Push the button to buy or listen to Hörður music
1981-1990
1990
# Lauk við plötuna Lavmælt og gaf hana út um haustið í Danmörk. Algjört flopp. útgefandinn ekki að kveikja á að CD væru að taka markaðinn yfir. Öllu upplagi plötunnar eytt að kröfu danska tollsins. Ástæðan var að tollurinn vildu fá virðisaukaskatt fyrirfram en ég neitaði. Nóg var tapið samt. Mér tókst að kippa til mín einum kassa með 25 eintökum.
# Leikstýrði barnaleikritinu " Draugaglettur " á Kirkjubæjarklaustri 21 jan.-28 feb . Gerði leiktjöld og lýsingu.
# Furðulegt hversu tillits og skilningslaus lítill hópur karlmanna er innan S´78. Þetta er hópur sem ég kalla D deildina en þeir hafa lítin sem engan áhuga né skilning á málefnalegri baráttuttu og vilja bara djamm. Mér skilst á öllu að ef þeir fengju að ráða ferðinni væri hús S´78 kynlífsklúbbur.
# Leikstýrði barnaleikritið " Draugaglettur " á Patreksfirð, 5 mars -11 apríl. Gerði leiktjöld og lýsingu.
# Íslenska sjónvarpið gerir þátt um tónlist og texta mína þar sem Megas er kynnir.
# Ég hélt hausttónleika í Norræna Húsinu Reykjavík uppselt og löng biðröð.
# Tónleikaferð um ísland og aðsókn að skána. Greinilegt að bjórbannið breytti miklu. Fólk er farið að taka mér mun betur. Gætti þess að ganga um götur þorpa og koma við í kaupfélaginu og símstöðinni og fara niðrá bryggjur til að vera sýnilegur.
# Keypti útgáfuréttindin að tveimur fyrstu plötunum mínum af SG hljómplötum.
# 21 nóvember flutti ég söng minn „Frostnat“ hjá Kanal 2 ásamt bassaleikaranum Jörgen Johnbeck
# Hélt tónleika í Helsinki 1 des. í boði íslendingafélagsins þar í borg.
1989
# Leikstýrði " Svartfugl " eftir Gunnar Gunnarsson fyrir leikfélag Blönduóss, 2 mars - 18 apríl. Gerði leiktjöld og lýsingu.Það athyglisverða var að uppsetningin þótti svo vel heppnuð að íslenska sjónvarpið gerði þátt um hana en hvergi var nafn mitt nefnt í þeim þætti. Ég skrifaði og bað um skýringu en fékk aldrei neitt svar.
# Hélt tónleika á Húnavöku
# Gerði tvo útvarpsþætti fyrir Rúv 1 um upphaf trúbadúranna.
# Hóf að hljóðrita plötuna " Lavmælt " í Kaupmannahöfn með lögum mínum og textum á dönsku um sumarið.
# Byrjaði sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn um sumarið og líkaði vel.
# Skrapp til Íslands og hélt hausttónleika í Norræna Húsinu í Reykjavík. Uppselt og biðlisti eftir miðum.
# Tónleikaferð um landið og aðsókn batnandi. Auðvitað gekk ég um götur þorpa og kom við í kaupfélaginu og símstöðinni til að vera sýnilegur.
1988
# Í marsbyrjun fékk ég Þorbjörn Erlingsson og Hallvarð Þórson í samvinnuteymi um alnæmismál og við gengum frá samningum við Ísfilm um að vinna að alnæmismálum. Fengum vinnuaðstöðu og tölvur á Laugavegi 26. Kynntum okkur mikið af myndefni og ég hóf að skrifa handritsskissu að kvikmynd og tónlist um alnæmi. Handritið fékk nafnið LYGALOGN. Ég vann einnig ötullega að ýmsum málefnum alnæmissmitaðra á Íslandi í góðri samvinnu við Landlæknisembættið. Hljóðritaði nokkur viðtöl við alnæmissmitaða.
# Tók þátt í stofnun Alnæmissamtakanna á Hótel Lind 1 desember.
# Stóð að tónleikum í Háskólabíói 30 nóvember í samvinnu við Landlæknisembættið og S´78. Ásamt mér komu Bubbi og Megas fram. Þó mjög fáir sóttu tónleikana þá var ástæða fyrir því. Skólar landsins héldu foreldrasamkomur þetta kvöld og okkur, aðstandendum tónleikanna var ekki kunnugt um það. Friðrik Þór filmaði herlegheitin og tónleikarnir voru gefnir út sem Videó.
