Hausttónleikar 2015

Tónleikar 2015.

Það er komið á hreint að ég mun 

halda tónleika á ný, eftir 2 ára fjarveru. Ég hef ekki haldið tónleika síðan í september 2012. Að þessu sinni verða tónleikar föstudagkvöldið 4 september klukkan 20.00 í Gamla Bíó. 

 

Tilefni tónleikanna er reyndar að ég verð 70 ára því ég fæddist þennann dag klukkan 18.40 í Reykjavík.

 

Ég hef undanfarnar vikur verið að undirbúa mig og æfa og semja og ætti að vera kominn í gott form umrætt kvöld. Ég verð með nokkra tónlistarmenn mér til aðstoðar, þá Vilhjálm Guðjónsson á gítar, Ingólf Magnússon á bassa, Ásgeir Óskarsson á slagverk og Hilmar Sverrisson á hljómborð. 
Ég er þessa daga að ganga frá öllum undirbúningi og miðasala fer brátt í gang og ég mun tilkynna það um leið og sölusíða er frágengin. 

Takk fyrir.