Push the button to buy or listen to Hörður music
Nokkrir veigamiklir áfangar í lífi mínu.
Hörður Torfason - Nokkrir veigamiklir áfangar í lífi mínu.
A
1970. 26 maí. útskrifaðist ég sem leikari frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins eftir fjögurra ára nám í sviðslistum. Strax það sumar hóf ég að hljóðrita fyrstu breiðskífu mína fyrir SG plötur og starfa sem sviðslistamaður. Það starf hef ég stundað óslitið síðan. Ég hafði í nokkur ár stundað það að flytja söngva mína hér og þar um landið og vakið talsverða athygli fyrir öðruvísi túlkun á textum en sem áður hafði tíðkast.
B
1971. 23 mars. Fyrsta platan mín gefin út. „Hörður Torfason syngur eigin lög”. Af mörgum talin brautryðjandaverk. Hún var líka fyrsta íslenska víðóma platan (steríó). Þessi plata ruddi veginn fyrir þá sem vildu feta leið einfarans, söngvaskáldsins sem túlkaði eigin verk og annarra. Á örfáum áru ávann ég mér frægð og frama. Sendi frá mér tvær breiðskífur sem náðu miklum vinsældum meðal almennings og seldust mjög vel. Sjónvarpið gerði tvo þætti um mig og tónlist mína þann fyrri haustið 1971 og þann seinni síðla árs 1972. Ég lék í íslenskri sjónvarpskvikmynd, 65 greinlögreglusamþykktarinnar, sumarið 1973 og fékk fína dóma fyrir. Ég kom fram á mörgum tónleikum og hélt líka mína eigin. Vann sem leikari í Þjóðleikhúsinu. Ég hóf að starfa sem leikstjóri í árslok 1971 og vann mig fljótlega í álit sem slíkur og varð eftirsóttur. Fékk tilboð sem fatafyrirsæta en hvarf fljótlega úr þeirri iðju. Ástand í málum listamanna var slæmt því milliliðir hirtu laun þeirra. Viðvarandi smættun og niðrandi framkoma í minn garð sem samkynhneigðs manns varð til þess að ég ákvað síðla árs 1973 að starfa sjálfstætt, sem eins manns farandleikhús. Mér fannst ástandið óþolandi og vildi breytingar til batnaðar. Gallinn við hugsun mína var að ég beið alltaf eftir að einhver annar gerði eitthvað í málunum.
Á þessum árum fór ég ómarkviss ferðalög um landið með söngva mína líkt og fyrr en að þessu sinni var ég orðinn atvinnumaður og það breytti öllu.
C
1975. 1 ágúst. Tímaritið Samúel birti viðtal við mig þar sem ég steig fram fyrir skjöldu og lýsti því yfir að ég væri hommi. Ég sá ekkert athugunarvert við þetta framlag mitt og vonaðist til að sanfélagið hæfi umræðu um þessi málefni. En íslenskt samfélag fór á hliðina af vandlætingu og hneykslan. Nánast samstundis snéru flest allir við mér baki og ég, þessi eftirsótti listamaður, varð skyndilega atvinnulaus, hundeltur og útskúfaður. Það var líkt og að opinbert veiðileyfi hefði verið gefið út á mig. Ríkisútvarpið hætti að leika tónlistina mína og atvinnutilboð hættu að berast. Einu sem ekki snéri við mér baki voru áhugaleikhúsin. Í júní 1974 hafði ég gert samning við einstakling um að gera kvikmynd í fullri lengd. Sú vinna sem átti að stand í fjóra mánuði varð að 23 mánaða vinnu. Strax að lokinni frumsýningu í á vordögum 1977 sveik þessi samstarfsmaður mig um öll laun og kallaði mig kynvillingsdruslu. Svikin gengu nærri mér og flúði land vegna ofsókna og stöðugra hótana. Missti lífsviljann og ákvað að svipta mig lífi en á síðasta augnabliki skipti ég um skoðun og hætti við. Þarna varð ég fyrir þeirri vitundarvakningu sem markaði hvað dýpstu spor í starf mitt, hugsun og tilgang sem listamaður.
D
1976. 4 september. Fyrstu hausttónleikarnir. Haldnir á Hótel Vík í Reykjavík.
