þú

 

 

 

 

 

 

 

 

þú

 

um heimsins ástand þú skilaboð þín skrifar

til að skerpa lífs þíns viðhorf – það gerirðu oft

sjálf þitt eflist og hraður tíminn tifar

þú teygar að þér blámanns tæra loft 

 

eftir situr tilfinning sem telur

þér trú um orsakir og tilganginn

frá hjartans rótum viljandi þú velur

þín viðhorf til að styðja mannskapinn

 

leit þín stendur yfir alla ævi

engin getur tekið slíkt frá þér

að efast reynist hugmynd góð við hæfi

hamingja er að gefa öðrum hluta af sjálfum sér

 

áður en þú veist af veistu meira

þinn vilji er að lifa við aðra menn í sátt

þú lest þig til og færð að vita fleira

en finnst þú vitir reyndar harla fátt

 

að beita liprum stíl en ekki stáli

er styrkur þess sem ábyrgð sína ber

þú veist það skiptir allaf mestu máli

að mega vera það sem maður er

 

040919 ht