Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Hörður Torfa - Tónleikaferð haustið 2010

hordursjalfur's picture

Í áratugi, eða síðan 1970, hefur Hörður Torfa ferðast um landið sem leikstjóri og söngvaskáld og víst er að enginn íslenkur listamaður kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Haustið 2006 fór hann sína síðustu hring tónleikaferð um landið. En það þýddi að hann kom við á nánast hverju byggðu bóli þessa lands og oft var það bæði vor og haust. Nú ætlar Hörður að fara um landið en í áföngum að þessu sinni og minnast 40 ára starfsafmælis síns.

Af mörgu er að taka á fertugs-starfsafmælinu og Hörður mun flakka fram og til baka í tíma og hugsandi upphátt í bundnu sem óbundnu máli. Plötur Harðar eru orðnar 22 að tölu en tónleikarnir í ár eru tileinkaðir fyrstu plötunni. Sú plata var einmitt gerð fyrir 40 árum og á stóran sess í hugum landans sem sést best á því að þegar fyrstu tónar laganna „Ég leitaði blárra blóma“ og Þú ert sjálfur Guðjón“ og “Kveðið eftir vin minn” og öll hin hljóma tekur salurinn undir.

Árið 2010 er ár afmælanna því heimasíða söngvaskáldsins er nú 15 ára. Þar má kynna sér feril Harðar, líta yfir plötusafnið, kaupa tónlist hans, lesa ljóð eða jafnvel senda Herði línu. Allt þetta má nálgast á www.hordurtorfa.com

Fimmtudagur 30. september - Akureyri
Græni Hatturinn Kl. 21.00

Föstudagur 1. október. - Húsavík
Gamli Baukur kl. 20.30

Laugardagur 2. okt. - Vopnafjörður
Mikligarður

Sunnudagur 3. okt. - Egilsstaðir
Sláturhúsið kl. 20.30.

Mánudagur 4. okt. - Seyðisfjörður
Hótel Aldan kl. 20.30

Þriðjudagur 5. okt. - Stöðvarsfjörður
Brekkan kl. 20.30

Miðvikudagur 6. okt. - Djúpivogur
Hótel Framtíð kl.21.00