Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

1991-2000

hordursjalfur's picture

2000

# Fagnaði 30 ára afmæli fyrstu plötu minnar með tónleikum í Íslensku Óperunni í mars og fór með tónleikana víða um land. ( Hringurinn 
# Var boðið að halda tónleika á Kristinhátíð á Þingvöllum 1 júlí í sérstökum lundi. Þáði boðið.
# Tvennir hausttónleikar í september í Íslensku Óperunni. Uppselt.
# Tónleikaferð um landið. (Hringurinn) Mikil aðsókn.
#Dvaldi mikið í Feneyjum.

1999
# Samdi og sviðssetti leikritið “ Árið er 999 ef þér skildi koma það við” fyrir leikfélag Hvammstanga. Gerði líka sviðsmynd, búninga, grímur og lýsingu.
# Sviðssetti  leikritið ” N.Ö.R.D.” hjá Leikklúbbi Laxdæla. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Hausttónleikar í Íslensku Óperunni. Uppselt.
# Hljóðritaði og gaf út geisladiskinn Grímur.
#
 Vikulegur útvarpsþáttur, Sáðmenn söngvanna.
# Tónleikferð um landið. (Hringurinn). Mikil aðsókn.

                                                             1998

# Sviðssetti leikritið “Óvitar” eftir Guðrúnu Helgadóttur, fyrir leikdeild UMF. Skallagríms í Borgarnesi. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Sviðssetti leikritið “Sólblómið”, fyrir Grunnskóla Borgarness, sem ég samdi ásamt einum nemanda; Sigursteini Sigurðssyni.
# Samdi og sviðssetti leikþátt fyrir Grunnskóla Grindavíkur.
# Endurútgaf plötuna Hugflæði á geisladiski.
# Hljóðritaði og gaf út geisladiskinn Rætur og vængir.
# Hausttónleikar í Borgarleikhúsinu. Uppselt.
# Tónleikaferð um allt landið. (Hringurinn)
# Hóf vikulegan útvarpsþátt, Sáðmenn söngvanna, á Rás 1. Dag einn í októberbyrjun var ég í viðtali upp í RÚV og minntist þar á að ég væri ennþá á svörtum lista sem fagmaður síðan 1975. Þegar ég kom út úr viðtalinu beið mín Óskar Ingólfsson, klarinettuleikari og þáverandi yfirmaður tónlistardeildar rásar 1 og við tókum spjall saman. Hann sagðist eiga laust slott á þriðjudagsmorgnum og hvort ég hefði áhuga á að fylla það með tónlistarþætti? Þetta var í fyrsta sinn síðan 1975 sem einhver hafði boðið mér starf á Íslandi og ég sló auðvitað til.  

1997

# Sviðssetti leikritið “Skáld Rósa”, eftir Birgi Sigurðsson, fyrir leikfélag Hvammstanga og gerði líka leikmynd og lýsingu.
# Sviðssetti leikritið “Týnda Teskeiðin”, eftir Kjartan Ragnarsson fyrir leikklúbb Laxdæla. Gerði leikmynd og lýsingu.
# Hausttónleikar í Borgarleikhúsinu. Uppselt.
# Tónleikaferð um allt landið. (Hringurinn)
# Gaf út ljóðabókina YRK.
# Kertaljósatónleikar um vorið.

1996

# Sviðssetti “Skugga Sveinn” eftir Matthias Jochumsson í eigin leikgerð fyrir leikfélag Hvammstanga. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Í júní var ég boðinn í tónleikaferð á vegum finnska vísnasambandsins. Söngvaskáald frá öllum Norðurlöndunum. Ég var fulltrúi Íslands.Flaug tii Stockholms 23 júni og þaðan með ferjunni Baltic Sea til Mariehavn og þaðan sigldum við með skútunni Albanus í 4 sólahringa upp eftir skerjagarðinum með viðkomu og tónleika á mörgum eyjum. Loks enduðum við í Turku og héldum þar stórtónleika í Konservatoriinu.
# Hljóðritaði og gaf út geisladiskinn Kossinn.
# Hljóðritaði og gaf út geisladiskinn Barnagaman.

