Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Tónleikar í Iðnó 14. mai kl.20.00

hordursjalfur's picture

Ég ætla að halda tónleika í Iðnó föstudagskvöld 14.mai klukkan 20.00. Miðasala er í Iðnó á milli kl.11.00 og 16.00 á virkum dögum. Sími 562 9700.
Hér ætti að koma kafli um hversu rosalega skemmtilegur og frægur listamaður ég sé og engin sé mér fremri né betri og ég kallaður kóngur eða prins og meistari og snillingur og bestur þetta eða bestur hitt.En þar sem ég starfa einn það er að segja, án umboðsmanns, sem hafa slíkan starfa ætla ég að sleppa slíku rausi því satt best að segja yrði slíkt frekar nöturlegt.
Dagskráin verður að mestu samansett af þeim söngvum sem ég flutti á sama stað fyrir mánuði síðan. Þó nokkrir þeirra eru hugleiðingar sem ég hripaði hjá mér á meðan ég stóð fyrir mótmælafundunum á Austurvelli veturinn 2008 - 2009 auk annarra söngva.
Ég var svo heppinn að einn gesta þeirra tónleika Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur skrifaði um upplifum sýna það kvöld og þá grein er hægt að finna undir flipanum Um Hörð Torfa hér til hliðar á síðunni.