1981-1990

1990

            # Ég vann sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn. 
Lauk við plötuna Lavmælt og gaf hana út um haustið í Danmörk. Algjört flopp. útgefandinn ekki að kveikja á að CD væru að taka markaðinn yfir. Öllu upplaagi plötunnar eytt af danska tollinum. Mér tókst að kippa einum 25 platna kassa til mín. 
# Leikstýrði barnaleikritinu " Draugaglettur " á Kirkjubæjarklaustri. Gerði leiktjöld og lýsingu.
# Furðulegt hversu tillits og skilningslaus lítill hópur karlmanna er innan S´78. 
# Leikstýrði barnaleikritið " Draugaglettur " á Patreksfirði. Gerði leiktjöld og lýsingu.
Íslenska sjónvarpið gerir þátt um tónlist og texta mína þar sem Megas er kynnir.
# Ég hélt hausttónleika í Norræna Húsinu Reykjavík uppselt og löng biðröð.
# Tónleikaferð um ísland og aðsókn að skána. Fólk er farið að taka mér mun betur.  
# Keypti útgáfuréttindin að tveimur fyrstu plötunum mínum af SG hljómplötum.
# Ég hélt nokkra tónleika á Íslandi við dræmar undirtektir en mjög lærdómsríkum árangri. Gætti þess þó að ganga um götur þorpa og koma við í kaupfélaginu og símstöðinni og fara niðrá bryggjur til að vera sýnilegur. 

1989

Leikstýrði " Ástin sigrar" á Skagaströnd. Gerði leiktjöld og lýsingu.
Leikstýrði " Svartfugl " eftir Gunnar Gunnarsson fyrir leikfélag Blönduóss. Gerði leiktjöld og lýsingu.Það athyglisverða var að uppsetningin þótti svo vel heppnuð að íslenska sjónvarpið gerði þátt um hana en hvergi var nafn mitt nefnt í þeim þætti. Ég skrifaði og bað um skýringu en fékk aldrei neitt svar.
# Hóf að hljóðrita plötuna " Lavmælt " í Kaupmannahöfn með lögum mínum og textum á dönsku.
# Vann sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn um sumarið og líkaði vel.
# Hélt hausttónleika í Norræna Húsinu í Reykjavík. Uppselt og biðlisti eftir miðum.
Gerði tvo útvarpsþætti fyrir Rúv 1 um upphaf trúbadúranna.
# Tónleikaferð um landið og aðsókn batnandi.

1988

# Leikstýrði leikritinu " Sveitapiltsins draumur " á Ísafirði. Gerði  leikmynd og lýsingu. 

# Vann sjálfstætt að málefnum tengdum alnæmi m.a. tónlist. Gerði handritaskissu að kvikmynd um alnæmi ásamt Þorbirni Erlingssyni og Hallvarði Þórssyni og vann ötullega að ýmsum málefnum alnæmissmitaðra á Íslandi í góðri samvinnu við Landlæknisembættið.

# Tók þátt í stofnun Alnæmissamtakanna á Hótel Lind 1 desember.

# Stóð að tónleikum í Háskólabíói 30 nóvember í samvinnu við Landlæknisembættið og S´78. Ásamt mér komu Bubbi og Megas fram. Þó mjög fáir sóttu tónleikana þá var ástæða fyrir því. Skólar landsins héldu foreldrasamkomur þetta kvöld og okkur, aðstandendum tónleikanna var ekki kunnugt um það. Friðrik Þór filmaði herlegheitin og tónleikarnir voru gefnir út sem Videó.

# Landlæknisembættið kostaði ferð mína til Kaupmannahafnar um sumarið ásamt Þorbirni Erlingssyni og kvikmyndatökumenni og ég tók viðtal við Sævar Guðnason sem var langt leiddur af alnæmi. 

# Hélt tónleika og lét hljóðrita og gaf út sem plötuna Rauði þráðurinn. Húsfyllir varð og mikil stemning.

# Leikstýrði " Óvinurinn " í Djúpinu í Reykjavík og gerði líka leikmynd og tónlist. Gerla hannaði búning. Lárus Björnsson annast lýsingu. Þröstur Guðbjartsson lék eina hlutverkið. 