# Í ársbyrjun lagði ég fyrir stjórn S´78 hugmynd að stofnun Mannréttindahátíðð til að vekja athygli á málstað okkar samkynhneigðra og stöðu og styrkja sjálfskennd okkar. Hugmyndin mín er líka að standa fryir stofnun alþjóðlegrar sendinefndar skipaðri fulltrúum frá norðurlöndum og löndum sem hafa náða lagalegum árangri í réttindabaráttu samkynhneigðra. Sendinefnd þessi á að boða til funda eða heimsækja þingmenn ríkja sem meina samkynhneiðgu fólki að lifa eðlilegu lífi og kynna þeim árangur okkar og staðreyndir.
# Hausttónleikar í Borgarleikhúsinu. Uppselt.
# Tónleikaferð um allt landið. (Hringurinn)
Kertaljósatónleikar
#Keypti mína fyrstu íbúð á Íslandi.

1995

# Sviðssetti “Hótel Brekkan” fyrir Menntaskólann við Sund.
# Sviðssetti “Stundarfrið” eftir Guðmundur Steinsson í Búðardal. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Endurútgaf tvær fyrstu plötur mínar á geisladiski.
# Hausttónleikar í Borgarleikhúsinu. 50 ára afmæli mitt.Uppselt. Mikil átök í baklandinu. Sjónvarpið brást á síðustu stundu áætlaðri upptöku á tónleikunum. Hjörtur Hjartarson vildi standa fyrir styrkjasöfnun til að styðja við mig fjárhagslega og fékk vin sinn, Hinrik, reyndann mann í faginu til að fara um og ræða við styrkveitendur. Viðbrögð forstjóra ýmissa fyrirtækja voru með ólíkindum. "Ég læt nafn þessa manns ekki tekjast fyrirtæki mínu." svaraði einn forstjórinn. Þetta kom mér ekki á óvart.
# Tónleikaferð um allt landið. (Hringurinn) Á slíkum tónleikaferðum hélt ég uþb 40 tónleika auk heimsókna á elliheimili og barnaskóla þegar tími gafst til. Svo var sýnileikinn í forgrunni. 
# Hóf að vinna að heimasíðu fyrir mig til að setja á Internetið. 

# Kertaljósatónleikferðr um vorið

1994

# Sviðssetti “Saumastofan” á Hvammstanga. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Sviðssetti “Glímuskjálfta” fyrir ungmannafélag Hrunamanna. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Gaf út geisladiskana: Þel – Áhrif – og snældu með barnasöngvum.
# Hausttónleikar í Borgarleikhúsinu. Uppselt.
# Gerði mig líklegan í formannsslag hjá S´78 en áttaði mig á að Margrét Pála var í framboði og yrði mun sterkari formaður. Hún myndi ekki hika við að taka fast á þeim litla en freka hópi sem misnotaði aðstöðu sína og lagði húsið á Lindargötu nánast undir sig sem skemmti/kynlífsklúbb. Hún gerði það rækilega og vel. Ég ákvað að hætta öllum afskiptum af S´78 vegna andúðar í minn garð og þeirrar sundrungar sem ríkti þar innan dyra.
# Tónleikaferð um allt landið. (Hringurinn)
#  Lenti í tveimur bílsslysum. Það fyrra orsakaði það seinna. Það fyrra verð þegar kona í stórum jeppa var svo upptekin að tala í símann sinn að hún sá ekki bílinn minn bíðandi á rauðu ljósi og ók aftan á hann af miklu afli. Afleiðingin var hálshnykkur sem olli mér erfiðleikum. Viku seinna ók ég bílnum útaf á hálkubletti. 

