Push the button to buy or listen to Hörður music
Ísafold

Teikning: Hörður Torfa 1980
ísafold
ég held mér utan við þrætur og þras
	þræla og starfa í hljóði
	minnugur þess að lífið mér las
	þín loforð í hverju ljóði
	gagnkvæman samning um trúnað og traust
	ég skrifaði undir af skyldu um haust
	- með hjarta míns albesta blóði
en óvænt þá sveikstu samninginn 
	ég sá alltof seint þína galla
	þú halaðir til þín helminginn minn
	og hrifsaðir restina alla
	eftir sat ég bæði svekktur og sár
	með svimandi skuldir um ókomin ár 
	- um úrræði vissi ég varla
þú ert svo reikul í spori að ég spyr 
	hvort speki þín arfleið og geta
	sé eins og sá hákarl skata og skyr
	og skreið sem þú segist oft éta
	margt sem þú segir er lýgi og loft
	flest loforð þín svíkurðu oftar en oft 
	- slíkt kann enginn maður að meta
Í samkvæmum lífsins er rógur og raus
	rustanna leið til að ansa
	á danskorti þínu var hver lína laus
	þig langað svo til að dansa
	en allt heiðarlegt fólk það hló að þér
	þín heimska er einstök – það hver maður sér!
	- til skammar þér varst og til vansa
þú áttir eitt sinn minn trúnað og traust
	og takmarkalausa hlýju
	en þú stalst af mér öllu og heiður af hlaust
	og heimtar nú samband að nýju!
	græðgi er löstur og sár eru svik
	ég sakna þín ekki - þú ert mér eins og ryk
	- þetta veldur mér geðrænni glígju
hörður torfa 2008







