Push the button to buy or listen to Hörður music
Gleðilegt sumar!
Það ruddist inn í líf mitt snemma í morgun með hlátri og sól og bauð góðan dag.
Ég spurði hálf vaknaður; hver ert þú?
Ég er sumarið, var svarað hressilega að bragði, eins og það væri fyrsta sumarið sem væri til í heiminum.
Ég virti það fyrir mér því ég hefði þekkt mörg sumur um ævi mína. Svo mörg að sumur eru jafn fjölbreytileg og mannfólkið. Og líkt og með mannfólkið þekkti ég flest öll sumur af góðu einu.
Og hvað heitirðu, spurði ég.
Bjartsýni, svaraði sumarið, og ég er vinur þinn. Svo tók það þéttingsfast um axlir mér og brosti breiðar.
Þá fann ég að það var einmitt þetta sem mig vantaði og ég kallaði út í heiminn til að deila þessari gleið tilfinningu með öllum; gleðilegt sumar!
Myndina af páfuglinum tók ég suður í Kína.