# Landlæknisembættið kostaði upptökur á viðtali sem ég vann ásamt Þorbirni Erlingssyni og og dönskum kvikmyndatökumenni í Kaupmannahöfn. Öll sú vinna stóð frá 15 til 23 mai, allur undirbúningur og upptökur. Ég ræddi við Sævar Guðnason, sem var langt leiddur af alnæmi en Sævar bkó í Kaupmannahöfn. Vegna mikils álags lagði ég ekki í að klippa saman myndina og ljúka verkefninu og það var sett í hendur fyrirtækisins "Nýja Bíó" hjá Jóni Kristjánssyni og Sonju B Jónsdóttur. Myndin fékk nafnið "Veistu hvað alnæmi er?" og var síðan sýnd nokkru sinnum í sjónvarpinu sem fræðslumynd.
# Hélt tónleika í ný opnuðum skemmtistað í Lækjargötu, Tunglinu, þar sem Nýja Bíó hafði verið.Húsfyllir varð og mikil stemning.Ekki tókst betur til en að hljóðmaðurinn sem hafði verið ráðinn til að taka tónleikana upp eyðilegði allar upptökur og hafði neitað kvikmyndafólki um að gang að hljóði svo öll sú vinna fór í súginn. Ég gafst þó ekki upp og leigði hljóðverið Glaðheima og lét flytja það niður á Hótel Borga þar sem tónleikarnir voru hljóðritaðir viku seinna og komu út rétt fyrir jól á tvöfaldri plötu sem kallast Rauði þráðurinn.
# Leikstýrði " Óvinurinn " í Djúpinu í Reykjavík og gerði líka leikmynd og tónlist. Gerla hannaði búning. Lárus Björnsson annast lýsingu. Þröstur Guðbjartsson lék eina hlutverkið.
# Ég hélt hausttónleika í Norræna Húsinu í Reykjavík. Uppselt og troðið í salinn, löng biðröð.
# Tónleikaferð um landið og undirtektir betri en ég átti von á. Þó voru auðvitað staðir sem komu með mótleik og sýndu mér óvild. En ég gekk götur þorpanna rólegur. Þetta er barátta og að vera sýnilegur veldur umtali um samkynhneigð sem ég tel vera af hinu góða. Ég blanda mér þó ekki í umræðuna.
1987
# Lék í forvarnarmynd um alnæmi fyrir Forbundet´48.
# Starfaði að útvarpsþáttagerð fyrir Radió Rosa í Kaupmannahöfn.
# Leikstýrði " Línu Langsokk " fyrir leikfélag Sauðárkróks. Gerði leikmynd og lýsingu.
# Hélt hausttónleika í Reykjavík.
# Var fyrsti gesturinn hjá Hemma Gunn 28 okt.
# Greinilegt að platan Hugflæði slær alveg nýjan tón á meðal landsmanna. Söngurinn "Litli fugl" settur inn á vinsældarlista. Rythmi lagsins hreyfir sérstaklegas við Bubba sem fær þá hugmynda að vinna plötu í latino anda. Ég skynja áhrif plötunnar víða, frásögurnar, upptökutónninn og heildaráferð skilar sér. Í mínum huga eru þetta áhrif leikhússins. Ég sá útundan mér að annað tónlistarfólk bætir þessum áhrifum í verk sín á sviði og textagerð.
# Tónleikaferð um Ísland og aðsókn sæmileg víðast hvar. Það var að birta yfir í baráttunni. Menn farnir að skilja tilgang minn og markmið og horfa öðruvísi til samkynhneigðra. Langt er þó í land.
1986
# Hélt hausttónleika í Reykjavík.
# Starfaði að útvarpsþáttagerð fyrir Radió Rosa í Kaupmannahöfn.
# Var í stuðningshópi aidssjúklinga í Köben.
# Slitrótt tónleikaferð um Ísland, batnandi aðsókn.
1985
# Leikstýrði " Fjöldskyldan " eftir Claes Andersson fyrir leikfélag Siglufjarðar í ársbyrjun jan - feb. Gerði leikmynd og lýsingu.
