BYLTING. Bók um baráttu.

 

Loks er komin bók sem segir frá hvernig staðið var að og hvað gerðist, á bakvið tjöldin, á Austurvallarfundunum veturinn 2008/09. Það var áratuga löng reynsla á bakvið þau. Í bókinnni er sagt frá þeirri reynslu og lagðar fram kenningar sem sú reynsla hefur fætt af sér í aðgerðum undanfarinna áratuga. Mótmælum eða andspyrnu gegn fjandsamlegurm og hættulegum hugsunarhætti. Aðferð sem hefur ítrekað skilað þeim árangri sem lagt var af stað með. 

Mótmæli er veigamikið verkfæri almennings og kominn tími til að íslenskur almenningur beiti þeim af fullri alvöru og þunga. Að almenningur átti sig á að mótmæli eru fyllilega lögmætt aðferð. Kosningar eru óskir stjórnmálaflokka um gang mála eftir þeirra varasömu uppskriftum. Mín ósk var og er að fólk geri sér grein fyrir að mótmæli skipt miklu máli og geta breytt gangi mála ef rétt er að framkvæmdum staðið. Útkoma Austurvallafundanna sönnuðu það og kom að vísu mörgu fólki á óvart sem ekki trúði á mátt þeirra. Það eitt var gleðiefni og full ástæða til að ætla að mótmæli verði notuð oftar og betur í framtíðinni. Baráttáttunni er langt frá því lokið og heldur áfram.