# Ég hélt hausttónleika í  Norræna Húsinu í Reykjavík. Uppselt og troðið í salinn, löng biðröð.

# Tónleikaferð um landið og undirtektir betri en ég átti von á.Þó voru auðvitað staðir sem komu með mótleik og sýndu mér óvild. En ég gekk götur þeirra rólegur. Þetta var barátta.

1987

Ég lauk við hljómplötuna Hugflæði í Kaupmannahöfn og gaf hana út um haustið á Íslandi. Saamdi um dreifingu á henni við Steinar. Platan sló í gegn og vakti mikla athygli. Söngurinn um litla fuglinn komst inná vinsældarlista. 
Lék í forvarnarmynd um alnæmi fyrir Forbundet´48.
Starfaði að útvarpsþáttagerð fyrir Radió Rosa í Kaupmannahöfn. 
# Leikstýrði " Línu Langsokk " fyrir leikfélag Sauðárkróks. Gerði leikmynd og lýsingu.
# Hélt hausttónleika í Reykjavík.
# Tónleikaferð um Ísland og aðsókn sæmileg víðast hvar. Það var að birta yfir í baráttunni. Menn farnir að skilja tilgang og markmið og horfa öðruvísi til samkynhneigðra. Langt var þó í land.

1986

# Hljóðritaði og vann að plötunni " Hugflæði" í Kaupmannahöfn.
# Hélt hausttónleika í Reykjavík.
Starfaði að útvarpsþáttagerð fyrir Radió Rosa í Kaupmannahöfn. 
# Var í stuðningshópi aidssjúklinga í Köben.
# Tónleikaferð um Ísland, batnandi aðsókn. 

1985

# Leikstýrði " Fjöldskyldan " eftir Claes Andersson fyrir leikfélag Siglufjarðar.Gerði leikmynd og lýsingu.
# Fór í meðferð til Íslands af því að menn vildu meina að ég væri alki. Sló til og dreif mig og sá ekki eftir því. Fróðleg, skemmtileg og lærdómsrík upplifun. Endaði auðvitað í al-anon.
# Hélt hausttónleika mína í Austurbæjarbíói í Reykjavík fyrir troðfullu húsi. Menn töluðu um "comeback"
# Alnæmismálin á Íslandi voru í brennidepli og ég gaf mig fram til starfa. Vegna mikilla innri átaka og andstöðu gegn mér í S´78 ákvað ég að vinna einn. Fékk til samstarfs við mig Þorbjörn Erlingsson og Hallvarð Þórisson. Ég fór til Landlæknisembættisins með hugmynd mína um að fara til Kaupmannahafnar og gera sjónvarpsviðtal við Sævar Guðnason. Skrifaði líka handritaskissu að kvikmynd með söngvum um alnæmismál. Stóð fyrir styrktartónleikum í Háskólabíó ásamt Megasi og Bubba í samstarfi við Þorvald Kristinsson hjá S´78.
# Áttaði mig á að tala varlega um hvað var að vera í opinberri stöðu sem baráttumaður fyrir málsstað. Ég var að gera lítið úr neikvæðri framkomu annarra til að draga ekki kjarkinn úr því fólki sem vildi taka þátt í baráttuni.
# Leikstýrði "Saklausi svallarinn" fyrir leikfélag Suðureyrar. Gerði líka leiktjöld og leiksýningu.# 

# Tónleikaferð um Ísland aðallega vestfirði og norðurland til Egilsstaða. Upplifði almennt fálæti og jafnvel dónaskap en fann að sumt fólk var að kveikja á perunni og átta sig á baráttunni. Sem fyrr björguðu mér margir umsjónarmenn samkomuhúsanna.

 

 

 

 

# Tónleikaferð um Ísland aðallega vestfirði og norðurland til Egilsstaða. Upplifði almennt fálæti og jafnvel dónaskap en fann að sumt fólk var að kveikja á perunni og átta sig á baráttunni. Sem fyrr björguðu mér margir umsjónarmenn samkomuhúsanna.

1984

# Ég hætti rekstrinum í Jónshúsi um vorið.
# Hóf að vinna með Forbundet´48 að alnæmismálum í Radio Rosa.
# Ég lauk við plötuna Tabu um sumarið og gaf hana út um haustið á Íslandi. Plötunni illa tekið. 
# Ég hélt hausttónleika mína í gamla Samkomuhúsinu í Ólafsvík. 
# Tónleikaferð um Ísland. Aðsókn mjög slæm en þó athyglisvert að umsjónarfólk húsanna, sem ég hafði rætt við og sungið fyrir á fyrri ferðum, mætti margt með ættingja og vini. Gekk götur þorpanna sem fyrr til að sýna mig. Fékk sumstaðar glósur sem ég svaraði með brosi. 