# Fór í meðferð til Íslands af því að menn vildu meina að ég væri alki. Sló til og dreif mig og sá ekki eftir því. Fróðleg, skemmtileg og lærdómsrík upplifun. Endaði auðvitað í al-anon.
#Um miðjan ágúst fór ég í hringtónleikaferð og byrjaði í Borgarnesi og fór norður um. Í fyrsta skipti á eigin bíl.
# Hélt hausttónleika mína í Austurbæjarbíói í Reykjavík fyrir troðfullu húsi. Menn töluðu um "comeback". Ég faann greinilega fryir jákvæðari móttökum en undafarin ár.
# Alnæmismálin á Íslandi voru í brennidepli og ég gaf mig fram til starfa. Vegna mikilla innri átaka og andstöðu gegn mér í S´78 ákvað ég að vinna einn. Fékk til samstarfs við mig Þorbjörn Erlingsson og Hallvarð Þórisson. Ég fór til Landlæknisembættisins með hugmynd mína um að fara til Kaupmannahafnar og gera sjónvarpsviðtal við Sævar Guðnason. Tók viðtalið við Sævar upp í Köben frá 15 til 23 mai. Gat ekki lokið við myndina en "Nýja Bíó" lauk við að setja hana saman og hún fékk nafnið "Veistu hvað alnæmi er?" og var sýnd nokkrum sinnum í sjónvarpinu. Skrifaði líka handritaskissu að kvikmynd með söngvum um alnæmismál. Stóð fyrir styrktartónleikum í Háskólabíó ásamt Megasi og Bubba í samstarfi við Þorvald Kristinsson hjá S´78. Reyndi að átta mig á stöðunni meðal alnæmissjúkra og fór í jhjeimsókn til nokkurra þeirra með segulbandi til að safna reynslusögum og frásögnum þeirra. Gafst fljótlega upp á því þar sem þeir litu á mig sem einhverskonar óvin.
# Leikstýrði "Saklausi svallarinn" fyrir leikfélag Suðureyrar. Gerði líka leiktjöld og leiksýningu.
# Tónleikaferð um Ísland aðallega vestfirði og norðurland til Egilsstaða. Upplifði almennt fálæti og jafnvel dónaskap en fann að sumt fólk var að kveikja á perunni og átta sig á baráttunni. Sem fyrr björguðu mér margir umsjónarmenn samkomuhúsanna.
1984
# Vann með Forbundet´48 að alnæmismálum og að þáttagerð í Radio Rosa. Var oft í nánu ssamstarfi við Poul Erik.
# Ég lauk við plötuna Tabu um sumarið og gaf hana út um haustið á Íslandi. Plötunni illa tekið. Ég fékk ekki dreifingu á henni. Ég áttaði mig á að ég var knúinn áfram af reiði. Ákvað að takast á við hana og loka hana út úr lífi mínu. Snúa blaðinu við. Reiði er rýtingur sem maður rekur í eigið hold.
# Ég hélt hausttónleika mína í gamla Samkomuhúsinu í Ólafsvík og hélt þaðan í tónleikaferð norður og austur um og lauk ferðinni í Reykjavík. Aðsókn mjög slæm en þó athyglisvert að umsjónarfólk sumra húsanna, sem ég hafði rætt við og sungið fyrir á fyrri ferðum, mættu margir með ættingja og vini. Gekk götur þorpanna sem fyrr til að sýna mig. Fékk sumstaðar glósur sem ég svaraði með brosi.
1983
#Ég var ráðinn til að reka veitingasöluna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
#Hélt sýningu í mánuð á vatnslitamyndum mínum í Jónshúsi.
# Hóf að hljóðrita hljómplötuna " Tabu " en grunnur hennar er söngleikur sem gerist á Austurvelli og lýsir ástandi því sem hommar lifa í og við.
# Ég þýddi á íslensku, úr dönsku, ýmsar sögur með söngvum úr bibilíunni fyrir börn og hljóðritar í Kaupmannahöfn í samvinnu við íslenska prestinn í Jónshúsi, Séra Ágúst.
#Ég hélt hausttónleika Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
# Tónleikaferð um Ísland um haustið. Aðsókn var nánast engin. Gekk götur þorpanna til að sýna mig. Fékk sumstaðar glósur sem ég svaraði aðeins með brosi. Mér var orðinn ljós máttur sýnileikanns. Alnæmið að gera vart við sig
#Merkiilegt finnst mér hve almenn notkun er á orðinu "kynviillingur". Reyndi að koma á framfæri orðinu samkynhneigð, en það orð hafði orðið til í Þjóðleikhúsinu 1977.
