1981-1990

1990
            # Vinnur sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn.

# Lýkur við Lavmælt og platan gefin út um haustið í Danmörk.

# Sviðssetur barnaleikritið " Draugaglettur " á Kirkjubæjarklaustri. Gerir leiktjöld og lýsingu.

# Sviðssetur barnaleikritið " Draugaglettur " á Patreksfirði. Gerir leiktjöld og lýsingu.

# Íslenska sjónvarpið gerir þátt um tónlist og texta Harðar þar sem Megas er kynnir.

# Heldur hausttónleika í Norræna Húsinu Reykjavík

# Tónleikaferð um ísland.

  

1989

# Sviðssetur " Ástin sigrar" á Skagaströnd. Gerir leiktjöld og lýsingu.

# Sviðssetur " Svartfugl " eftir Gunnar Gunnarsson fyrir leikfélag Blönduóss. Gerir leiktjöld og lýsingu.

# Byrjar að hljóðrita " Lavmælt " í Kaupmannahöfn en það er hljómplata með lögum og textum á dönsku eftir Hörð.

# Vinnur við heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn.

# Heldur hausttónleika í Norræna Húsinu í Reykjavík.

# Gerir nokkra útvarpsþætti fyrir Rúv 1 um upphaf trúbadúranna.

# Tónleikaferð um landið

 

1988

# Sviðssetur leikritið " Sveitapiltsins draumur " á Ísafirði. Gerir leikmynd og lýsingu. 

# Vinnur kvikmyndahandriti um alnæmi ásamt Þorbirni Erlingssyni og vinnur ötullega að málefni alnæmissmitaðra í reykjavík.

# Tekur þátt í stofnun Alnæmissamtakanna og stendur að tónleikum málefninu til styrktar, í háskólabíói 1 desember.

# Tekur upp viðtal þá um sumarið í Kaupmannahöfn við Sævar Guðnason sem er að deyja úr alnæmi. Landlæknisembættið stendur fyrir kostnaði. 

# Heldur tónleika sem hann hljóðritar og gefur út sem plötuna Rauði þráðurinn.

# Semur og sviðssetur " Óvinurinn " í Reykjavík  gerir leikmynd og tónlist. Gerla hannar og gerir búninga. Lárus Björnsson annast lýsingu. Þröstur Guðbjartsson leikur eina hlutverkið. Hörður stendur einn að öllum kostnaði.

# Heldur hausttónleika í  Norræna Húsinu, Reykjavík.

# Tónleikaferð um landið

 

1987

# Lýkur við hljómplötuna  Hugflæði  og gefur hana út um haustið.

# Sviðssetur " Línu Langsokk " fyrir leikfélag Sauðárkróks. Gerir leikmynd og lýsingu.

# Heldur hausttónleika í Reykjavík.

# Tónleikaferð um Ísland.

 

1986

# Hljóðritar og vinnur plötuna " Hugflæði" í Kaupmannahöfn.

# Heldur hausttónleika í Reykjavík.

# Tónleikaferð um Ísland, dræm aðsókn.

 

1985

# Sviðssetur " Fjöldskylduna " eftir Claes Andersson fyrir leikfélag Siglufjarðar.

Gerir leikmynd og lýsingu.

# Heldur umfangsmikla hausttónleika í Austurbæjarbíói í Reykjavík fyrir troðfullu húsi.

# Sviðssetur " Saklausa Svallarann" fyrir leikfélag Suðureyrar. Gerir leikmynd og lýsingu.

# Tónleikaferð um Ísland.

 

1984

# Hættir rekstri í Jónshúsi um vorið.

# Lýkur við Tabu um sumarið og gefur plötuna út um haustið á Íslandi

# Heldur hausttónleika í gamla Samkomuhúsinu í Ólafsvík.

# Tónleikaferð um Ísland.

 

1983

# Tekur að sér að reka veitingasöluna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. 

# Hefur hljóðritanir á  hljómplötunni " Tabu " 

# Þýðir á íslensku, úr dönsku, ýmsar sögur með söngvum úr bibilíunni fyrir börn og hljóðritar í Kaupmannahöfn.

# Heldur hausttónleika Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

 

1982

# Semur og sviðssetur leikritið " Taktu hatt þinn og staf." í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og fer með sýninguna meðal íslendinga í skandinavíu. Þetta gerir hann á eigin kostnað. 

# Heldur hausttónleika í Jónshúsi þar sem hann flytur m.a. eigin lög við ljóð Halldórs Laxness.

  

1981

# Semur og sviðssetur leikritið " Nálargöt " í Ólafsvík. Einnig leikmynd, búninga og tónlist.

# Heldur tónleika hér og þar um landið með litlum árangri.

# Heldur hausttónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

# Starfar í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.