Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Hausttónleikar 2010

hordursjalfur's picture
00/00/
Array

Hörður Torfa og vinir.

HAUSTTÓNLEIKAR 2010 – FERTUGSAFMÆLI.

Í haustbyrjun hefst hlýindaskeið að venjuþegar Hörður Torfa stígur á svið þann 9.september klukkan 19.30 í stóra sal Borgarleikhússins og flytur söngva sína ogsögur.

Af mörgu er að taka á fertugs-starfsafmælinuog Hörður  mun flakka fram og til baka í tíma ... enn leitandi blárrablóma og hugsandi upphátt í bundnu sem óbundnu máli. Plötur Harðar eru orðnar22 að tölu en tónleikarnir í ár eru tileinkaðir fyrstu plötunni. Sú plata vareinmitt gerð fyrir 40 árum og á stóran sess í hugum landans sem sést best á þvíað þegar fyrstu tónar laganna „Ég leitaði blárra blóma“ og Þú ert sjálfurGuðjón“ og “Kveðið eftir vin minn” og öll hin hljóma tekur salurinn undir.

Eftirtalið tónlistarfólk kemur fram átónleikunum; Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, Róbert Þórhallsson,bassaleikari, Hjörtur Howser, hljómborðsleikari og Matthias Stefánsson gítar,fiðlu og mandólínleikari.

 Árið 2010 er ár afmælanna því heimasíðasöngvaskáldsins er nú 15 ára. Þar má kynna sér feril Harðar, líta yfirplötusafnið, kaupa tónlist hans, lesa ljóð eða jafnvel senda Herði línu. Alltþetta má nálgast á www.hordurtorfa.com

Þetta eru 34. hausttónleikar Harðar.