Push the button to buy or listen to Hörður music
Fyrsti mynddiskurinn minn.
Þá kom að því að fyrsti mynddiskurinn minn kæmi út. Það hefur ekki verið raunalaust. Fyrstu tilraunina gerði ég haustið 1987 og lagði mikið til. Tónleikar í Tunglinu við Lækjargötu (áður Nýja Bíó). Troðfullt hús og mikil stemning, allir í miklu stuði. Fjórar tökuvélar í húsinu. Í hléi var mér sagt að hljóðmaðurinn hefði rústað öllu, ekki tekið upp tónleikana og það sem meira var að hann harðneitaði að leyfa tökufólkinu aðgang að hljóðlínu þannig að allar myndupptökur voru hljóðlausar! Allt til einskis vegna dynta hljóðmanns sem ekki var starfi sínu vaxinn.
Sem fyrr var um að gera fyrir mig að halda ró minni og finna lausn, sem ég og gerði. Fjölmiðlar neikvæðir og básúnuðu út að ekkert yrði af útgáfu væntanlegrar tónleikaplötu. Það var ekki rétt. Ég hafði bara ekki efni á að ráða flokk myndatökumanna aftur. Það sem ég gerði var að leigja salinn á Hótel Borg, helgina eftir, og leigja heilt hljóðver sem var losað og flutt á barinn á Hótel Borg. Útkoman varð mjög vel heppnuð tónleikaplata sem kallaðist Rauði þráðurinn og kom út það haust. Eitt eftirminnanlegt atvik á þeim tónleikum var að hljóðmaðurinn sem hafði rústað öllum upptökunum á Tunglinu mætti í hléi og rukkaði mig! Hann barmaði sér og sagðist hafa lagt fram vinnu og kostnað og hann væri fjöldskyldumaður! Ég borgaði honum flutningskostnað og sagði honum að flýta sér út áður en mér snérist hugur og tæki peninginn aftur. Hann hvarf með hraði eins og draumurinn minn um myndband.
Ég lét mynda hausttónleikana mína 2015 þegar ég varð sjötugur. Fjórar vélar á sviði og í sal. Allt tókst vel, flotta upptökur og vel heppnaðir tónleikar. Ég einn fyrir hlé en með fimm manna hlljómsveit eftir hlé. En, einn tæknimaður rústaði öllu hljóðinu! Allt ónýtt!
En aldrei að gefast upp! Núna í haust tókst mér að fá aðgang að stóra sal Borgarleikhússins og nú small allt saman. Árangurinn er hægt að upplifa á þessum mynddiski.Þetta voru afmælistónleika því nákvæmlega fjörtíu ár voru liðinn frá því að ég hélt fyrstu hausttónleikana mína. Þeir voru haldnir í svarta salnum á Hótel Vík. Það haust var ég lentur í miklum mótvindi og það mætti enginn gestur. Lífið er spennandi.