Push the button to buy or listen to Hörður music
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2012
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefur unnið sér fastan sess meðal landsmanna og ég hef fylgst með henni án þess að geta tekið þátt í henni fram til þessa dags. En nú varð breyting á og ætla ég að vera með tónleika þar föstudagskvöldið 6. júlí kl. 21.30 í Bátahúsinu.
Þess má líka geta að Þórarinn Hannesson listabröltari bauð mér í heimsókn á Ljóðasafmið kl.16.00 og auðvitað þáði ég það ljúfa boð. Og til gamans og tilbreytingar ætla ég að lesa upp eitthvað sem týnist til.
Það hefur margt breyst frá því að ég kom til Siglufjarðar fyrst rétt uppúr 1974 sem leikstjóri og söngvaskáld. Bærinn hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Mér finnst alltaf ljúft að koma þangað.