Push the button to buy or listen to Hörður music
Sinnaskipti Gunnars í Krossinum.
Þegar ég las um sinnaskipti Gunnars í Krossinu kom mér til hugar þessi texti sem ég samdi fyrir löngu og setti á plötuna Lauf.
styttan
hann vildi öllu ráða með lögum og lofum
að lýðurinn hyllti ann og veitti onum traust
völd eignast drjólar ef við sinnulaus sofum
og sættumst við frekjuna skilyrðislaust
nótt eina vaknaði´ann kófsveittur karlinn
kallaði og hrópði torskilin orð
dauðskelkuð kona hans viðkvæm komst varla inn
í verelsið dauðhrædd um ofbeldi og morð
æ - stilltu þig kvensnift í bónd´ennar buldi
bévítis hávaði er þetta og suð
nekt sína með annarri hendinni huldi
hrópandi andstuttur: takk fyrir guð!
hvað áttu við spurði kona hans kímin
kannaðist loks við hans óra og sótt
þegiðu kerling mér var tilkynntur tíminn
og takmark mitt á jörðu í draumi í nótt
það var rödd guðs er sagði: hér skal stytta af mér standa
stefndu að því maður að reisa hana í vor
þú mátt ekkert spara því verkið skal vanda
von mín ert þú og þitt áræði og þor
það er frost - sagði kerling - enda væni minn vetur
og vísdómsorð draumanna duga ekki par
þú stendur á tippinu svo búðu þig betur
ef bjarga vilt því sem enn hangir þar
um orð hennar karl lét sér fátt eitt um finnast
af fenginni reynslu í áranna rás
þakklátur heimur skal mín ætíð minnast
mundu það kelli mín hrópaði´ann hás
tíminn flaug verkinu að lokum þó lauk
ljóðskáldin ortu í heilum og hálfum
er teppið af styttunni rómuðu rauk
reyndist hún vera af karlinum sjálfum
Hörður Torfa/1988