Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Fjörtíu ára gömul plata.

hordursjalfur's picture

Það eru 40 ár síðan ég tók upp þessa plötu(sumarið 1970) sem var fyrsta platan mín. Síðan hef ég bætt 21 plötu við svo alls eru þær orðnar 22.
Að margra áliti olli þessi fyrsta plata mín strauhvörfum á sviði íslenskrar tónlistar.
Þessi plata mín hefur allavegana selst í "bílförmum" eins og sagt er. Enginn veit nákvæmlega hversu margar plötur hafa selst þar sem plötuútgefendur hér áður fyrr þurftu ekki að gefa neitt slíkt upp. En þó er vitað að hún hefur selst talsvert á annan tug þúsunda og flestir kannast við eða kunna einhverja söngva af henni.En þeir eru;
1.Þú ert sjálfur Guðjón
2.Aftanþeyr
3.Lát huggast barn
4.Dagurinn kemur
5.Grafskrift
6.Tryggð
7.Kveðið eftir vin minn
8.Leitin
9.Jóspe smiður
10.Ég leitaði blárra blóma
11.Útburðarvæl
12.Gamalt sæti
Þessi fyrsta plata mín verður aðaluppistaðan á Hausttónleikum mínum í Borgarleikhúsinu, fimmtudagskvöldið 9. september og kvöldið eftir í Hof á Akureyri. Síðan fer ég víðar um land.