E
1977. 1 september. Ég kom gagngert til Íslands til að stofna baráttusamtök fyrir réttindum samkynhneigðra. Ég gat hvergi fengið leigt húsnæði en það bjargaðist með því að norskur sambýlismaður minn, Rolv Magne Larsen, fékk starf hjá Elsu í Salon VEH og því fylgtdi íbúð. Strax í september hóf ég að heimsækja aðra homma og ræða málin við þá um um að stofna baráttusamtök. Það var mjög erfitt að fá þá til að ræða þessi mál vegna ótta þeirra við að gangast við málefninu opinberlega. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á að ég var stöðugt að bíða eftir framlagi annarra að málefnið fór á skrið. Ég hafði beðið lengi talað í tómið. Eftir að hafa sett upp leikrit með söngvum fyrir Menntaskólann á Akureyri á 26 dögum, nokkuð sem flestir töldu ógerlegt, en það tókst okkur samt með glæsibrag. Það vakti athygli yfirvalda sem réðu ferðinni og það var talsverð umræða um trú á sjálfan sig og að gera það ómögulega og láta drauma sína rætast. Þessi uppsetning og allur vinnuferillinn og umræðan sem fylgdi við nemendur og leikhússtjóra kveikt á perunni í kolli mér.
Frá því að ég hafði byrjað að tala um baráttusamtök okkar átta árum áður hafði ekkert gengið og engin breyting orðið þó ég hefði stigið fram fyrir skjöldu með viðtalinu 1975. Fram til þessa hafði ég einblínt á sundraðan og særðan hóp þar sem hver kúrði í sínu horni og vonaðist til að það væri nóg. Það var vonlaust að við myndum finna lausn í samvinnu. Ég gæti þetta ekki einn og yrði að finna mann sem gæti leitt samtökin áfram. Ég mátti ekki leiða verkið lengra því þá væri hættan á að þetta færi að snúast um mig en ekki málefnið. Markmiðið var að virkja fleiri og styrkja og sameina hópinn.
Ég var atvinnuleikstjóri og þannig átti ég auðvitað að vinna að stofnum baráttusamtaka. Ég einsetti mér að taka málið þannig og þá fór verkefnið loks að skila árangri. Það var mikið og krefjandi verk. Mér fannst ég bera mikla ábyrgð. Ég hafði hafið þessa baráttu og mér bar skylda til að koma henni í gagnið. En ég var að renna út á tíma. Reynsla mín sem leikstjóri skipti mestu. Þarna urðu sinnaskipti og ég hóf að vinna mjög kerfisbundið og hratt. Leitaði að öðrum samkynhneigðum einstaklingi sem hafði annað en partýstand sem aðaltilgang lífsins. Loks hitti ég mannin sem ég hafði leitað að; Guðna Baldursson. Þarna tók að rofa til og sjást til lands. Guðni skyldi pólitískt markmið og aðferðir og var vel inn í þeirri hugsun. Styrkur hans lá í að hann var fastráðinn hjá ríkinu og átti eigin íbúð. Betri og öflugri samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Hann gerði sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem framundan voru en axlaði starf sitt með glæsibrag. Það tókst loks að stofna baráttusamtökin Samtakanna ´78 þann 9 mai 1978.
Þar með var hafin formlega barátta fyrir að styrkja lagaleg réttindi samkynhneigðra á Íslandi. Markmið okkar var að koma málefninu á framfæri meðal stjórnmálamanna. Okkur var fljótlega ljóst að þetta snérist fyrst og fremst um mannréttindi því réttur eins er réttur allra. Þetta tímabil var mér áhrifamesta kennlustund sem ég hef fengið í leikstjórn. Þarna mótaðist hjá mér stefnan um upplýst einræði með því loforði að skila því valdi um leið og settu markmiði væri náð. Fyrsti formaður S´78 var Guðni Baldursson. Vel hæfur og dugandi maður. Án hans hefðu S´78 ekki lifað lengi. Hann skildi markmiðið og stefndi ótrauður og einlægur að því og náði settu marki þrátt fyrir mikla og vægðarlausa andstöðu hóps samkynhneigðra sem skildu ekki tilgang okkar og vildu fá að skemmta sér og beita S´78 fyrir á því sviði. Þeim var bent kurteisisleg á að ef menn ætla að skemmta sér þá gera þeir það en til þess þyrfti ekki pólitísk baráttusamtök. Skemmtun hafði alltaf verið stór þáttur í lífi samkynhneigðra og S´78 styddu viðleitni í þá veru en það væri ekki aðalmarkmið þeirra. Hinsvegar væri almennt viðhorf gegn okkur samkynhneigðum og fleiri hópum fólks svo fjandsamlegt að við yrðum að fá stjórnmálafólk til liðs við okkur að rétta hluta okkar. Þetta voru meiri átök og alvarlegri en ég átti von á og þau beindust of mikið að mér sem þjóðfrægum einstaklingi og Guðna sem formanni S´78. Vegna ótryggs ástands og sífelldra hótanna fór ég aftur til Kaupmannahafnar og hafði sem bækistöð fram til 1991. Verkefnið var erfitt en Guðni stóð sig með endæmum vel. Við vorum að takast á við stíft og staðnað samfélag sem var yfirfullt af andstæðingum bæði úti í samfélaginu og ekki síst meðal samkynhneigðra sjálfra.