1982
Í ársbyrjun átti ég í útistöðum á Íslandi við skemmtistaðinn Óðal.Þar sem þeir vísuðu mér út fyrir að vera hommi.
# Átti langt samtal við Guðna Baldurs og Helga vegna balls sem IH hópurinn hafði staðið fyrir í Kópavogi, sem í og sér var minnsta mál, nema þessi hópur hafði misnotað nafn S´78 og reif kjaft. Fulltrúar þessa hóps sögðu mér að halda kjafti og vera ekki með þetta sósíal kjaftæði og kommúnistaröfl. Þreytandi reglur hefðu ekkert með réttindabaráttu að gera. Það var haldinn átakafundur hjá S´78 og tveir aðalforsprakkar IH hópsins voru reknir úr S´78. Ég komst ekki á þennann fund. - Fór til Köben.
# Ég hætti ég hjá Premier ís.
# Ég samdi og sviðssetti leikritið " Taktu hatt þinn og staf / Óvinurinn" í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og fer með sýninguna meðal íslendinga í skandinavíu. Þetta gerði ég á eigin kostnað. Halldór Lárus Randversson lék eina hlutverkið. Ég gerði búning og hannaði lýsingu og samdi hljóð. Á lokasýningu verksins í Jónsshúsi föstudagskvöldið 8 mai, var mér sýnt banatilræði. Ungur maður, mér með öllu ókunnugur, réðist að mér með hnífi og stefndi á hjartastað en ég sá gliitra á hnífsblaðið og tókst að svigja mig frá þannig að hnífsblaðið strauk aðeins yfirborð brjóstkassans.
# Samdi mini söngleikinn „Albert Kristófer" og flutti hann, á íslendingaskemmtun 17 júni, í samkomuhúsi á Römersgade. Þormóður Karlsson lék undir á Syntesizer.
# Ég hélt hausttónleika í Jónshúsi þar sem ég flutt eigin lög við ljóð Halldórs Laxness.
1981
# Átti áhugaverð samtöl við Guðna Baldursson og Helga um baráttumálin og átökin við þann hóp Iceland Hospitality (IH) sem vildi gera S´78 að kynlífsklúbbi. Þetta var lítill en aðgangsharður hópur sem vildi taka skemmtanir fram fyrir málefnalega baráttu. Þeim var bent á að fram til þessa hefði engin reynt að standa í vegi fyrir skemmtunum hjá þeim sem það vildu. Hinsvegar væri almennt viðhorf til okkar homma á þann veg að það yrði að berjastfyrir réttindum okkar á málefnaleg grunni. Þeim grunni og þeirri sýn sem S´78 væru reist á. Það væri stór hópur homma sem forðuðust S´78 vegn hegðunar þessa litla hóps.
#Lét Guðna og Helga fá hluta leikstjóra launa til að styrkja starfsemi S´78. Ekki veitti af frekar mikið tómahljóð í kassanum.
# Ég samdi og sviðssetti leikritið " Nálargöt " í Ólafsvík. Mættur 23 sept. til að setja upp Skjaldhamar en það fengust ekki leikarar í það. Unglingarnir mættu og vildu leika. Flest þeirra höfðu áður unnið með mér í barnaleikritinu "Barnagaman" sem ég samdi fyrir þau.. Þetta tókst vel upp. Samið var um að ég sviðsetti verk með þeim og útkoman varð að ég skrifaði fyrir þau verk með söngvum. Fyrsta uppkastið hét "Þóra" en það reyndist of strembið fyrir þau. "Nálargöt" var því niðurstaðan. Ég gerði líka leikmynd, búninga og tónlist.
# Hélt tónleika hér og þar um landið með litlum árangri. Fólk vildi ekki "hommatónlist". Fékk kaldar glósur víða. Gekk um götur þorpa. Ég varð sífellt sannfærðari um mátt sýnileikans. Það var nóg að ég gengi um götur þorpa til að skapa umræðu um samkynhneigð. Ég forðaðist að blanda mér í þá umræðu vegna þess að ég vissi að fólk var bæði á með og móti. Mitt hlutverk var ekki að stjórna umræðunni heldur vekja hana til lífs.
# Hélt hausttónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn tileinkaða Halldóri Laxness.