjar og óvenjulegar leiðir bæði í túlkun og líka sem sjálfstæður útgefandi.
# Það sem eftir er ársins fer í að ljúka við gerð Morðsögu. Unnið var við undirbúning frá april en tökur allt sumarið fram á haust og síðan vann Hörður einn að klippingu í Reykjavík. 
Heldur fyrstu hausttónleika sína í september ( Svarti salurinn, Hótel Vík )
# Tónleikar hér og þar um Ísland með athyglisverðum og lærdómsríkum árangri.

1975
# Í janúar og febrúar sviðssetur Hörður " Á útleið" á Borgarfirði eystri. Gerir leiktjöld og lýsingu.
# Í mars - apríl viðssetur Hörður " Deleríum Búbónis " á Siglufirði. Gerir leiktjöld og lýsingu.
# Í mai heldur hann tónleika víða um land. 
# Í júni hefur hann samstarf með Reyni Oddssyni við gerð kvikmyndarinnar " Morðsaga " 
# Þann 12 ágúst birtist viðtal við Hörð í tímaritinu Samuel, þar sem hann viðurkennir, fyrstur íslendinga, að hann sé samkynhneigður. Þetta veldur miklu fjaðrafoki og umtaliá meðal manna, en athyglisvert var að öll pressan og allir samkynhneigðir þögðu um málið. Það mátti ætla að Hörður væri eini samkynhneigði einstaklingurinn á Íslandi. 
# Um haustið verður hlé á gerð myndarinnar " Morðsaga " ýmissa orsaka vegna en Hörður vinnur að gróf klippingu og margþættri tækni og áætlanagerð fyrir áframhaldandi starf við kvikmyndina.  
# Í október - nóvember viðssetur Hörður " Hart í Bak " í Ólafsvík. Gerir leikmynd og lýsingu. Og samhliða þeirri uppsetningu s emur hann og sviðssetur barnaleikrit með söngvum " Barnagaman " fyrir leikfélag Ólafsvíkur. Gerir einnig leikmynd og lýsingu. 
# Í nóvember - desember hljóðritar Hörður hljómplötuna Dægradvöl .

1974

# Sviðssetur leikritið " Sandkassinn " á Norðfirði. Semur einnig alla tónlist við verkið. Messíana Tómasdóttir gerir leiktjöld og búninga.
# Þýðir leikrit úr sænsku, fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, sem hlýtur nafnið " Leifur, Lilla, Brúður og Blómi." Hann leikur líka með í verkinu hlutverk Lilla og fleiri hlutverk. Gerir einnig leikmynd. Verkið er sýnt um vorið og síðan farið með það í ferðalag út á land fram eftir sumri.
# Sviðssetur leikritið " Barn skal það vera " í Ólafsvík. Gerir leikmynd og lýsingu.
# Heldur tónleika víða um land.

1973

# Leikur hjá Þjóðleikhúsinu fram á vor. 
# Um sumarið leikur hann í sjónvarpskvikmyndinni " 65.grein lögreglusamþykktarinnar " eftir Agnar Þórðarson í leikstjórn Baldvins Halldórssonar, og fer þar með hlutverk einkabílstjórans Axels.
# Kemur fram sem söngvaskáld á ýmsum skemmtunum og tónleikum víða um land. 
# Leikur hjá Þjóðleikhúsinu um haustið og fram til jóla en hættir þar.

1972

# Sviðssetur " Melkorku " í Ólafsvík. Gerir einnig leiktjöld og lýsingu.
# Gerir þátt hjá íslenska sjónvarpinu þar sem hann flytur eigin lög og texta.
# Önnur breiðskífa Harðar "Án þín" kemur út.

# Um haustið leikur hann hjá Þjóðleikhúsinu og út leikárið. 
# Kemur fram sem söngvaskáld á ýmsum skemmtunum víða um land.
# Starfar sem ljósmyndafyrirsæta.

1971

# Er í Kaupmannahöfn og starfar þar með íslenskum listamönnum í leikhópi sem kallar sig Andróklesaleikhópinn. Þau setja upp eina farandleiksýningu “Andrókles og ljónið”, eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Hörður leikur með í og syngur og leikur á hljóðfæri.
# Skemmtir um vorið í Vise Vers huset í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þar fær hann boð um að koma til Wasington D.C og troða upp. 
# Kemur til Íslands og gerir aðra hljómplötu sína Án þín
# Starfar sem ljósmyndafyrirsæta í ýmsum auglýsingum.
# Tekur mjög virkan þátt í starfsemi þjóðlagaklúbbsins Vikivaki í Tónabæ.
# Fer til Wasington D.C. og treður þar upp í klúbbum og er boðin vinna í leikhúsi. Afþakkar.
# Sviðssetur fyrir leikfélag í Garðabæ í nóvember og desember  " Andrókles og Ljónið " en ekki varð úr sýningum.