F
Nú varð markmið mitt að heimsækja hvert einast þorp og hvern einasta bæ á Íslandi og fara þar um. Sýna og sanna hæfileika mína sem listamaður og ögra viðhorfum margra til samkynhneigðra. Hver einast íslendingur vissi hver ég var og varð að kljást við eigin viðhorf því ég var vel meðvitaður um að ég passaði ekki inn í hugmyndir þeirra. Ég beitti fyrst og fremst sýnileika, söng og sagði sögur við eigin gítarundirleik. Leikstjórnn greiddi kostnað söngvaskáldsins. Ég þurfti líka oft að berjast við staðlaðar hugmyndir manna um drykkjuskap og óreglu listamanna
G
1982. Mai Ég lifi af alvarlega morðtilraun í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
H
1985. September. Hausttónleikar í Austurbæjarbíó. Stimpla mig inn í íslenskt samfélag á ný.
I
1995 Ágúst Tupilak. - HÖRÐUR TORFASON - som har varit pionär i den homosexuella kampen i Island, varit opinionsbildare och positiv förebild genom sin konstnäskap som öppen homosexuell.
10 desember 1995 Frelsisverðlaun Samtakanna ´78 – 1995 - Frelsisverðlaun Samtakanna ´78 eru í dag veitt HERÐI TORFASYNI fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf í þágu lesbía og homma á Íslandi.
Tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2003 - Geisladiskur HarðarTorfa, Söngvaskáld, er tilnefndur til íslensku tónlistaverðlaunana.
Hvatningaverðlaun Samfylkingarinnar 2003 - HÖRÐUR TORFASON - Fyrir djörfung, hreinskilni, æðruleysi og kjark í áratugalangri baráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Framlag þitt til að gera okkur öll að betri manneskjum og samfélagið heilbrigðara er bæði ómetanlegt og ógleymanlegt.
6. júní 2005. HÖRÐUR TORFA HLÝTUR VIÐUKENNINGU FRÁ NPU. (The Nordic Popular Author's Union / Nordisk Poplærautorunion ) Hörður Torfason. Sem listamaður hefur Hörður Torfa verið trúr sinni lífssýn og þar af leiðandi starfað sem einyrki og sýnt ótrúlega hæfni, staðfestu, styrk og hugrekki með starfi sínu í marga áratugi og þannig haft mikil áhrif á heila þjóð með framlagi sínu. Hann er brautryðjandi íslenskra trúbadúra og á mörgum öðrum sviðum. Þjóðþekktir eru árlegir hausttónleikar hans sem hann hefur staðið fyrir í 28 ár og verið sá íslenski listamaður sem hefur vel á fjórða áratuginn ferðast að minnsta kosti einu sinni á ári um allt landið og heimsótt landsbyggðina enda kalla margir hann “Þjóðleikhús landsbyggðarinnar”.
Hörður Torfa er rétthafi og eigandi allrar sinnar vinnu og skipta söngvar hans hundruðum sem hann hefur gefið út á hljómplötum sem telja orðið á þriðja tuginn auk allra þeirra söngva sem hann hefur samið sérstaklega fyrir leikhús. Það er vegna þess framangreinda og meira til sem stéttafélagar Harðar Torfa á öllum norðurlöndum hafa ákveðið að heiðra hann. Hörður þykir því sá íslenski sönglaghöfundur sem verðugastur er til að bætast í hóp listamanna sem hlotið hafa viðurkenninguna á Norðurlöndunum til þessa.
2006. Gullmerki S´78
26.febrúar 2008 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2008 - Viðurkenning. Til atlögu gegn fordómum 2008: Hörður Torfason - Hörður gekk á sínum tíma fram fyrir skjöldu og stuðlaði að því að gera samkynhneigð sýnilega á Íslandi. Mannréttindi hafa verið leiðarljós Harðar í ævistarfi hans.
J
2008 4 Júlí. Ég hóf skipuleg og markviss mótmæli fyrir framan Menntamálaráðuneytið í Skuggasundi vegna brottvísunar Paul Ramses. Ég beittimálefnalegum, friðsamlegum , síendurteknum aðferðum sem byggðu á samtali. Upplýsu einræði með því loforði að skila því um leið og settu markmiði væri náð. Það tókst að mínu mati.
