Push the button to buy or listen to Hörður music
Sæll Hörður minn, hjartanlegar hamingjuóskir með viðurkenninguna, hún er bara enn ein sönnun þess að þú ert frábær í öllu því sem að þú tekur þér fyrir hendur í söng/leik-listinni. Sumarkveðjur Helena Mjöll aðdáandi #1
Helena Mjöll Jóhannsd.: 30.7.2005 01:10:30
Sæll og blessaður Hörður, Innilegar hamingjuóskir með viðurkenninguna. Þú ert vel að henni kominn. Gangi þér allt í haginn. Kær kveðja og Gunni biður að heilsa. Ester
Ester Gunnarsdóttir: 27.7.2005 16:33:32
Kæri Hörður, Kærar þakkir fyrir að láta mig vita af tónleikunum þínum, ég er búin að tryggja mér miða.Þakka þér fyrir þáttin þinn í útvarpinu, "Sáðmenn söngvanna" ég hlusta oftast á hann, og finnst bæði gaman og fróðlegt. Takk fyrir að vera til. Ævinlega bestu kveðjur Ólöf
Ólöf Kristín Magnúsdóttir: 19.7.2005 08:10:11
Elsku kallinn ! innilega til hamingju með verðlaunin (þó seint sé) tími til komin ! ég segi ekki annað. Takk fyrir drauminn gullið, Ragnar Sigurður sendi hann til vinkonu í usa. Sjáumst vonandi á hausttónleikunum þínum. Þúsund kossar til þín og Massimo frá okkur. :* :*
Gunna og Ragnar Sigurður: 19.7.2005 03:45:59
Til hamingju með viðurkenninguna, kannski ég komist á tónleika aftur hjá þér í haust, allavega tel mig það hressa ennþá. Kv. Maggý (MND sjúklingur) ömmubarn Jóhönnu á Miklubrautinni.
Maggý : 10.7.2005 13:37:07
kæri vinur til hamingju með NPU viðurkenninguna og kærar þakkir fyrir drauminn við sjáum ykkur vonandi í sumar bestu kveður til massimo. steini og tidda
steini óla: 30.6.2005 21:21:59
Sæll Hörður. 'Eg segi ekkert. Þú segir ekkert. Hörður svona er Guðjón inn við beynið. Þú ert alltaf á réttir leið. 'Eg þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni konu,tónlist er það sem við elskum. Med venlig hilsen Jóhannes Björnsson Bakarameistari.
Jóhannes Börnsson: 25.6.2005 20:13:41
JiiiiiByyyyy... !!! Endanlega komu framm i dagsljósid skynsamar manneskjur sem virdast vita hvad þær eru ad tala um..og setja snillinga i röd snillinga á rétta hyllu i samfélagi okkar nordurlandabúa..Hurra fyrir NPU.. og TIL HAMINGJU HJARTAD med viðurkenninguna frá samtökum tónskálda og textahöfunda á Norðurlöndunum. Fråbært !
Hjördis Torfadottir: 25.6.2005 07:15:51
Sæll Hörður. Innilega til hamingju með þessi verðlaun. Þú er sannarlega að þeim komin. Kveðja Heimir
Heimir Guðmundsson: 20.6.2005 19:58:07
Til hamingju með viðurkenninguna! Þeir Jón Múli og Jónas eru ekki í slæmum hópi með þig sér við hlið! Kveðja, Siggi Úlfars.
Siggi Úlfars.: 20.6.2005 18:39:42
Hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna Hörður minn, Það var sannarlega mál til komið að þér væri sýndur einhver heiður. Þú ert vel að þessu kominn og halltu áfram að vera þú sjálfur og gleðja okkur öll með lögunum þínum og ekki síður textunum. Bestu kveðjur Jóna og Gunnar Klaustri
Jóna: 20.6.2005 16:47:03
Heill og sæll, Hörður! Innilega til hamingju með viðurkenninguna frá NPU. Til hennar hefur þú svo sannarlega unnið, ekki síst með því að vera Þjóðleikhús landsbyggðarinnar í áratugi. Kærar þakkir líka fyrir "Drauminn". Lögin þín eru alltaf gleðigjafar og textarnir vekja ætíð til umhugsunar. Kær kveðja, - Þórir og Bogga.
Þórir og Bogga: 19.6.2005 02:58:39
Til lukku, til lukku ... sumir eru meiri snillingar en aðrir! Kær kveðja Sigríður Albertsdóttir
Sigríður Albertsdóttir: 18.6.2005 13:06:07
Hörður, frábært, frábært, frábært. Ég rétt vona að ráðherra menntamála gefi sér tíma frá enn einu kennarahneykslinu og skoði hvers virði þú ert fyrir norðurlandabúa. Innilega til hamingju með NPU viðurkenninguna, þá átt þetta svo sannarlega skilið ..... Gangi þér vil sem alltaf ! Árni
Árni Haraldsson: 18.6.2005 08:51:16
Ég óska þér innilega til hamingju með viðurkenninguna frá samtökum tónskálda og textahöfunda á Norðurlöndunum. En gaman!
Gunnar Waage: 18.6.2005 07:00:3
Hjartanlega til hamingju med nyju ibudina hjartad..!! Fréttin send áfram til Kaktus fréttabref islendinga her i Skåne.. hjå Draumey.. vona ad tad beri árangur ! Åstarkevdja til allra frå mer ... Disa systir tin
Disa Torfa: 14.6.2005 13:07:34
Sæll Hörður Torfa, langaði til að segja þér, að við hjónin höfum alltaf haft mikið dálæti á þér og þínum verkum, þó aldrei sem nú. Ég er nýbúin að gangast undir óvænta aðgerð á heila. Eftir áfallið á sjúkrahúsinu lásum við Brekkuna þína, aftur á bak og áfram, og hún hjálpaði. Bestu þakkir og hafðu það ætíð sem best. Kveðja Kristín og Jósúa Steinar
Kristín Eggertsdóttir: 18.5.2005 09:33:30
Sæll Hörður og kærar þakkir fyrir öll þín frábæru lög og ljóð. Þau eru mjög ánægjulegur innblástur! Ég er einn af þeim fjölmörgu sem gríp af og til í gítar (og brúka þá einkum þvottakonugripin) og hef oft velt fyrir mér hvar ég finn gítargrip við lögin þín. Er hægt að finna þau einhversstaðar á netinu eða hafa þau einhvertíman verið gefin út í bók? Kær kveðja, Ragnar
Ragnar Guðjónsson: 7.5.2005 23:43:19
Sæll Hörður Er möguleiki að skrá sig á einhvern póstlista hjá þér þar sem ég get fengið upplýsingar um hvar og hvenær þú heldur tónleika og hvað sé næst á döfinni hjá þér? kær kveðja, Sverrir
Sverrir Þórðarson: 6.5.2005 16:32:25