1983

# Ég tók að mér að reka veitingasöluna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. 
#Hélt sýningu í mánuð á vatnslitamyndum mínum í Jónshúsi.
# Hóf að hljóðrita hljómplötuna " Tabu " en grunnur hennar er söngleikur sem gerist á Austurvelli og lýsir ástandi því sem hommar lifa í og við.
# Ég þýddi á íslensku, úr dönsku, ýmsar sögur með söngvum úr bibilíunni fyrir börn og hljóðritar í Kaupmannahöfn í samvinnu við íslenska prestinn í Jónshúsi, Séra Ágúst.
# Ég hélt hausttónleika Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
# Tónleikaferð um Ísland um haustið. Aðsókn var nánast engin. Gekk götur þorpanna til að sýna mig. Fékk sumstaðar glósur sem ég svaraði aðeins með brosi. Mér var orðinn ljós máttur sýnileikanns. Merkiilegt finnst mér hve almenn notkun er á orðinu "kynviillingur". Reyndi að koma á framfæri orðinu samkynhneigð, en það orð hafði orðið til í Þjóðleikhúsinu.

1982

# Í ársbyrjun hætti ég hjá Premier ís.
# Ég samdi og sviðssetti leikritið " Taktu hatt þinn og staf / Óvinurinn" í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og fer með sýninguna meðal íslendinga í skandinavíu. Þetta gerði ég á eigin kostnað. Halldór Lárus Randversson lék eina hlutverkið. Ég gerði búning og hannaði lýsingu og samdi hljóð. Á lokasýningu verksins í Jónsshúsi var mér sýnt banatilræði. Ungur maður, mér með öllu ókunnugur, réðist að mér með hnífi og stefndi á hjartastað en ég sá gliitra á hnífsblaðið og tókst að svigja mig frá þannig að hnífsblaðið strauk aðeins yfirborð brjóstkassans.
# Samdi mini söngleikinn „Albert Kristófer" og flutti hann, á íslendingaskemmtun 17 júni, Þormóður Karlsson lék undir á Syntesizer. 
# Ég hélt hausttónleika í Jónshúsi þar sem ég flutt eigin lög við ljóð Halldórs Laxness.

# Í nóvemberbyrjun fór ég til Íslands og var fram yfir áramót. Átti áhugaverð samtöl við Guðna Baldursson um baráttumálin og átökin við þá sem vildu gera S´78 að kynlífsklúbbi. Þetta var lítill en aðgangsharður hópur sem vildi taka skemmtanir fram fyrir málefnalega baráttu. Þeim var bent á að fram til þessa hefði enginn reynt að standa í vegi fyrir skemmtunum hjá þeim sem það vildu. Hinsvegar væri almennt viðhorf til okkar homma á þann veg að það yrði að berjast gegn þeim á málefnaleg grunni.Þeim grunni og þeirri sýn sem S´78 væru reist á. Það væri stór hópur homma sem forðuðust S´78 vegn hegðunar þessa litla hóps.      

1981

Ég samdi og sviðssetti leikritið " Nálargöt " í Ólafsvík. Gerði líka leikmynd, búninga og tónlist. Reyndar átti að setja upp annað leikrit en það fékkst ekki mannskapur í það þegar á reyndi. Ég bauðst þá til að vinna með ungu fólki á staðnum en sum þeirra höfðu áður unnið með mér í barnaleikriti. Þetta tókst vel upp.
# Hélt tónleika hér og þar um landið með litlum árangri. Fólk vildi ekki "hommatónlist". Fékk kaldar glósur víða. Gekk um götur þorpa. Ég varð sífellt sannfærðari um mátt sýnileikans. Það var nóg að ég gengi um götur þorpa til að skapa umræðu um samkynhneigð. Ég forðaðist að blanda mér í þá umræðu vegna þess að ég vissi að fólk var bæði á með og móti. Mitt hlutverk var ekki að stjórna umræðunni heldur vekja hana til lífs.
# Hélt hausttónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn tileinkaða Halldóri Laxness.
# Starfaði í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.