K
2008 október kom út bókin Tabú. Hún byggði á frásögn minni um ævi mín og feril. Hún var skrifuð í áföngum bæði vegna umsvifamikils starfs míns og þess tíma sem það tók að afla heimilda. Ævar Örn Jósepsson skráði hana. Bókaútgáfan Tindur gaf bókina út. Mánuðina fyrir útkomu bókarinnar var ég svo önnum kafinn við störf mín að mér vannst ekki tími til að lesa yfir stytta lokaútgáfu bókarinnar fyrir prentun.
L
2008. 11 október Klukkan tólf á hádegi stillti ég mér upp á Austurvelli með nokkar spurningar til allra sem framhjá fóru um það fjármálahrun sem hafði orðið þann 6 október. Viku seinna hafði ég skipulagt mótmælafundi og opnað ræðustól fyrir almenning á Austurvelli. Síðan stofnaði ég „ Raddir fólksins” til að halda utan um viðburðina. Þetta framtak mitt var upphafið á viðamiklum markvissum mótmælum sem ég stjórnaði næstu 5 mánuði og náðu settu marki. Þarna beitti ég enn á ný upplýsu einræði með því loforði að skila því um leið og settu markmiði mótmælanna væri náð.
2008. 31. desember. Rás 2; Hörður Torfason kosinn Maður ársins 2008
2010 January 18 - THOR'S HAMMER - The Tupilak "Thor's Hammer" 2009 diploma has gone jointly to the Gothenburg men's choir Hellman's Drengar for their international work and to Hörður Torfa for his outstanding use of voice, courage and solidarity on the streets of Reykjavik -- giving the Icelanders a chance to criticize the misuse of their trust and tax money and to help replace an insensitive government with a government headed by the world's first openly lesbian prime minister.
M
2010. Maí. Ég skipulagði og stóð fyrir fjórum umræðufundum um nýja stjórnarskrá. Fundirnir voru haldnir í Gallerí Hornið í Hafnarstræti í Reykjavík.
2 mai: Páll Skúlason, heimspekingur.
9 mai: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.
16 mai: Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði.
23 mai: Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður.
2010. - Húmanistaviðurkenning Siðmenntar
Hörður Torfason hefur í dag hlotið Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda á Íslandi.
N
2009 hóf ég fyrirlestraferðalög víða um heim í boði ýmissa samtaka til að segja frá starfi mínu, lífsviðhorfum og árangri. Aðaláherslan var auðvitað á þá útifundi sem ég stóð fyrir á Austurvelli í fimm mánuði veturinn 2008/08 og vöktu athygli víða um heim. En ég gat ekki útskýrt þá nema að útskýra fortíð mína. Segja frá upptaktinum, forleik baráttu minnar, aðferðum og árangri. Þessi fyrirlestrarheimsboð komu sér vel því ég var farinn að verða allverulega var við gamla takta útilokunarstefnunnar á Íslandi. Aðsókn að tónleikum mínum hafði hrapað svo að þeir stóðu ekki fjárhagslega undir sér lengur. Hættsa ber leik þá hæst stendur! Mér bárust hótanir af ýmsu tagi héðan og þaðan. Fyrirlestrar boðin voru margvísleg. Ég hafnaði miklu fleiri heimboðum en ég þáði. Ástæðan var aðallega sú að ég varð að gæta mín mjög vel á allskonar pólitískum öfgahópum og sem vildu nota mig í sína þágu. Það var mikil vinna að kynna sér þá aðila sem buðu mér. Um mitt ár 2016 ákvað ég að leggja að mestu niður þessar ferðir. Eftir það breytti ég aðferð minni og ákvað að svara og ræða eingöngu við menntastofnanir og einstaklinga sem unnu að rannsóknum á sviði mannréttindabaráttu. Flest samtöl undanfarinna ára hafa verið í gegnum Skype. Síðustu ferðin sem ég fór var í apríl 2019 en þá var ég aðalræðumaður háskóla ráðstefnum á Nýja Sjálandi. Mjög áhugaverðar umræður um stöðu aðgerðarsinna og aðgerðir stjórnvalda gegn okkur.
O
Í október 2018 sendi ég frá mér bókins Bylting. Bók þessi fer lauslega yfir feril minn en meiginhluti hennar er þó byggður á dagbók sem ég hélt veturinn 2008/09 um útifundina á Austurvelli. Það var útgáfufélagiið Stundin sem gaf bókin út.