Push the button to buy or listen to Hörður music
Valdið er þitt
þegar nývaknaður dagur syngur ljóð um allt sem er
og allir menn virðist skilja hvað samfélag inniber
tengjast sterkum böndum svo dýrðleg sjón er að sjá
því söngurinn er um að valdið sjálft komi neðan frá
að valdið komi neðan frá þýðir að fólkið ræður ferð
að fjöldinn sé vakandi um lýðræðið svo það sé af bestu gerð
að hver maður geti af einlægni í hjarta sér horft og sagt;
heimsins réttlæti bergmálar þá hugsun sem í það er lagt
finnurðu spillingu breiðast út inní líf þitt og eitra allt
umhverfi þitt og vitund þá mótmæltu – rísa upp skalt
þannig ber öllum skylda að að halda vöku og standa vörð
um veröld sem við eigum öll og er okkar eina jörð
skilyrðislaust er traust okkar ekki aðeins á fjögurra ára fresti
því fylgja ætíð kvaðir um sanngirni og gagnrýni á kosti og lesti
færðu rök fyrir máli þínu og sannaðu að þeir verða að víkja
sem valda ekki starfi sem þeir fengu og enduðu með að svíkja
hélaðir gluggar fortíðar birta óljósar myndir af mönnum
sem mótuð þá sína framtíð eins og við sem nú okkar hönnum
HT apríl 2012
Ljósmynd: Helgi J. Helgason