1993

# Sviðssetti  “Hreppstjórinn á Hraunhamri” á Hvammstanga.  Frumsýnd 24 febrúar. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Sviðssetti  “Frænka Charleys” á Patreksfirði. Hóf æfingar 26 feb. frumsýnd 7 apríl. Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
Var í formannsframboði fyrir S´78 föst.12 apríl. Mér var kröfuglega hafnað á furðulegum forsendum sem reyndust vera byggt á kjaftasögum og andúð þess litla hóps sem vildi nota S´78 sem skemmtistað. Þeir vissu upp á sig sökina enda hafði ég rætt við þá eftir að ég komst að því hvernig þeir misnotuðu bar S´78 sér til framdráttar og bjuggu jafnvel í kjallara hússins.
# Hljóðritaði og gaf út geisladiskinn GULL.
# Hélt hausttónleika í Borgarleikhúsinu, 3 september.Uppselt.
# Tónleikaferð um norðurland. Gilið AK. 4 sept. Húsavík - Hvammstangi 
#Sviðsetti "Maður og Kona" á Fáskrúðsfirði 15. sept - 27 okt.
# Tónleikferðir um Austurland um helgar.
# Útgáfutónleikar í Borgarleikhúsinu 22 nóv. 

1992

Sviðssetti leikritið "Allt í plati" eftir Þröst Guðbjartsson og samdi þar inn í tónlist og text. Gerði leiktjöld og lýsingu. 
# Setti saman og leikstýrði revíu í samvinnu við leikhóp íslendinga í Luxemburg. 
# Endursamdi og sviðssetti leikritið " Orustan á Hálogalandi"  fyrir leikfélag Hólmavíkur, nefnir verkið  " Glímuskjálfti ". Gerði líka sviðsmynd og lýsingu.
# Vann leiksviðsgerð í samvinnu við Jón S. Baldursson upp úr  "Innansveitarkroniku " eftir Halldórs Laxness og sviðssetti í Mosfellsbæ.
# Hélt hausttónleika í Borgarleikhúsinu. Uppselt.
# Fékk ekki að vera með á Alnæmis styrktartónlekum í Þjóðleikhúsinu.
# Tónleikaferð um Ísland. (Hringurinn)
Fór tónleikaferðalag um haustið til eftirfarandi staða; Álaborg, Århus, Odense. Lund, Göteborg, Oslo, Uppsala, Stockholm, Jyvashyla, Kuopio, Joensuu, Helsinki og Luxemburg.

1991

# Ég hélt áfram að vinna sem heimilisaðstoð á Fredriksberg í Kaupmannahöfn.
# Seldi íbúðina mína á Mozartsvej 25 og flutti til Íslands um sumarið,17 júni. Það var kominn tími til að ég byggi á Íslandi og sparaði mér allan kostnaðinn við ferðalög á milli landa. Auk þess sem mér fannst skilningur á málefnum samkynhneigðra vera að aukast og fá meira fylgi. Djammhópurinn innan S´78 er enn erfiður og flókinn að eiga við. 
# Sviðssetti " Svartfugl " á Patreksfirði. Gerði handrit, sviðsmynd og lýsingu.
# Sviðssetti  " Amma þó!" eftir Olgu Guðrúnu fyrir leikfélag Stykkishólms.
# Hljóðritaði og gaf út fyrsta geisladiskinn Kveðja.
# Ræddi við þingmenn um baráttumál okkar samkynhneigðra. Finn fyrir útilokun í hópi homma. Einhver undarlegur samkeppnisandi þar. 
# Sviðssetti leikritið " Draugaglettur” á Fáskrúðsfirði. Gerði leiktjöld og lýsingu.
Kom fram í sjónvarpsþætti hjá  íslensk sjónvarpinu um þróun íslenskrar dægurtónlistar.
# Hélt mína fyrstu hausttónleika í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Uppselt.
# Þáði boð um að fara tónleikaferð til nokkurra borga í Finnlandi. Geypigóðar móttökur bæði þeirra sem buðu mér og svo þeirra sem sóttu tónleikana í öllum þeim borgum sem ég tróð upp í. Ég flutti söngva mína á íslensku en sagði frá þeim og blandaði saman ýmsum sögum á "skandinavísku". Mjög hugaverð upplifun og lærdóm að draga af því fjárhagshruni sem sú þjóð varð fyrir. Sigurbjörg Árnadóttir leikkona og fréttaritari útvarpsins í Finnlandi hafði veg og vanda að þessari ferð minni og var frábær í alla staði.
# Tónleikaferð um Ísland. (Hringurinn). Heyri sumstaðar að það sé skrítið að ég skuli vera lifandi.